12.12.2006 | 19:28
Vinur minn var myrtur
Hinn fimmtán ára gamli Jamil Mohammad Jabji, kunningi minn frá því ég vann í Askar flóttamannabúðunum, var myrtur af ísraelskum hermanni nýverið. Hann var skotinn í höfuðið á leið heim úr skólanum og lést samstundis.
Sjónvarvottar segja að hermenn hafa haft afskipti af drengjahópi sem Jamil tilheyrði skammt frá New Askar flóttamannabúðunum þar sem hann bjó. Fljótlega hafi unglingarnir byrjað að kasta steinum í jeppa hermannanna og þeir þá brugðist við með því að skjóta í átt að drengjunum. Jamil varð fyrir skoti þegar hann var á hlaupum undan skothríðinni.
Jamil þekkti ég ágætlega þar sem hann var tíður gestur í New Askar félagsheimilinu, þar sem ég starfaði í rúman mánuð. Hann var þekktur fyrir mikla tónlistarhæfileika og átti það til að hrekja mig úr bælinu með miklum látum þar sem ég svaf iðulega í tónmenntarstofunni.
Athugasemdir
Sorglegt :\ með þessu áframhaldandi fer að styttast í kommentið mitt sem ég taldi áður ekki birtingahæft.
ragnarr (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 00:19
Samhryggist
Máni (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 01:41
Ég vil votta þér samúð mína Egill, Keep going strong.
Ólafur Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 02:21
jamil er einn fjölmargra sem fellur fyrir ranglátum byssukúlum þessa heims. vandinn er að lifa með því að hafa þekkt barn sem verður fyrir þessu án þess að það setji of stór ör á sálina. semsagt eins og einhver sagði hér á undan, keep going strong!
bjarni (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 03:45
Ég get fátt sagt nema að ég votta þér innilegustu samúð og tek undir með orðum þeirra sem hafa skrifað hér á undan mér. Keep going strong. Frjáls Palestína!
-- Einar Steinn Valgarðsson.
Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 12:34
hermenn skjóta þegar það er verið að grýta þá skiptir ekki hvaðan þeir eru,meira segja lögreglur í flestum löndum gera það sama
Wtf (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.