13.6.2009 | 04:29
Twitt-törn
Væri ég Twittari, væru efstu færslurnar eftirfarandi:
egillbjarnason Dring, dring! That´s right; ég á reiðhjól!
egillbjarnason Klukkan er níu og ég er enn í vinnunni. Hvað er aftur síminn hjá stéttarfélaginu?
egillbjarnason Sveittur í lófunum að labba frá skrifstofu Magnum-photos með mikilvægar útprentanir.
egillbjarnason Fann besta falafelstað bæjarins. GPS hnit: 54 w 48 n.
egillbjarnason Er á vinsælasta Brodway-leikriti síðari ára; Óperudraugnum. Og það frítt. Fékk miða frá leiðsögumanni í New York og fyrrum ferðafélaga.
egillbjarnason Kann loksins að sjóða egg.
*Ég er að vísu skráður á Twitter en ég er einn af þessum 90% sem skrifa bara eina færslu og hætta, samkvæmt Harvard rannsókn.
Athugasemdir
Þessi lýsing minnir mig ósköp mikið á notkun fólks og þeirra comment á facebook, þetta er ekki ósvipað!!
Guðmundur Júlíusson, 14.6.2009 kl. 03:15
hvað er þetta falafel ? ég las þetta fyrst sem "búin að finna besta fatafellustað bæjarins"
Arnþór (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 18:43
skyndibiti frá miðausturlöndum. við ætluðum einu sinni á falafel-stað í reykjavík en enduðum í staðinn í einhverju rugli fyrir utan bandaríska sendiráðið ...
Egill Bjarnason, 16.6.2009 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.