16.6.2009 | 02:32
Fimmtíuþúsundmyndaferð
Steve er kominn heim úr sinni 86 ferð til Indlands. (Ég held að ég hafi ekki komið á neinn stað 86 sinnum um ævina.)
Lunginn úr deginum fór í að lóda af minniskortum; samtals 50 þúsund ljósmyndum af indverskum hirðingjum.
Myndirnar má svo sjá í þarnæsta hefti af National Geographic. Það er að segja einhverjar 5 af þessum 50 þúsund.
Hirðingjar á Indlandi Mynd úr eigin safni, tekin í janúar 2008 í Rajasthan.
Athugasemdir
Nikon eitthvad ... for ur filmu yfir i digital fyrir thremur arum.
Egill Bjarnason, 16.6.2009 kl. 17:11
Það er ágætt að vita að bestu ljósmyndararnir nota sama trikk og aðrir...að taka ógeðslega margar myndir og velja svo úr :D ég held að ef ég tæki 50 þúsund ljósmyndir af indverskum hirðingjum yrðu alveg pottþétt 5 af þeim birtingarhæfar í National Geographic...
Máni Atlason (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 22:33
hva, varstu þá núna fyrst að hitta höbðingjann. þú ert varla búinn að vera svo lengi þarna úti að hann hafi bara skverað af heilli indlandsferð....
Bjarni Harðarson, 17.6.2009 kl. 14:40
rett. indlandsferdin tok hann fimm vikur.
Egill Bjarnason, 26.6.2009 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.