16.12.2006 | 23:45
Grænmetis- og kjötætur
Blaðamaður News of the world hyggst skrifa grein um ákveðna staðalímynd sjálfboðaliða í Palestínu. Nú ætla ég að skúbba hann og vera í anda breska gotublaðsins svolitið neikvæður.
Til þess að einfalda málið má draga fólk sem álpast til Palestínu í tvo dilka; grænmetisætur og kjötætur.
Í fyrrnefndum hópi eru hinir rammpólitísku; róttækir vinstrimenn sem kalla sig aktivista - eða aðgerðarsinna á einhverskonar íslensku - og hluti af þeirra lífstíl er að sniðganga kjöt.
Grænmetisæturnar gnísta tönnum þegar þær heyrir minnst á Ísland - hvaldrápslandið! Þannig er síðuskrifari orðinn sjálfsskipaður talsmaður ,,Íslenskra villimanna" með tilheyrandi dissi: Hvað hafa þessar mögnuðu skepnur eiginlega gert Íslendingum til þess að verðskulda þessi svívirðilegu grimmdarverk! - Víst eru hvalir í útrýmingarhættu, er það ekki annars?
Þetta sama fólk gerir Bush Bandaríkjaforsetja að blóraböggli fyrir öllu slæmu í heiminum, hvort sem það er Írakstríðið eða ástarmál einkalífsins.
Loks þekkja grænmetisæturnar flestar einhvern sem fór til Íslands í sumar og var handtekinn á Kárahnjúkum fyrir róttækar mótmælaaðgerðir.
Dæmi um náunga sem fellur undir þennan flokk er Will nokkur, 23 ára Bandaríkjamaður sem starfar sem sjúkraflutningamaður í Nablus. Áður en hann kom til Palestínu bjó hann í litlu skýli á toppi risatrés í regnskógi Kaliforníufylki í Bandaríkjunum til þess að koma í veg fyrir að tréð yrði fellt af skógarhöggsmönnum. Þar hékk hann sleitulaust í hvorki meira né minna en eitt og hálft ár og hafði þá loks sigur!
Kjötæturnar eru frekar hinir forvitnu ferðalangar sem koma til Palestínu til þess að fræðast um ástandið á svæðinu. Fylgjast oftast aðgerðarlausir, eða í mestalagi haldandi á skrifblokk og blýant, með ýmsum uppákomum þar sem grænmetisæturnar stökkva til.
Undir þennan flokk falla svokallaðir eilífðarferðalangar. Fólk sem hefur verið að heiman í mörg ár, þvælst um öll heimsins horn og ,,lent í ýmsu".
Týpan er oft frekar róleg og mátulega værukær; eiginleikar sem koma sér vel á löngum ferðalögum.
Jason, þrítugur Breti, er gott dæmi um kjötætu. Hann hefur nánast bókstaflega heimsótt öll lönd í heiminum á síðastliðnum sjö árum. Til þess að fjármagna reisuna hefur hann selt fíkniefni í Bandaríkjunum, unnið við landbúnað í Danmörku og nú síðast kennt ensku í einkaskóla í Suður Kóreu.
Athugasemdir
já er bretinn svona gamall, mikið er hann unglegur.
ragnarr (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 16:03
Hvað borðar þú Egill?
kv.ammatutte
Helga R. Einarsdóttir, 17.12.2006 kl. 19:04
um hluta af þessu fólki talar gömul kona í brekkukotsannál þegar hún segir frá því að sonur hennar hafi lent í ferðalögum. sjálfur hitti ég talsvert af svona liði í jerusalem fyrir töttögö og fimm árum og það hefur greinilega ekkert breyst... -b.
bjarni (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 21:02
Já þessar grænmetisætur mættu lesa sér ögn betur til og ekki apa allt upp eftir vitleysingum sem vita ekki um hvað þeir eru að tala...
Hvalir eru ekkert ALLIR í útrýmingarhættu (allar tegundir þ.e.) en það er hinsvegar ekkert sem styður þá fullyrðingu að hann sé að éta allan fiskinn okkar þar sem t.d. Langreyðin er skíðishvalur og borðar þar af leiðandi ekki fiska. Svo er það heldur ekki hún sem er að éta ALLT svifið í sjónum okkar...
Þeim væri nær að veiða Hnísu eða Höfrung, það eru þær tegundir sem éta mest af fiski og eru að eyðileggja netin osfrv.... en þá held ég nú að allt yrði á endanum snarvitlaust
Kv,
Guðný Rut
Guðný Rut (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 22:44
segðu þessum grænmetum þarna úti bara að þessir hvalir eru bara að synda útí óvissuna, þeim líður betur sem mat á disknum okkar.
en egill, er þegar sunnlenska kemur seint til mín eitthvað verkefni sem the real hamas geta séð um ?
ragnarr (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 23:35
talandi um havaldveidar. hitti polskan green peace naunga sem uppljostradi miklum svikum samtakana. tannig er ad ar hver ganga undirskriftunarlistar medal felagsmanna tar sem tad skraer sig i hvalaskodunarfer, hvort sem tad aetlar eda ekki, en ef islenska rikid akvedur ad veida hvalveidar ad nyju eru allir green peace mennirnir afskradir a einu bretti: HUNDRUDIR FERDAMANNA AFBODA KOMU SINA, segir sidan i fjolmidlum daginn eftir. snidugt!?
egill (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.