21.10.2009 | 00:53
Bless, Selfoss!
Síðustu tvo mánuði hef ég verið það sem Kanar kalla búmmerangbarn; flutt að heiman en snúið óvænt aftur í foreldrahús misseri síðar.
Í fyrramálið flýg ég til Eþíópíu. Fer fyrst til London og þaðan er tíu tíma flug til Addis Ababa með millilendingu í Amman.
Hálfgerð óvissuferð, enn sem komið er, en ég er með nokkur ljósmyndaverkefni í huga ásamt því að ætla að finna Livingstone og upptök Nílar.
Bless, Selfoss - eina ferðina enn.
Á Ingólfsfjalli Mynd frá árinu 2007.
Athugasemdir
Góða skemmtun
Adam Hoffritz (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 09:58
Góða skemmtun Egill, hefði nú ekkert á móti því að vera á leiðinni til Eþíópíu, þú verður að vera duglegur að sýna okkur myndir! Farðu varlega :)
Kristín G (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 10:34
Það væri gaman að fá að fylgjast með þér. Góða ferð.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.10.2009 kl. 13:20
Góða ferð.
Helga R. Einarsdóttir, 21.10.2009 kl. 16:46
Góða ferð elsku bró.. Er sko alveg að drepast úr útþrá þessa dagana, þannig að jamm; ég öfunda þig!!!!! :)
Eva (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 19:06
Góða ferð Egill minn
Kristbjörg St. Gísladóttir (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 20:29
Vá en spennandi!! :)
Góða ferð og skemmtun! :)
Elín Rós :) (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 21:09
yay! hakunamatata. goda skemmtun kaeri vinur. :)
saeunn (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 05:28
ofursvöl mynd ! mikið ertu ljóshærður þarna
Ragnar Sigurðarson, 22.10.2009 kl. 13:01
Takk, takk fyrir kvedjurnar.
Thetta er ad sjalfsogdu ekki eg a myndinni, heldur ragnar golfari. afsakid brodir.
Egill Bjarnason, 23.10.2009 kl. 11:38
Góða ferð, verður spennandi að fylgjast með :)
Guðmunda Þóra Björg (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 11:18
snilld, Egill enn og aftur á ferð og flugi. Fylgist með þér hérna. og þetta er helvíti nett mynd af Ragnari
Kristófer Ari Te Maiharoa (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.