. - Hausmynd

.

Matur og drykkur (og dóp)

 Awassa

Eþíópía er ekki land fyrir grænmetisætu eins og mig - flesta daga vikunnar. Ég segi flesta, því að á miðvikudögum og föstudögum er „fastað". Þá borðar almenningur ekkert kjöt og matseðlar veitingastaðanna mér að skapi. Hina dagana eru einungis kjötréttir á boðstólnum. Jafnvel í morgunmat!

Annað sem kom mér á óvart var kaffimenning þjóðarinnar en Eþíópía ku heimaland drykksins. Ég átti einhvern vegin von á að þeir ræktuðu kaffi aðallega til útflutnings, eins og til dæmis Kenýamenn. Og hér er ekkert grín að hella upp á könnuna. Það verður að fylgja ákveðnu ritjúali við að mala og brenna. Samkvæmt hefðinni á að drekka þrjá litla kaffibolla í morgunsárið - með miklum sykri.

Þeir sem vakna ekki við þrjá bolla geta tuggið khad; laufblöð sem hafa örvandi áhrif á heilann og draga úr matarlyst. Samsvara líklega fjórtánföldum expressó.

Besti morgunmaturinn Nýveiddur fiskur úr Awasa-vatni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta eru nú næstum gullfiskar... ;)

Eva (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

frekar girnilegt

Ragnar Sigurðarson, 6.11.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband