7.11.2009 | 11:37
Afrekskona og klaufi í kirkju
Ríflega helmingur Eþíópíumanna eru frumkristnir. Þeirra menning er sú ráðandi í landinu, þó að múslímar séu litlu færri.
Raní, vinkona mín hér í Addis Ababa, bauð mér með í messu annað kvöld. Athöfnin var mjög frábrugðin - og þrisvar sinnum lengri! - en ég á að venjast og með smávegis ýkjum má segja að kirkjan hafi verið á stærð við Kringluna. Klaufinn ég afhjúpaði mína heiðni með því að signa mig vitlaust og fleira í þeim dúr.
Raní í messu Hún er atvinnumaður í spretthlaupi, þjóðarsporti Eþíópíumanna, og tilvonandi Ólympíufari. Athyglin var því öll á henni þegar við gengum til messu. Agætis tilbreyting.
Athugasemdir
Er nokkurt viðlit að komast einhesta milli Selfoss og Sómalíu? Mér sýnist þetta vera aldeilis óraleið.
Árni Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 14:26
Það er náttúrlega bara þú sem tekst að vingast við heimsfrægan spretthlaupara í Eþíópiú hehe
Ragnar Sigurðarson, 8.11.2009 kl. 21:43
Addis Ababa hljomar sporty !
saeunn (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 07:45
Ju, thad er vidlit ad komast einhesta - ef madur tekur hestinn med i flugvel.
Egill Bjarnason, 9.11.2009 kl. 13:40
Ótrúlegt hvað trúbrögð stjórna fólki mikið.. og hvað þetta er stór hluti í lífi hjá fólki.. máttir þú ekki taka myndir í kirkjunni? þær eru oft svo ótrúlega flottar!!
Fjóla =), 10.11.2009 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.