13.11.2009 | 07:59
Blogg af síðustu sort
Frá Addis Ababa til Harar er tólf tíma akstur. Hápunktur ferðarinnar er þegar bílstjórinn stoppar í vegasjoppu og farþegarnir borða beonette eða spagettí með tómatsósu.
Mín mestu mistök voru að fara á almenningssalerni staðarins ÁÐUR. Án þess að ætla út í smáatriði, þá vantaði talsvert upp á vottun frá Heilbrigðiseftirlitinu. Og hitinn þennan dag magnaði stækjuna.
Trúið mér. Ég hef verið á gistiheimili í krummaskurði í Afganistan þar sem útikamarinn var svo viðbjóðslegur að flestir gerðu þarfir sínar í dyragættinni.
Verði ykkur að góðu.
Athugasemdir
Klanið burt.
Íslendingar, í dag föstudag 13.11.2009, kl 12:00 tökum við mótmælastöðu fyrir utan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu, Hafnarhúsinu. Mætum öll.
Klanið burtSveinbjörn Ragnar Árnason, 13.11.2009 kl. 10:46
Ætlar nýtt Ísland að beita sér fyrir betri salernisaðstöðu í Eþíópíu? :D
Máni Atlason (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.