14.11.2009 | 14:22
Hótel með hýenuútsýni
Hann Egill fer á fætur við fyrsta hýenugól ...
Hýenuarnar í Harar hafa reyndar til þess aðeins látið í sér heyra um miðja nótt. Hótelstjórinn segir að þær komi á völlinn fyrir neðan herbergið mitt en ég held að það sé sölubrella og afsökun fyrir öllu hundagólinu.
Það ku gömul hefð bæjarbúa að halda hýenuhjörðinni góðri með fóðri. Menn þurfa því ekkert að óttast, ef þeir rekast á eina slíka. Eða svo segja þeir.
Hér heyrir maður fólk segjast elska hýenur, líkt og um ketti eða fiðrildi sé að ræða, en ekki forljótar hræætur. Allavega er mitt viðhorf til þeirra mjög mótað af Lion King.
Hýenuungi Rakst á hann fyrir tilviljun.
Athugasemdir
oj hyenur eru ekki falleg dyr, mjog vond vid ljonin i lion king!
hope all is going to the beat :)
saeunn (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 07:53
Leidretting: Eg sa hyenur fyrir utan gluggan i morgun. Fullt af theim - i felagi vid hraegamma.
Egill Bjarnason, 15.11.2009 kl. 12:01
Þú hefur fengið gott uppeldi hjá Lion King!
Elín Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 14:02
Það er samt misskilningur að hýenur séu heimskar því ég las einhversstaðar að þær hefðu gáfur á við suma prímata !
Ragnar Sigurðarson, 15.11.2009 kl. 20:54
mjá...
Eva (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 22:47
Ragnar, ert thu kominn i lid med Skara eda?
Egill Bjarnason, 18.11.2009 kl. 06:42
Mitt viðhorf til hýena er einnig mjög mótað af gerpinu honum Edda. Áfram Múfasa og Simbi!
Máni Atlason (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.