20.11.2009 | 16:57
Fallegasta fólk í heimi?
Það eru fleiri en Íslendingar sem gera tilkall til þess að eiga fallegasta fólkið. Fegurð Eþíópíumanna er goðsagnakennd.
Stór hluti Eþíópíumanna er ólíkur hinum dæmigerða Afríkumanni í útliti. Með ljósa húð, fíngert nef og hátt kynbein.
Þegar Eþíópíumaður, sem sækir um landvistarleyfi í Bandaríkjunum, þarf að merkja við kynþátt; evrópskur, asískur, rómanskur eða afrískur; skilar hann auðu, segir sagan.
Því ljósari, því fallegri er viðhorfið. Kunningi minn, sem rekur verksmiðju í höfuðborginni, segir að Eþíópíumenn" líti niður á svertingja án þess þó að viðurkenna slíkan rasisma.
Athugasemdir
Indverjarnir trúa líka á 'því ljósari, því fallegri' viðhorfið. Allar stelpur sem ég hef kynnst hingað til nudda lime í andlitið á sér eftir sólríkann dag í von um að losna við tanið á meðan ég mjaka á mig alovera í von um að FÁ tanið hehe ! Og Garnier auglýsir 'lighter skin' krem um allt, sjö daga ferli sem á að lýsa húðina um fimm tóna vúhúú!
sæunn (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 17:09
absúrd ástand.
Egill Bjarnason, 20.11.2009 kl. 20:08
Her hef eg sed thaetti i sjonvarpinu um konur semthvo krokkunum sinum i klor til ad lisa hudina eg bara trudi ekki minum augum ne eyrum UGGGGHHH.Allt bara ut af hudliti.
Ásta Björk Solis, 21.11.2009 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.