18.11.2009 | 06:40
Túristi 316
Sómalía skiptist í þrjú sjálfstjórnarhéröð; Sómalíu, Púntland og Sómalíland. Sómalía er samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hættulegasti staður jarðar og stjórnvöld ráða einungis yfir nokkrum götum í höfuðborginni Mogadissjú. Ástandið er skárra í Púntlandi en meðfram ströndum þess sigla alræmdir sjóræningjar. Svo er það Sómalíland. Það er kannski ekkert Disney-land en öryggisástandið er í sóma. Og þangað er ég farinn - sem túristi númer 316.
Fyrsta myndin frá Sómalílandi Ljósmyndari er hirðingjastelpa sem ég veit ekki hvað hetir. Ég veit heldur ekki afhverju ég er svona asnalegur.
Athugasemdir
hughreystandi.þú ert ágætur. keyptu þér piparsprey og farðu varlega minn kæri!
sæunn (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 07:10
316 - á árinu Egill! Það er ekki mjög traustvekjandi, rétt svo einn á dag.
Bjarni Harðarson, 18.11.2009 kl. 19:58
Sæll
las smá um Sómalíland og það sem þú getur gert þar. Þar eru víst hellamyndir sem voru málaðar fyrir um 11 þús. árum. Hellasvæðið heitir http://maps.google.com/maps?ll=9.6,44.116667&spn=0.1,0.1&t=h&q=9.6,44.116667 og er í vestur-sómalílandi http://maps.google.com/maps?ll=9.6,44.116667&spn=0.1,0.1&t=h&q=9.6,44.116667. http://en.wikipedia.org/wiki/Laas_Gaal.
held samt að þetta sé ekki eitthvað sem þú ert spenntur fyrir hehe
Ragnar Sigurðarson, 19.11.2009 kl. 18:44
Ragnar þú veist það vel ef að fleiri en 10 hafa komið á staðinn yfir árið að skoða þá er hann ekki fyrir egil
Arnþór (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 23:09
þú ert ótrúlegur! tæki ofan af fyrir þér væri ég með hatt:)
Helga Björk (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 11:17
Sko ... Sómalíland gefur út eigin vegabréfsáritanir. Það er snúið að fá slíka. Aðalstaðurinn er Addis Ababa en það er líka hægt Djibútí og á skrifstofu í London. Þessi tala, 316, miðast við útgefin túristavísa frá upphafi en það fer tvennum sögum af því hvenær var byrjað að telja ... Sjá hér.
Egill Bjarnason, 20.11.2009 kl. 17:09
halló halló ertu búinn að minnka um 7 númer????!
Eva (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 01:09
Ég var samt feitasti maðurinn í Eþíópíu!
Egill Bjarnason, 22.11.2009 kl. 15:50
Sæll Egill.
Þetta er áhugavert ferðalag hjá þér og ég er spenntur að fylgjast með.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 24.11.2009 kl. 04:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.