. - Hausmynd

.

Túristi 316

 Abaarso

Sómalía skiptist í þrjú sjálfstjórnarhéröð; Sómalíu, Púntland og Sómalíland. Sómalía er samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hættulegasti staður jarðar og stjórnvöld ráða einungis yfir nokkrum götum í höfuðborginni Mogadissjú. Ástandið er skárra í Púntlandi en meðfram ströndum þess sigla alræmdir sjóræningjar. Svo er það Sómalíland. Það er kannski ekkert Disney-land en öryggisástandið er í sóma. Og þangað er ég farinn - sem túristi númer 316.

Fyrsta myndin frá Sómalílandi Ljósmyndari er hirðingjastelpa sem ég veit ekki hvað hetir. Ég veit heldur ekki afhverju ég er svona asnalegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hughreystandi.þú ert ágætur. keyptu þér piparsprey og farðu varlega minn kæri!

sæunn (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 07:10

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

316 - á árinu Egill! Það er ekki mjög traustvekjandi, rétt svo einn á dag.

Bjarni Harðarson, 18.11.2009 kl. 19:58

3 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Sæll

las smá um Sómalíland og það sem þú getur gert þar. Þar eru víst hellamyndir sem voru málaðar fyrir um 11 þús. árum. Hellasvæðið heitir http://maps.google.com/maps?ll=9.6,44.116667&spn=0.1,0.1&t=h&q=9.6,44.116667 og er í vestur-sómalílandi http://maps.google.com/maps?ll=9.6,44.116667&spn=0.1,0.1&t=h&q=9.6,44.116667. http://en.wikipedia.org/wiki/Laas_Gaal.

held samt að þetta sé ekki eitthvað sem þú ert spenntur fyrir hehe

Ragnar Sigurðarson, 19.11.2009 kl. 18:44

4 identicon

Ragnar þú veist það vel ef að fleiri en 10 hafa komið á staðinn yfir árið að skoða þá er hann ekki fyrir egil

Arnþór (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 23:09

5 identicon

þú ert ótrúlegur! tæki ofan af fyrir þér væri ég með hatt:)

Helga Björk (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 11:17

6 Smámynd: Egill Bjarnason

Sko ... Sómalíland gefur út eigin vegabréfsáritanir. Það er snúið að fá slíka. Aðalstaðurinn er Addis Ababa en það er líka hægt Djibútí og á skrifstofu í London. Þessi tala, 316, miðast við útgefin túristavísa frá upphafi en það fer tvennum sögum af því hvenær var byrjað að telja ... Sjá hér.

Egill Bjarnason, 20.11.2009 kl. 17:09

7 identicon

halló halló ertu búinn að minnka um 7 númer????!

Eva (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 01:09

8 Smámynd: Egill Bjarnason

Ég var samt feitasti maðurinn í Eþíópíu!

Egill Bjarnason, 22.11.2009 kl. 15:50

9 Smámynd: Sigurjón

Sæll Egill.

Þetta er áhugavert ferðalag hjá þér og ég er spenntur að fylgjast með.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 24.11.2009 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband