. - Hausmynd

.

Þakkir til sveðjumannsins

Arba Minch

Ég myndi frekar vilja mæta öskrandi manni með sveðju en öskrandi apa með bambus.

Hugsaði nákvæmlega þetta á meðan ég hjólaði eftir stíg í átt að krókódílabúgarði við Arba Minch og varð stöðugt var apa og villisvín en líka dádýr.

Ég veit ekkert um árásarhneigð dýra. Af kynnum mínum við apa, hefur mér þótt þeir mikil ólíkindatól. Fólk er fyrirsjáanlegt, ekki eins hvatvíst og bítur yfirleitt ekki.

Viti menn. Á heimleiðinni stoppaði ég á bómullarakri til þess að smella einni mynd. Áður en ég vissi af, var ég umkringdur forvitnu fólki. Verkstjóranum líkaði drollið illa og hrakti skrílinn burt með öskrum og sveðju á lofti.

Með sveðju og í Kiss-bol En samt alveg ágætis náungi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll Egill.

Eru dæmi þess að verkstjórar þurfi raunverulega að beita sveðjunni?  Annars eru þetta ansi áhugaverðar myndir hjá þér.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 25.11.2009 kl. 18:59

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Skemmtilegir pistlar hjá þér. 

Í haust fór ég í apadýragarð þar sem voru fjölmargar apategundir og komst þá að raun um að ekki eru apar sama og apar.  Margar tegundir eru gæfar og ljúfar í umgengni á meðan aðrar tegundir eru mannýgar.  

Ég mæli með banana í vasann í næsta hjólreiðatúr.

Anna Einarsdóttir, 25.11.2009 kl. 20:52

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lífið er greinilega töluvert öðruvísi hjá þér heldur en okkur hér heima á Selfossi, farðu varlega og komdu heill heim 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.11.2009 kl. 12:20

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Stórkostlegar myndir og einstaklega flottar og vandaðar lýsingar hjá þér !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 3.12.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband