. - Hausmynd

.

Lög og della

Jijiga 

Ég hafði ekki planað að heimsækja lögregluna síðasta kvöldið í Eþíópíu. En það breyttist þegar ég slysaðist til að taka mynd af umferðalögreglunni í Jijiga. Umferðalögreglunni!

Í kjölfarið neyddist ég til að fylgja fjórum löggum út á stöð til þess að „útkljá málin" hjá varðstjóranum. Verra var að hann talaði enga ensku.

Eftir að hafa yfirfarið vegabréfið mitt í hálftíma, hélt ég að allt væri chikkarelle. Samt þurfti ég að bíða lengur. Eftir hverju?

Það kom í ljós þegar jeppi renndi í hlað og út steig maður um þrítugt, klæddur í Addidas-galla. „Þú ert ábygglega að bíða eftir mér," svaraði hann eftir að ég hafði rakið raunir mínar. Og þú ert? „Ég er bæjarstjórinn."

Núna fór ég að hafa húmor fyrir þessu.

Jijiga er ekkert krummaskurð. Íbúafjöldinn er á við Ísland. En túristar eru sjaldséðir, sem afsakar máski viðbrögð lögreglunnar.

Bæjarstjórinn ritskoðaði myndirnar af umferðalöggunni, baðst afsökunar á bullinu og bauð mér út að borða í sárabætur.

Auðvitað þáði ég það.

Jijiga Heimsóknin á lögreglustöðina tók óvænta stefnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtilegt, allavega svona eftirá.  Farðu vel með þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2009 kl. 11:35

2 identicon

hahah í hverju lendir þú ekki?

sæunn (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 19:26

3 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

2 mánuðir úti án lögguvesens, er það ekki nýtt met hjá þér ? hehe

Ragnar Sigurðarson, 21.11.2009 kl. 20:16

4 identicon

hahaha bið að heilsa bæjarstjóranum ef hann hringir í þig ;)

Eva (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 01:27

5 identicon

Vó, veit ekki alveg hvernig, en það var alveg búið að fara framhjá mér að þú værir í Eþíópíu! Kraumar aðeins í öfund hérna megin verð ég að segja..

Dóra Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 17:35

6 Smámynd: Fjóla =)

ekki slæmt að borða með bæjarstjóranum!

Fjóla =), 23.11.2009 kl. 15:20

7 Smámynd: Sigurjón

Sæll Egill.

Þetta kalla ég að lenda í ævintýrum!  Strokaði bæjarstjórinn út myndirnar af löggunni?

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 24.11.2009 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband