23.11.2009 | 06:33
Einhæfar yfirherslur
Næst þegar ég gef til UNICEF, ABC eða álíka barnahjálpar verður það með einu skilyrði:
Að peningnum verði ekki varið í kenna krökkum að segja What´s your name? How are you? og Where are you from?
Ágengir spyrlar Hvað heitirðu!?" Egill." Hvað heitirðu?!?!" Egill!!!" Hvað ..."
Athugasemdir
Allstaðar eru börnin eins. Það er allavega einn þarna í hópnum með djúpan áhuga á ljósmyndatækninni. Þessi þarna annar frá hægri.
Þarna eru æskuvinir á ferð eins og æskuvinir okkar. Þesskonar vinátta, sem er svo heil og skemmtileg, en rjátlar svo alltof snemma af okkur alvörugefnu og sjálfhverfu fólki.
Þakka þér fyrir þessar skemmtilegu myndir og frásagnir. Alltaf góður árbítur fyrir andann að kíkja hér við hjá þér.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2009 kl. 07:46
...sætir og forvitnir krakkar:)
Elín Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 10:29
hahaha.. en fyndið..!
Fjóla =), 23.11.2009 kl. 15:17
ég kannast við þetta! ég fer inn á nýtt munaðaleysingjaheimili daglega núna í viku og fæ börnin alltaf hlaupandi á móti mér argandi 'whats your name. how are you. where are you from' í kappi við hvort annað. þessar þrjár spurningar eru á repeat í sirka hálftíma hahah. :)
sæunn (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 18:16
hahah já .... mikið um þetta líka í Palestínu. Krakkanir kunna eflaust ekkert annað en eru mjög stollt af því sem þau kunna ... mjög!
Yousef (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 16:31
Á Íslandi er þessu öðruvísi farið. Börn hlaupa ekki að útlendingum, því það er fyrir löngu búið að innprenta hjá þeim heima í sveitinni að útlendingar séu vondir.
Þetta er reyndar ekki rétt hjá mér. Hér um árið hlupu börn til og gerðu aðsúg að ungu gyðingapari í Reykjavík. Maðurinn var með "kollhúfu" gyðings. Hann skrifaði um þessi skrílslæti íslensku barnanna, sem alin eru upp í einu menntaðasta ríki heimsins.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.11.2009 kl. 08:25
Islensk born eru greinilega bullandi anti-semetic!
Egill Bjarnason, 26.11.2009 kl. 15:30
Nei, börn gera það sem fyrir þeim er haft. Það eru margir fullorðnir sem eru bullandi "anti-Semitic".
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.11.2009 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.