1.12.2009 | 07:23
Bóhemar í Berbera
Sómalar hér í Berbera eru bóhemar. Dagurinn líður á testofunum og menn lifa fyrir líðandi stund. Lítil atvinna og mikill hiti spilar stóran þátt en væntanlega hafa þrettán ár af borgarastyrjöld líka breytt hugsunarhætti fólks.
Tímaskyn fólks er gjörsamlega absúrd. Náungi sem ætlaði að aðstoða mig sagði: Hittu mig við bensínstöðina. Ég gekk á eftir ákveðinni tímasetningu. Loks sagði hann: Seinnipartinn ...
Jú, hann kom klukkan fjögur - daginn eftir!
Smalarnir gera það líka Eins og ég segi; í Sómalílandi er mikið gert af því að hanga.
Athugasemdir
hahaha snilld.. hef aldrei pælt í afrísku bóhemlífi.. sem er svo sannarlega útbreitt ;D
Eva (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.