2.12.2009 | 05:54
Villikettir á veitingastaðnum
Einn morgun í Berbera sat ég saup te á veitingastaðnum mínum og fylgdist með einum þjónum bera burt diska. Næst sá ég hann bera flösku af bensíni inn í matsalinn ...
Eldsneytinu úðaði hann rösklega á gólfið og augun í mér stækkuðu um helming. Ég snéri hendinni í hálfhring, sem er táknmál fyrir allt sem byrjar á orðinu hvað - Hvað ertu eiginlega að gera?
Þetta fælir flugurnar."
Þeir eru skemmtilega praktískir þessum fiskveitingastað við höfnina. Til dæmis fá villikettir að valsa um og því hefur maður engar áhyggjur af því að missa bita í gólfið. Voða krúttlega. Ekki alveg. Kettirnir reyna komast upp á borð eða horfa fimm talsins bænaraugum á mann borða ljúffengan fiskinn.
Morgunmatur Pönnukökur með sykri!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.