18.12.2009 | 09:04
Daður frá huldukonu
Jemenskar konur eru huldar svörtu frá toppi til táar, meðsmá rifu fyrir augunum.
Rétt eins og karlmenn og börn, mæna konur á mig,útlendinginn, á götum úti.
Að gamni, mæti ég stundum augnaráðinu; horfi snöggt, enkurteisilega, beint í augu þeirra.
Forvitnilegu augun líta flóttalega undan og horfa eftirleiðisniður á gangstéttina.
En í gær snéri ungleg kona á mig.
Ófeimin fylgdi hún mínu augnaráði eftir og þegar að viðmættumst, gangandi í sitthvora átt, blikkaði hún hægra megin!
Ég sagði ekkert en hugsaði:
Þetta land er að verða of líbó.
Eina kvenmannsmyndin Ég þurfti að leggja mig allan fram viðað ná mynd af þessari giftu, óléttu konu. Hún hafði gaman af en var greinilegahrædd um að einhver sæi til okkar.
Athugasemdir
Hvar ertu í Jemen?
Svoltið "útópískt" þjóðfélag ekki satt? ég var 1 ár Jemen nánar tiltekið í Mukalla
Og sammálla þér í því að heimamenn eru einstaklega getrisnir
Arnbjörn (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 11:29
Hvað gerir maður í eitt ár í Mukalla? Er í Sanaa einmitt núna og hef aðallega verið fjöllunum vestan höfuðborgarinnar, Manakka, Kókóban ofl, en ekki í austri. Það er svolítið vesen að komast þangað núna frá Aden.
Egill Bjarnason, 18.12.2009 kl. 11:49
Von að þú spurjir....
En ég var að byggja upp fiskvinnslu þarna. Ef þú átt leið um Hadramaut svæðið, skora ég á þig að fara til Sibam, órúlega flottur bær, 6-7-8 hæða hús eingöngu byggð úr leir, heimamenn segja að þetta sé fyrstu háhýsi sem voru byggð, einnig láttu vita ef þú át leið um Mukalla
á góða vini þar sem tækju örugglega vel á móti þér
Arnbjörn (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 13:42
ulala !
hafdu tad gott kaeri vinur :)
saeunn (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 14:10
Góðar lýsingar, Egill. Ég les reglulega, takk fyrir mig!
Jón Þ. (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 15:38
Takk fyrir það Arnbjörn. Ég ákvað að sleppa Hadramaut vegna þess að vegurinn þangað er lokaður ferðamönnum. Það er annaðhvort að fljúga eða taka krókaleið dauðans.
Egill Bjarnason, 19.12.2009 kl. 09:51
Skil þig vel, erfitt að fara á milli staða vegna vegatálma, annars var ég á mínum eigin bíl og keyrði tölvert um, en það er ekkert sérstaklega gaman að vera með tvo alvopnaða "gatt" tyggjandi menn í afturætinu ef ég fór eitthvað frá Mukulla
Arnbjörn (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.