20.12.2009 | 09:15
Samið um systur mína
Brúðargjöld koma við sögu í öllum löngum samtölum sem ég við Jemena enda líta þeir nánast á lífið sem fyrir og eftir brúðkaup.
Hér í höfuðborginni Sanaa þarf brúðguminn að punga út um fimm þúsunddollurum, engu smáræði miðað við launakjör.
Á spjalli við veitingamann á dögunum, sagði ég að eiginkonur kostuðu ekki neitt" á Íslandi. Áður en mér tókst að útskýra það nánar greip hann frammí:
Hvað áttu margar systur?!"
Ég lét Evu systur vita af þessu óformlega bónorði frá manninum sem matreiðir afbragðs fuul.
Er opin fyrir öllu, peningar eru þó skilyrði, láttu mig vita," var hennar svar.
Samningaviðræður eru hafnar.
Eva í Kenýa Þá bauð Afríkumaður úlfaldahjörð fyrir hönd hennar en af einhverjum fáránlegum ástæðumvar ekki gengið að því rausnarlega tilboði.
Athugasemdir
Hún er svo miklu meira virði...
Elín (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 12:58
...hver fær peninginn!
Bjarni Harðarson, 20.12.2009 kl. 13:18
Mér finnst nú að pabbi ætti að fá helminginn!!!
Sunneva Björk Helgadóttir (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 00:25
ja, fadirinn faer helminginn og rest fer i ad halda tveggja daga brudkaupsveislu.
Egill Bjarnason, 22.12.2009 kl. 05:55
skart og fot handa brudurinn er lika stor thattur.
Egill Bjarnason, 22.12.2009 kl. 05:56
Bekkjarbræður mínir reyndu líka að selja mig í Jalqamuus, Palestínu. Hæsta boð var ekki nema sex og hálfur úlfaldi. Því tilboði var ekki tekið.
Inga Auðbjörg (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.