. - Hausmynd

.

Fýluferð númer tvö

 Jemen

Í Sanaa, höfuðborg Jemen, er lögreglustöð fyrir ferðamenn. Þangað verð ég að sækja um leyfi fyrir öllum mínum ferðum, sjálfsagt til þess að túristar séu ekki að álpast inná átakasvæði.

Í fyrradag nældi ég mér í eitt slíkt og hélt síðan út á rútustöð. Þar eru að vísu engar rútur, bara átta sæta fólksbílar sem leggja af stað um leið og farþegarnir eru orðnir tíu. Það tekur yfirleitt ekki nema hálftíma, klukkutíma.

Þennan dag beið ég hins vegar í þrjá klukkutíma eftir fleiri farþegum til fjallaþorpsins Manakka. Ekki sem verst, úr því að ég var að lesa East of Eden eftir Steinbeck.

Myrkrið var fyrir löngu skollið á, þegar leigubíllinn ók að fyrsta vegatálmanum á leiðinni til Manakka. Þar þurfa ferðamenn að framvísa fararleyfinu.

Og þar lauk minni bílferð. Hermennirnir skipuðu mér að snúa aftur til Sanaa.

Þetta var fýluferð númer tvö í Jemen. Í fyrra skiptið vegna þess að hermennirnir kunnu ekki að lesa en í þetta sinn vegna þess að þeir kunnu að lesa. Þeir gátu lesið á arabísku, að samkvæmt leyfinu var ég frá Írlandi en veifandi vegabréfi frá óþekktum stað.

Hendi þetta í þriðja sinn mun ég íhuga alvarlega að ganga til liðs við uppreisnarhópa þessa lands sem ég veit að deila viðhorfum mínum til stjórnsýslunnar. 

Áfangastaðurinn Manakka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ég held að þetta séu ofsóknir vegna Icesave...

Bjarni Harðarson, 22.12.2009 kl. 19:06

2 identicon

Kærar kveðjur til Jemens - ef það getur komið þér að gagni, getur þú talað við Universal Touring Company og biðja þar um að tala við Mohammed, sem hefur verið gæd fyrir íslensku hópana sem hafa farið þangað. Ég hef ekki símanr (það eina er +967 1 344454 eða 3444057 en það gæti verið Airport Office þeirra) eða tölvupóst en þeir eru vel þekktir - stundum getur svona kontakt leyst einvherja hnúta.  Mohammed er snillingur, 7 barna faðir og alfróður, hann hefur akkúrat lent í því að ljúga Íslendinga vera frá Írlandi því fréttir af Icesave frá Íslandi hafa ekki borist þangað !! Ég bið að heilsa honum ef þú nærð sambandi. Og gleðileg Jól í Jemen!! Ef þú hefur tækifæri til að fara til Socotra eyjarinnar, ekki láta það fara framhjá þér :-) Góða ferð áfram.

Dominique (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 21:06

3 identicon

ansans! eg hef lent i tessu lika, ad folk heyri ireland en ekki iceland tegar eg er spurd hvadan eg se. en goda ferd afram og rosa mikid gledileg jol! vonandi gengur allt superb. eg er farin up north, airport taxi er kominn. ciao !

saeunn (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 02:12

4 Smámynd: Egill Bjarnason

Bestu þakkir Dominique. Fyrir utan þessi leiðindi, lenti ég ekki í neinu öðru veseni í Jemen.

Egill Bjarnason, 27.12.2009 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband