23.12.2009 | 12:45
Arabíska
Jemen er kjörinn staður til að læra arabísku (eða æfa færni í actionary). Enskukunnátta heimamann er nefnilega engin.
Eftir að mér áskotnaðist vasaorðbók, hef ég reynt að bæta markvisst við orðaforðann.
Um daginn ætlaði ég slá um mig á veitingastað og sagði við þjóninn: Kjúklingur. Hálfur. Hrísgrjón. Takk."
Hann kom að vörmu spori - með rjúkandi sviðahaus!
Hausinn var þó allavega hálfur.
Athugasemdir
Haha.. shit hvað þetta er fyndið :D Mannstu þegar við fórum á fyrsta restaurantinn í Kenýa og báðum um eitthvað þjóðlegt og fengum garnirnar...........
Eva (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 14:35
Segir bara.. Wahed faruj! Sem þýðir steikur kjúklingur ;)
Aron Björn Kristinsson, 24.12.2009 kl. 04:07
Gleðileg jól!
Þorsteinn Briem, 24.12.2009 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.