. - Hausmynd

.

Aðfangadagskvöld í Jemen

Jemen 

Þegar klukkan sló sex á aðfangadag var ég að rölta úr jemensku brúðkaupi með kjaftinn fullan af khat.

Khat eru sljógandi laufblöð, jórtruð af Jemenum daginn út og daginn inn.

Og sérstaklega í brúðkaupum. Það fer heill dagur af veislunni í það eitt að tyggja khat.

Ég lenti fyrir algjöra tilviljun í veislunni. Var á röltinu og sá hóp manna dansa með hnífa á lofti utandyra. Mér var um leið tekið eins og ættarlauk.

Þegar ég snéri aftur á hótelið voru Múhameð vert og félagar byrjaðir að troða upp með sínum þjóðlegu dönsum undir söng og trumbuslætti. Mjög búsáhaldabyltingarleg tónlist.

Lengst af var ég eini gesturinn á hótelinu en nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað örlítið yfir hátíðarnar er tilefni til að dansa og syngja öll kvöld.

Gallinn er, að þegar húsbandið kemst í ham, þá veit það aldrei hvenær á að hætta. Eftir klukkutíma er manni farið að lýða eins og gísl á kínverskri karíókíkrá.

Meiri jólin.

Jórtrað í brúðkaupi Khat-plantan er jólatréð í ár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Egill og gleðileg jól. Ég er bara "kona úr austurbænum" sem datt inn á bloggið þitt í kvöld, ég ætla að fá að þakka þér fyrir vel skrifaðar og skemmtilegar færslur, og stórkostlegar myndir.  Megi gæfan fylgja þér á ferðum þínum.

Sigurlaug Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband