Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
austurlandaegill
Sæll Egill, leit í fyrsta sinn í dag á sídurnar thínar, flott! Myndirnar stórkosslegar! Til hamingju med thetta og afmælisdaginn! Gangi thér vel. Kær kvedja Barbara- Bremen Thyskalandi
Barbara Gunnlaugsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 13. feb. 2011
Afmæliskv.
Sæll frændi, Þar sem þú átt afmæli í dag langar mig að senda mínar hamingju óskir héðan frá Kóngsins Danaveldi þar sem ég nú við smíðar í Köpen. Vona að þú fáir kökku og afmælissöng :) P.s hvað er frændi nú gamall ?? :) Kv. Hákon
Hákon Páll Gunnlaugswson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 13. feb. 2011
snillingur
sæll Egill ég hef alltaf annað augað á síðunni hjá þér, ákvað að kvitta fyrir sem sönnun
kristó (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 11. feb. 2011
Kvitterí
Hæ Egill, ég vildi bara kvitta fyrir mig því annars líður mér eins og laumulesara.. ;) Æðislegar myndir, skemmtilegt blogg og endalaust ævintýri :) Ég held áfram að fylgjast með þér, kveðja Silja.
Silja Sif Lóudóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 9. feb. 2011
Snillingur
Þú ert snillingur, Austurlandaegill, ekkert annað en snillingur! Og hafðu það. Sveinn Rúnar
Sveinn Rúnar Hauksson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 3. feb. 2011
...
Sæll, vildi bara kvitta, hef alltaf lesið bloggið þitt reglulega síðustu ár en var nú að lesa upp alveg helling. Ótrúlega spennandi ferð, skemmtilegar færslur og frábærar myndir. Takk fyrir mig og góða ferð áfram! Kv, Erna frá Flúðum
Erna (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 26. jan. 2010
Hrafnhildur M
Barað kvitta fyrir mig. Flott blogg - Flottar myndir! GamanGaman:)
Hrafnhildur Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 25. jan. 2010
Titill
sæll egill. átt alltaf eftir að kvitta. það var snilld að geta kíkt hingað inn á stutt og skemmtileg blogg í próflestrinum í desember.
Jón Páll (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 5. jan. 2010
Áhugaverðir pistlar
Sæll Egill Dett alltaf öðru hverju inn á bloggið og les mig þá nokkra daga aftur í tímann. Alltaf áhugavert og skemmtilegt að lesa færslurnar og skoða myndirnar! Kv. frá sunnlendingi
Kristín Ósk (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 9. des. 2009
Kvitt
Lenti hér fyrir tilviljun og er alveg gagntekin af ljósmyndum þínum og skrifin gefa skemmtilega og lifandi lýsingu á áður óséðum kimum hnattarins! Kem til með að fylgjast með og varð því að kvitta! Bestu kveðjur :-)
Heba Pé (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 22. nóv. 2009
Skemmtilegt blogg!
Fara núna rétt í þessu að kynnast þessu frábæra og fróðlega bloggi. Hef aðeins kíkt á Rúanda og varð strax heilluð að þessari heimsálfu og fólkinu þar. Megum við fá meira að heyra!
Hildur Harðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 19. nóv. 2009
Amma
Fylgjumst með þér og erum ánægð hvað þér líka vel Gaman að myndunum - þvílíkur munur eftir " leiðréttingum " Er fari að missa þýskustundir okkar en hugga mig með komandi Íslandhringjum. Afi héld lítið upp á afmælið hans í dag . Fór að gelda í staðin fyrir að nóta sólstólinn sem ég gaf honum. reyndar var nú ekki mikið sól í dag en sammt mjög gott veður. Hafðu það gott ! Bestu kveðjur
Renata Viljhálmsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 11. júní 2009
Frábærar Myndir
Sæll Egil, Takk fyrir að deila með mér og öðrum þessar frábæru myndir sem þú hefur tekið á ferðalögum þínum. Öfundsverð reynsla sem þú hefur aflað þér. Gunnar Örn Ólafsson
Gunnar Örn Ólafsson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 28. maí 2009
Gleðilegt ár, kæri félagi!
Þakka þér fyrir síðast, á Lækjartorgí fyrradag. Var að leita að ljósmyndum af útifundinum á þinni Facebook-síðu og síðan hér. Leita næst á sunnlenska.is. Þurfum að hittast fljótt aftur, helst á morgun.
Sveinn Rúnar Hauksson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 1. jan. 2009
...
Sæll Egill. Það er virkilega gaman að fylgjast með ferðum þínum, hef gert það síðan þú varst í palestínu um árið. Þangað fór ég sjálf fyrir 3 árum og stefni að því að kanna þennan landshluta betur við fyrsta tækifæri. Það væri gaman ef þú þekkir eitthvað til að fá að vita hvernig kvenmanni myndi vegna sem ferðamanni á þessum slóðum?
Ester (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 27. apr. 2008
Góð og fræðandi bloggsíða
Sæll Egill. Ég les alltaf bloggið þitt reglulega og hef lært heilmikið af því. Þú ert einstakur ungur maður og þakka þér kærlega fyrir að leifa öllum að fylgjast með þér. Ég sakna þess þó að geta ekki séð myndirnar þínar lengur. En þú segir svo vel frá að það næstum því kemur ekki að sök :) Bestur þakkir og kærar kveðjur, Hanna
Hanna, fim. 10. apr. 2008
er að fylgjast með
Sæll datt inná síðuna þína fyrir nokkru síðan og er búinn að skoða allar færslur frá þér, líka síðan í palestínu. virkilega góður og skemtilegur penni!!! Svo eru myndinar hjá þér mjög flottar Kv. óli hall
óli (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 16. feb. 2008
Gagn og gaman
er að fá að fylgjast með ævintýrum þínum- enðá meira með myndefninu. Kveðja amma
Renata Vilhjálmsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 21. jan. 2008
Gangi þér vel félagi!
Hæhó, gaman að fylgjast með þér og þínum skrifum. Þín verður saknað í stjórninni. Gangi þér vel og megi ferðin verða stórfengleg og lærdómsrík. Kveðja, Eva
Eva Einarsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 21. jan. 2008
Sæll.
Þótti ekki annað við hæfi en að setja einhverja fangamarkstafi HÉR. E. H.
Eiríkur Harðarson, mán. 3. sept. 2007
heyhey
þetta eru rosalega flottar myndir og vekja mann til umhugsunar. Góð umfjöllun til þess að opna augu almennings fyrir lífi allra sem búa þarna. Og já ég vildi bara segja þér að ég hef ekki komið á msn vegna þess að ég hennti því af tölvunni minni. Heyri vonandi í þér seinna!:) Kv. Brynhildur
Brynhildur (Óskráður), fös. 20. apr. 2007
hæ
Rakst á síðuna og vildi kvitta. Áhugavert og merkilegt blogg. Hef sjálf komið að landamærum Palesítinu og Indlands og það var lífsreynsla útaf fyrir sig get varla ýmindað mér hvernig þetta var hjá þér. Góðar myndir. Myndir lýsa oft svo miklu meira en er hægt að seigja í orðum. Kveðja Sirrý
Sigríður Ólöf Ríkharðsdóttir (Óskráður), mán. 19. mars 2007
Hæbb..
Hæhæ! Vildi bara kvitta fyrir komuna þar sem það er nú almenn kurteisi að láta vita af sér!:) Þú kemur mér virkilega á óvart og það er gaman að sjá svona mikla stórhuga í þessum litla heimi!:) Hefði gaman af því að spjalla við þig við tækifæri..! Kveðja, Supriya
supriya (Óskráður), mið. 7. mars 2007
Gott hjá þér
Sæll ég heiti Finnbogi Vikar og hef sjálfur farið til Palestínu. Það var ógleymanleg lífsreynsla. Ég vil þakka þér fyrir þessa blogsíðu, því ég hef legið yfir henni síðan ég fann hana. Þú ert góður penni og ef þú vilt fara einhvern tíman aftur þá er ég meira en tilbúinn að stökkva með. Ég vil fara aftur og er með nokkrar hugmyndir sem ég vil segja þér frá og kanna hvað þér finnst um þær. Síminn minn er 861-7455. Ég er búsettur í Hveragerði og stunda nám í Háskólanum á Bifröst. Endilega hafðu samband. Kær kveðja Finnbogi Vikar
Finnbogi Vikar (Óskráður), fös. 22. des. 2006
Kveðja frá Stökubústjóra
Gott er að fá fylgjast með þeim er huginn hefur, þannig fjölgar þeim. Reyndar virðist líka fjölga kúgurunum. Góða heimkomu. Kveðja frá Inga Heiðmari
Ingi Heiðmar Jónsson (Óskráður), fös. 15. des. 2006
Fínn spegill - Egill
Dáist að þeim sem þora, vilja og gera! Taka afstöðu vegna vitneskju og meðvitundar. Þú ert fínn spegill - Egill! Baráttukveðjur Birna Þórðar
Birna Þórðardóttir (Óskráður), mið. 13. des. 2006
Sæll Egill
áhugavert átti þetta að vera. Og vil bæta við að síðan er einkar fróðleg og væri óskandi að fleiri opnuðu augun, því ástandið þarna kemur okkur öllum við.
Helgi Héðins (Óskráður), lau. 9. des. 2006
Sæll Egill
Er búinn að lesa þessa síðu hjá þér og ákvað að kvitta. Finnst þetta athugavert og flott framtak hjá þér.
Helgi Héðins (Óskráður), lau. 9. des. 2006
ferðablogg
Sæll Egill. Ég er blaðamaður á Morgunblaðinu. Við í Ferðablaði Morgunblaðsins erum að birta úr ferðabloggum fólks sem er á ferðalögum um heiminn. Megum við nota þitt í smá dálk hjá okkur? kv. Jóhanna Ingvarsdóttir join@mbl.is
Jóhanna Ingvarsdóttir (Óskráður), fös. 8. des. 2006
%u062B%u0648%u0631%u0629 %u062D%u062A%u0649 %u0627%u0644%u0646%u0635%u0631
Sæll vertu, það mátulega athyglisvert að lesa þetta hjá þér. Vissulega ferðu eftir einu ósk palestínumanna, að láta orðið ganga. Segja fólki frá harmsögu þeirra. Sjálfur var ég þarna síðasta sumar, og fékk hryllingin beint í æð, í takt við yndislega gestrisni heimanna. Ég ætla ekki að segja þér að fara varlega, því að þú værir ekki þarna nema að þú vissir hvað þú værir að gera. Kv, Gummi.
Gummi (Óskráður), fim. 23. nóv. 2006
Gangi þér vel og farðu varlega.
Ég rakst inná síðuna þína og ég verð að segja að þetta hljómar mjög spennandi og ég vona að þér gangi bara sem allra best og farðu varlega... Sé þig svo vonandi með myndavelina á annan í jólum ballinu:) Kv. Hildur svíaferðafélagi:)
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir (Óskráður), sun. 19. nóv. 2006
Gangi þér vel vinur!!
Ég hef fylgst með skrifum þínum Egill og mögnuðum myndum sem þú hefur tekið frá Palestínu.Haltu áfram að senda pistla og myndir EN FARÐU VARLEGA!kveðja Jóhanna.
Jóhanna (Óskráður), þri. 7. nóv. 2006
HummHumm
Saell Yousef. eg verd endilega ad segja ter alla ferdasoguna tegar eg kem heim. til tess ad tvi se haldid til haga, ta er eg ekki ad fara vinna a israelsku samyrkjubui, heldur fyrir palestinska baendur tegar olivu uppskeran byrjar (vona eg). tannig ad audvitad er eg grjothardur stuningsmadur malstadar palestinumanna. eftir ad hafa ferdast um vesturbakkan get eg ekki skilid sjonarmid israelsmanna, yfirgangur teirra er svo svakalegur. Hinsvegar, er einhverjum velkomid ad fraeda mig um ,,hina hlidina'' a tessari deilu. svona ur tvi tessi gestabok er ordid malthing, sem eg gledst vissulega yfir :D
egill (Óskráður), mið. 27. sept. 2006
humm
gleymdi aðal orðinu i setningnni ,,Svo mikið er víst að hinn almenni borgari hvort sem er í Ísrael eða Palestínu kjósa EKKI að hafa ástandið einsog það er.. Sorrý!
Auður (Óskráður), þri. 26. sept. 2006
hummm
Fínt, því ég er heldur ekkert að fara rífast við þig hérna. Það fór nú enganvegin framhjá mér þetta stríð sem ríkir á milli Ísrael og Palestínu. Egill skrifar á fyrsta bloggi sínu að planið sé að vinna á samyrkjubúi og geri ég þá ráð fyrir að það sé í Ísrael þar sem þetta er einsog þú sagðir Ísreals fyrirbæri. Þar sem ég þekki ekki marga sem hafa verið í þessum stöðum finnst mér mjög gaman og áhugavert að kynnast fólki sem hefur reynt svipað og ég. Ég er ekki að vera með neinn áróður, mér er alveg sama með hverjum Egill heldur i þessu stríði. Það hafa mjög margir skoðanir á hvað gengur á í þessum heimshluta en finnst mér að fólk ætti að kynna sér báðar hliðar áður en það fer að telja sig vera einhverja sérsfræðinga. Svo mikið er víst að hinn almenni borgari hvort sem er í Ísrael eða Palestínu kjósa að hafa ástandið einsog það er. Ég er ekki að taka neina afstöðu og var nú bara að láta Egil vita að mín reynsla af samyrkjubúi var frábær og átti ég mjg góðan tíma þarna ... =))
Auður (Óskráður), þri. 26. sept. 2006
hmm
Ég ætla nú ekkert að fara að stofna til rifrilda á þessari gestabók, en ef ég skildi þig rétt þá varst þú í Ísrael í eitt ár og þar af 6 mánuði á samyrkju búi fyrir Ísraela. Ef ég skil Egil rétt þá er hann staddur í Palestínu, eða austurhluta Jerúsalem einsog stendur. Ef það hefur farið mikið framhjá þér þá er stríð á milli Palestínu og Ísrael. Miðað við skrif hans þá geri ég einhvernvegin ráð fyrir því að hann er Palestínu megin í þessari baráttu. Samyrkjubú í þeirri merkingu sem er notuð þessa daganna er Ísraels "fyrirbæri" Fyrr skrifaði Egill um að hann sagði við Ísraelsku landamærverðinna að hann væri að fara að vinna á samyrkjubúi. Geri passlega ráð fyrir því að það væri lygi enda væri mun gáfulegra að fara að vinna fyrir Palestínska bændur ;)
Yousef (Óskráður), þri. 26. sept. 2006
Yousef
Hvað finnst þér svona merkilegt sem ég skrifaði? -blomastelpan
Auður (Óskráður), þri. 26. sept. 2006
Palestína
Sæll vinur. Sjálfur var ég staddur í Palestínu fyrir um mánuði síða og var þar einmitt í 4 vikur, Ísraelsmönnum til mikillar mæðu. Við ættum að setjast niður þegar þú kemur heim og spjalla saman um ástandið og þá reynslu sem þú hefur öðlast á þessu svæði. Merkilegt finnst mér þó það sem "blómastelpan" skrifaði .. Farðu svo bara vel með þig.
Yousef (Óskráður), mán. 25. sept. 2006
hæhæh
váa ... rakst einhverneigin a síðunna þina. Ekkert smá spennandi. Fyrir hálfu ári kom ég einmitt heim eftir tæpa árs dvöl þarna i Ísrael og eyddi þar af 6 mánuðum á samyrkjubúi... Þetta er geðveikt! Ef þú lendir i einhverjum vandræðum eða vantar einhverjar upplysingar ekki hika vid ad senda mer mér mail á blomastelpan@hotmail.com ... Gangi þér annars ýkt vel. Shalom! =))
Auður Reynisdóttir (Óskráður), þri. 12. sept. 2006
afi og amma / Brekkugerði
Komumst inn og erum að byrja að lesa .. kenni einnig afa hvergnig hann getur fylgst með þér þegar ég er í Þýskalandi. Hafðu það sem allra best. Kæra kveðjur
Renata / Gunnlaugur (Óskráður), mán. 11. sept. 2006