. - Hausmynd

.

Mótmælum linnir ekki

Á síðastliðnum mánuði hafa borist daglegar fregnir af mótmælum vítt og breitt um Pakistan gegn dönsku skopmyndunum af Múhameð spámanni. Nú hefur hins vegar orðið sú breyting á að mótmælendur beina slagorðum sínum í auknum mæli gegn Hollandi. Þar hyggst stjórnmálaleiðtoginn Geert Wilders síðar í þessum mánuði frumsýna kvikmynd um Kóraninn. Bók sem hann segir ala á ofbeldi, sé svipuð Mein Kampf, riti Adolfs Hitler, sem helst eigi að banna. Yfirvöld í Pakistan, næstfjölmennasta múslímaríki heims, hafa nú þegar fordæmt kvikmyndina.mohammodarif

Augljóst íslamshatur

Múslímaklerkurinn Mohammad Arif, frá madrasash trúarskóla í norðurhluta Pakistans, sagðist í samtali við 24 stundir líta á skopmyndirnar sem skipulagða árás á íslam. „Þið [Vesturlandabúar] leyfið ykkur að særa alla múslíma í nafni tjáningarfrelsis. Fyrst þegar myndirnar voru birtar fyrir tveimur árum var fólk ef til vill ekki meðvitað um hvað múslímum myndi sárna. Það hefði því mátt fyrirgefa en nú þegar danskir ritstjórar sameinast um að birta myndirnar aftur er markmiðið augljóst," segir hann og telur að á Vesturlöndum sé í tísku að vera á móti íslam.

Arif kallar eftir því að múslímaríki á borð við Pakistan og Afganistan slíti alfarið stjórnmálasambandi við Danmörku og aðra „óvini íslams". Mótmælunum muni ekki linna fyrr en stjórnvöld sem hýsa guðlastara skeri upp herör gegn þeim. „Það á ekki að hafa spámenn neinna trúarbragða í flimtingum. Ég held að það séu allir sammála um það - nema trúleysingjar," segir Arif.

Mótmælin magnast

Fjölmiðlar á Vesturlöndum, þar á meðal flest dagblöð í Danmörku, endurbirtu skopmyndirnar í síðasta mánuði eftir að þrírmenn voru handteknir, grunaðir um að ætla að myrða höfund einnar teikningarinnar. Tæpum mánuði síðar er enn verið að mótmæla myndunum í mörgum múslímaríkjum. Líkur eru á að spennan muni magnast eftir frumsýningu hollensku kvikmyndarinnar en framleiðandinn gefur lítið upp um innihald myndarinnar.

(Birtist i 24 stundum 4. januar sl.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hópæsing, Egill, Hópæsing. Vissir þú, að í Kóraninum eru hvergi nein ákvæði sem banna fólki sem ekki eru múslímar að lýsa Múhameð, gera af honum líkneski eða sýna hann á einn eða annan hátt.

Þess vegna set ég hér mynd af spámanninum, sem er frá Íran, og sem var algeng söluvara þar þar í landi, í verslunum sem seldu trúarlega hluti og bækur. Muntu fjarlæga þessa mynd eða lætur þú hana standa?  Ertu Austurlanda Egill eða þræll und hæl öfga Austurlanda, sem snúin hafa verið út úr helgri bók?

Muhamed

Fremsti sérfræðingur um sögu Íslam og Miðausturlanda hefur lýst Öfgaíslam sem pervertsjón og hættu fyrir mannkynið á borð við Bolsévisma og Nasisma. Sjáðu hér http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/468715/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.3.2008 kl. 06:10

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég tel öfgatrúaða Nýkóna sem nú ríða húsum í Bandaríkjunum og víðar meiri ógn við frið en aðra stríðsæsingamenn í heiminum nú um mundir, mikinn skaða eru þeir búnir að vinna í Afghanistan og Írak og eru ábyggilega nægilega skyni skroppnir til að ráðast iní Íran líka. Bandarískar og Ísraelskar öfgar eru síst gæfulegri en öfgar harlínuíslamista Vilhjámur Örn. 

Georg P Sveinbjörnsson, 9.3.2008 kl. 06:44

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég ætla, svona til að vega upp á móti ömurlegu bullinu í Villa hér að ofan, að setja hér inn tengil á mjög gott viðtal Ævars Kjartanssonar við Jón Ormar Halldórsson á Rás 1, RÚV, í morgun.

Tek undir orð Georgs, hins vegar, það er sama úr hvaða átt öfgarnar koma, þær eru alltaf til bölvunar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.3.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Úpps, eitthvað mistókst víst hjá mér að setja tengilinn inn! Hér kemur hann: TENGILL

Já, svo heitir maðurinn víst Jón Ormur, það er móðurbróðir hans á Sauðárkróki sem heitir Jón Ormar. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.3.2008 kl. 12:25

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

"Ertu Austurlanda Egill eða þræll und hæl öfga Austurlanda, sem snúin hafa verið út úr helgri bók"

Hverslags rugl er þetta. Í grein Egils og eldri bloggum hans er umfjöllun sem tekur af öll tvímæli um að hann er engan vegin að þjóna öfgafullum íslamistum eða einhverjum naívistum sem liggja flatir fyrir öfgunum. Ég sé aftur á móti ekki tilganginn með þeim illvilja að birta mynd sem þessa inni á  bloggsíðu manns sem dvelur þessa daga með öfgafullum íslömum og þarf þessvegna að fara varlega. Íslamistarnir suður þar skilja ekki það sem við skrifum á íslensku Vilhjálmur en þeir skilja myndir og mér finnst að þú eigir að taka mynd þessa af vefnum Egill og að fornleifafræðingurinn í Kaupmannahöfn eigi nú bara að skammast sín!

Bjarni Harðarson, 9.3.2008 kl. 18:19

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Bjarni Harðarson, mynd þessi af spámanninum góða er gerð af góðum og gegnum múslímum. Mér finnst hann glæsilegur á þessari mynd, spámaðurinn. Vöðvastæltur, skeggið vel snyrt og túrbaninn án sprengju. Þessi Múhameð gæti keppt við Egil Ólafsson á yngri árum.  Hvernig gæti nokkur verið í hættu að líta svo vel út. En nú er ég í vafa, því ekkert komment berst frá Ásíuagli. Hvað hef ég gert...? Eða er nú aftur búið að banna tölvur í Kabúl? 

Þú yrðir fínn ajatolli, Bjarni: "Banna, útiloka og fjarlægja". Mér heyrist á orðbragði annarra hér að það sé jafnvel allt í lagi að hengja mig.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.3.2008 kl. 18:31

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég er ekki saklaus heldur, eyddi bloggvinkonu minni Gretu, þegar í ljós kom að hún er stuðningsmaður Hamas. En ég hengi hana ekki út á síðu minni eins og hún gerir um mig. En þessar öfgar í mér hafa leikið hana grárra en ég hélt.

Segðu mér annars Egill, ertu trúleysingi, eða hefur þú áhuga á að gersat múslími?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.3.2008 kl. 18:35

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Enn og aftur, vegna orða Villa: Ég er EKKI hlynnt hryðjuverkum, hvorki þeim sem samtökin Hamas standa fyrir eða öðrum. Hins vegar er ég andvíg landnámi Ísraelsríkis og hersetu á Vesturbakkanum og Gaza.

Muninn á þessu tvennu er Villa fyrirmunað að sjá eða skilja, enda harðvítugur Zíonisti, en hugsjón þeirra er sem kunnugt er Palestína fyrir Gyðinga eingöngu. Þetta verk hafa þeir hafið og skilja ekkert í alþjóðasamfélagið skuli hafa eitthvað á móti því að þjóðin útvalda leggi undir sig nágrannalendur með skírskotun í loforð í fornu riti.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.3.2008 kl. 18:57

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þau orð sem ég hef viðhaft um Villa kallinn í blogginu mínu má lesa hér. Eins og sjá má, hafi menn á annað borð nennu í sér til að kynna sér kritur okkar, þá kemst ég ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana í því að hengja fólk út.

Villa er velkomið að skamma mig á minni eigin síðu, vilji hann hafa um þetta fleiri orð. Sá galli er þó á því að þar mun hann ekki geta lokað á umræður þegar honum þykir nóg komið og vill eiga síðasta orðið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.3.2008 kl. 19:09

10 identicon

Ég kíkti hér inn í dag og var að hugsa um að skrifa komment á eiginlega alveg sömu nótum og sé að Bjarni er nú búinn að skrifa. Athugasemd Vilhjálms er ekki aðeins ótrúlega hrokafull heldur líka með eindæmum að setja þessa mynd inn á vef hjá manni sem er að ferðast á slóðum þar sem það getur verið lífsspursmál að fara varlega - og saka svo menn fyrirfram um að vera þrælar eða undir hælnum á öfgamönnum ef þeir kjósi að taka myndina út. Þetta er satt að segja með því hugunarlaustasta og dónalegasta sem ég hef sé í athugasemdakerfi á bloggsíðu lengi, og sér maður þó ýmislegt. Og ekkert í pistli Egils sem kallar á þessi fáranlegu viðbrögð.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 20:42

11 identicon

VILHJÁLMUR 

Ég hélt að ég væri öruggur um að þurfa ekki að lesa neitt bull hér, enda blogg Egils með eindæmum skemmtilegt, veitir innsýn í heim ólíkum Íslandi.

 Þú ættir að læra að halda kjafti Vilhjálmur, þú ert fífl og öfgamaður. Þú hefur ekkert erindi hingað inn á svona síðu.

Benedikt Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 21:32

12 Smámynd: Sema Erla Serdar

Já það er alltaf sama tuggan í sumum mönnum

Egill, þessu er ekki beint að þér, vona að þú hafir það gott

Sema Erla Serdar, 9.3.2008 kl. 21:41

13 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Vilhjálmur: Ef það er einhver sem liggur undir hæl einhvers þá ert það þú. Og sá hæll er á stígvéli Zíonista sem get ekki betur séð af lestri mínum um þá, eru bullandi hryðjuverkamenn. Þú ert óforskammaður öfgamaður sem ekkert er heilagt nema eigin þröngsýni og asnaskapur. Tillitsleysi þitt í garð Egils er með fádæmum svakalegt.  Skammastu þín og láttu ekki sjá þig á þessari síður þar sem að þú átt ekki heima hér! Litli óforskammaði kall.

Aron Björn Kristinsson, 9.3.2008 kl. 22:22

14 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Aron, þú er að  fara Palestínu. Með þá æsingu sem þú sýnir hér er mér næst að halda að þú verðir þér að voða þar syðra. Aron er heldur ekki mjög vinsælt nafn þar um slóðir. Svo er ég alls ekki lítill kall, 185 sm þegar ég teygi úr mér, og hærri ef ég væri ekki með þetta stjóra nef og kryppuna, alveg eins og gyðingarnir í palestínska sjónvarpinu.

"Þú ættir að læra að halda kjafti Vilhjálmur, þú ert fífl og öfgamaður."Miðað við taxtann á meiðyrðum í dag á Íslandi, gæti ég grætt vel á þér Benedikt Sigurðsson. Haltu bara áfram. The metre is running.

Ég held barasta að ég sé minnst öfgafulli maðurinn sem hér hefur heimsótt Egil í dag, auðvitað fyrir utan Múhameð á myndinni. Greinilegt er að ofstæki áhangenda hryðjuverkastjórna nálgast trúarlegan æsking vantrúarfólksins á Íslandi, sem ekki sér að það er álíka hatrammt í trúnni og örgustu trúmenn.

Egill, mér þykir leitt að þú getir ekki opnað bloggið þitt í Kabúl vegna myndarinnar af Múhameð frá Íran. Hér er mynd af Móses til að bæta þetta upp.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.3.2008 kl. 23:56

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hrósa hetjunni Agli Bjarnasyni fyrir að leggja líf sitt í hættu fyrir kærleiksboð Jesú Krists um að elska óvini sína á einum erfiðasta stað í heimi fyrir hjálparstarf á kristilegum grunni. Hann er okkur öllum góð fyrirmynd í hugrekki og kærleika.

Því miður hefur maður sem augljóslega veitti ekki af kærleika, ákveðið að stofna Agli í hættu með því að birta skrípamyndir á vefsíðu hans.

Reyndar held ég að Íslamistar séu ekki hrifnir af því að gera og birta myndir af nokkrum spámanni, hvort sem það er Jesús, Móses eða Múhammeð. Sú afstaða er hábiblíuleg. Guð bannaði Ísraelsmönnum í eyðimörkinni að gera sér myndir af Guði, mönnum eða dýrum, þar sem það kallaði á skurðgoðadýrkun. 

Ég er ekki hlynntur því að taka út athugasemdir, en ég hvet Egil til að taka út þessa athugasemd Vilhjálms til að þurfa ekki að standa í erfiðum útskýringum við öfgasinnaða múslíma. 

Theódór Norðkvist, 10.3.2008 kl. 02:10

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Svo maður leyfi nú ekki Villa pósti að stela senunni algjörlega, þá langar mig að setja hér inn skýringar bloggvinar míns Sadaq Alam á því af hverju múlimum sárna myndbirtingarnar svo mikið. Mér finnst hann ústkýra þetta mjög vel:

"Why such protest?
Islamic law, based on clerics' interpretation of the Quran and the sayings of the prophet, forbids depictions of the Prophet Muhammad and other major religious figures even positive ones to prevent idolatry. This matter is taken very seriously in Islam. In this matter, you can say, Muslims respect the 2nd Commandments of the 10 Commandments given to Mankind by God.

Remember the 2nd Commandments read, Thou shalt not make unto thee any graven image, or any likeness of any thing that is in heaven above, or that is in the earth beneath, or that is in the water under the earth. Thou shalt not bow down thyself to them, nor serve them: for I the LORD thy God am a jealous God, visiting the iniquity of the fathers upon the children unto the third and fourth generation of them that hate me. And shewing mercy unto thousands of them that love me, and keep my commandments.

Thus no image is used inside any mosque, since its a place of worship of One God who has no likeness. Similarly making image of any Prophet, Messenger or Apostoles of God is forbidden. Why? Because it happened in the history of mankind that people start to worship that messenger instead of God and forget the real teachings. All sort of idolatry start to happen. They become busy making huge statues instead of following the very principles.

This happened in case of Buddha, Guru Nanak, Jesus Christ and other religions (like Hinduism) in the past.

Now because of such respect for the law of God, Muslims protest heavily when someone make image and mock a Messenger of God. Ans seeing the event it just feel like, as if we are losing our sense for the sacred.

Constanly in the media which publish the cartoons they claim it to be their the freedom of speech. But the point is, when you equate the action of a few handful terrorist with the rest of the peaceful 1.3 billion people, when you equate some misleading people with a prophet of God and hurting the feelings of other... that doesn't remain a matter of freedom of speech. It becomes something racial, prejudice and deliberate attempt to disrespect other human being. "

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.3.2008 kl. 05:09

17 identicon

Egill! flytja sig á eitthvað annað blog kerfi strax! gengur ekki að moggabloggarar taki yfir kerfið hérna!

;)  

Arnþór (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 11:49

18 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Vilhjálmur á engan hátt átti ég við að þú værir lítill á hæðinna séð, heldur ertu lítill að innan. Ég veit að þú veist hvað ég meinti, en það er þínar ær og kýr að snúa út úr því sem aðrir eru að segja við þig. Þú kannt ekki að rökræða frekar en smákrakki. Kemur bara með skot á að nafnið mitt sé ekki vinsælt í Ísrael. 

Hvað varðar staðalímyndir Palestínumanna á gyðingum þá hef ég þetta aðeins eitt að segja.Staðalímynd Ísraela og annarra vesturlanda á aröbum (þar með töldum Palestínumönnum) eru hettuklæddir hryðjuverkamenn með basúku eða hríðskotariffil í hönd. Hafa þeir rétt á slíkum áróðri bara vegna þess að þeir eru guðs útvalda þjóð?

En hvað þíðir að rökræða við bullandi zíonista og arabahatara? Svarið er einfalt, það gengur engan veginn.  

Aron Björn Kristinsson, 10.3.2008 kl. 13:59

19 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

djöfull ertu búinn að eignast klikkaða vini hérna á moggablogginu egill

Ragnar Sigurðarson, 10.3.2008 kl. 21:26

20 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Aron, láttu ekki eins og krakki. Gyðingar hafa sem fræðimenn og mannréttindafrömuðir manna mest kynnt menningu Araba fyrir öðrum, og fyrir aröbum sjálfum. Greinin sem ég benti Agli á í fyrstu athugasemd minni var viðtal við gyðing sem er talinn einn fremsti sérfræðingur í sögu araba.

Hvað varðar stereotýpur það hafa hettumávarnir á Gaza hins vegar greinilega sótt fyrirmyndir sínar til klæðaburðar KuKluxKlan, sem hefur sams konar skoðun á gyðingum og Hamas.

Nafnið þitt er vinsælt í Ísrael, en ekki meðal Palestínumanna. Ég myndi fá mér passa þar þar sem nafnið er Björn Kristinsson, ef þú ætlar að vinna á Gaza eða á Vesturbakkanum. Hérna áður fyrr í flugránum og skipsránum leituðu hryðjuverkamenn að gyðinganöfnum. Menn með slík nöfn voru skotnir fyrstir. Aron er gyðinganafn.

Mér er fyrirmunað að skilja hvernig heilvita maður getur láð nafn sitt baráttu sem alltaf endar í herópi gegn gyðingum og baráttu fyrir eyðingu Ísraels.

Þú verður ekki stærri maður að innan með því að styðja baráttu Palestínumanna, þegar hún beinist fyrst og fremst að því að skjóta sig í fótinn.

Hins vegar er virðingarvert að þú viljir hjálpa þeim sem minna mega sín. En vertu ekki blindur gagnvart stöðu Ísraels. Því miður virðist þú hafa tekið einhliða afstöðu gegn Ísrael.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.3.2008 kl. 21:44

21 identicon

Ég tek undir með Ragnari.

Máni (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 23:23

22 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ragnar og Máni, mér finnst þið ansi mikið ósanngjarnir í dómum um okkur bloggvini Egils, þar sem sá klikkaðasti sem skrifar hér er alls ekki bloggvinur hans.

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.3.2008 kl. 23:54

23 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég tel til dæmis innleggið mitt hér fyrir ofan (þetta sem ég hef eftir Sadiq) alls ekki bera vott um neina klikkun, heldur fullkomlega viðeigandi, þar sem það er í beinu framhaldi af því sem færslan hans Egils fjallar um.

Aðrir sem hér hafa skrifað hafa látið tilleiðast að svara rakalausu bulli Vilhjálms og er það góðra gjalda vert, þó svo að augljóst megi vera að það hefur lítið upp á sig, þar sem sá hinn sami færist frekar í aukana en hitt við að fá andsvör við öfgafullu rausi sínu. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.3.2008 kl. 00:01

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, drögum úr bullinu!

Theódór Norðkvist, 11.3.2008 kl. 11:53

25 Smámynd: Egill Bjarnason

hallohallo!

Ertu Austurlanda Egill eða þræll und hæl öfga Austurlanda, sem snúin hafa verið út úr helgri bók?

eg man ekki eftir ad hafa verid spurdur faranlegri spurningu.

aetla ekki ad eyda tessari mynd ut. hef nu samt aldrei skodad neinar af tessum muhameds myndum herna uti einmitt vegna tess ad gaejarnir a netkaffihusunum eru frekar forvititnir ad vita hvad utlendingurinn er ad skoda. eg efast nu samt um ad eg myndi lenda i einhverri haettu. folk yrdi bara modgad og eg reyni hvad eg get ad vera umburdarlyndur gagnvart truarbrogdum folks to ad eg se sjalfur heidingji (svo eg svari nu einni af spurningum vilhjalms).  folk a ad adlaga sig tvi samfelagi sem tad byr i. tad  a lika vid um muslima a vesturlondum og tess vegna hef eg alltaf stutt birtingu skopmyndanna tar.

se ad vilhjalmur bisnast yfir tvi ad sjalfbodalidaaron skuli ,,tvi midur hafa tekid einhlida afstodu gegn israel''. af tvi sem eg hef lesid eftir aron er hann mjog malefnalegur, olikt vilhjalmi sem leggur gagnryni a zionisma og adgerdir israelshers ad jofnu vid gydingahatur.

 ef tu hyggst svara tessu vilhjalmur - ekki buast vid neinu til baka.

godar stundir.

Egill Bjarnason, 11.3.2008 kl. 12:12

26 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ef það væri samræmi í hugsjón ykkar Palestínufara um að hjálpa þeim sem hafa orðið undir í deilunni við botn Miðjarðarhafs, af hverju er ekki líka haldið til Ísraels og hjálpað til á spítölum þar sem fórnarlömb árása liggja. Eða starfað á elliheimilum, því margir þeirra sem hafa lifað sjálfsmorðsárásir af hafa einnig lifað af helförina í Evrópu.

Af hverju á ekki að kynnast báðum hliðum. Af hverju barátta og "réttlætið" svona einhliða?

Nasistar eiga ekki neinn einkarétt á gyðingahatri. Vinstri menn og "glóbalistar" stunda það líka. Nóg er til af dæmum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.3.2008 kl. 18:12

27 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mein Kampf, sem þú nefnir Egill, er góð söluvara í hinum arabíska heimi:  http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/272188/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.3.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband