21.9.2006 | 18:52
Sleggjudomar Páfans
Blaður páfans um ruddaskap Múhameðs hefur ekki valdið neinum sérstökum titringi meðal íslamskra félaga minna á farfuglaheimilinu.
Máni frændi sagði um daginn að gaman væri að vita hvað hasshausnum fyndist um málið. Í stuttu máli sagt segir hasshausinn að með ummælunum hafi páfinn aðeins opinberið eigin fáfræði. Til þess að sleppa slíkum sleggjudómum ætti að hann að gjöra svo vel að lesa Kóraninn. Það sé ekki nóg fyrir hann að biðjast bara afsökunar, heldur verður hann að einnig að draga ummælin til baka.
Eftir þennan reiðilestur hasshaussins, stakk Sadou, bróðirinn, upp á því að ég sendi sjálfum páfanum mynd af sér, sem ég tók, ásamt boðskap Kóransins. Þegar hann stakk upp á því að ég sendi myndina í tölvupósti til Vatikansins, stökk Asha upp á nef sér. ,,Tölvupósti! Nei, kemur ekki til greina! Páfinn kúldrast ekkert fyrir framan tölvu og gluggar í póstinn sinn. Hann les bara blöðin, og horfir kannski á sjónvarp, svona klukkutíma á dag ..."
Um þetta var síðan deilt í lengri tíma en fór í að tala um sjálft Páfamálið. Sennilega ein fyndnustu rifrildi sem ég hef upplifað. Eftir stendur þó spurningin; les páfinn tölvupóst?
21.9.2006 | 18:25
Áríðandi yfirlýsing!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 20:45
Sadou segir: Ísraelsríki verður tortímt eftir nokkur ár
Sadou heitir maður. Hann er annar eigandi Hebron Hostel og bróðir Asha (hasshaussins, þið munið). Rétt eins og bróðir sinn er Sadou verulega sagnaglaður náungi. Það veit ég að eigin raun eftir að hafa hlýtt á ófáar sögur af Múhameð spámanni, Abraham, Móses, Ismael og öllum hinum gröllurunum sem nefndir eru í Kóraninum, en hann virðist hafa það að markmiði að gera mig að Múslimstrúa. Honum miðir ekki áfram, get ég upplýst hér og nú.
Fyrsta kvöldið sem ég hitti þennan þegn Allah bar deilu Ísraela og Palestínumanna að sjálfsögðu á góma. Og Sadou var ekkert að skafa utan af hlutnum: ,,Ísraelsríki verður afmáð í einni leifturárás nágranna ríkja þess eftir fjögur til fimm ár. Iran er til í slaginn. Spurningin er ekki hvort önnur ríki fylki saman liði, heldur hvenær!" sagði hann með sinni yfirveguðu röddu.
,,Jesús spáði því réttilega að Ísraelsríki yrði stofnað en í framtíðarspánni segir ennfremur að Ísraelar muni uppskera því sem þeir sá. Hegði þeir sér vel, mun ríkið blómstra ævilangt. Hegði þeir sér illa, munu þeir gjalda fyrir. Ísraelar hafa alla tíð farið um með frekju og yfirgangi og munu þeir því hljóta maklega málagjöld," hélt hann áfram í véfréttastíl og lagði áherslu á síðustu orðin með snöggu handapati. Og ekki batnaði hrakspáin: ,,Ári eftir tortímingu hryðjuverkaríkisins, mun Jesús snúa aftur til Jerúsalem og leggja blessun sína yfir verknaðinn. Ísraelar áttu ekki annað skilið."
Gremja Sadou út í Ísraelsríki er auðvitað vel skiljanleg en svívirðilegar aðgerðir þeirra gagnvart Palestínumönnum eru efni í önnur blogg. Hinsvegar ætla ég að nefna eitt dæmi:
Hebron hostel hét upphaflega ,,Tabasco hostel", og hafði verið rekið farsællega undir því merki í liðlega fjörtíu ár allt þar til ísraelski umboðsaðili Tabasco sósanna frægu stefndi farfuglaheimilinu, vegna notkunar þeirra á nafninu. Málið fór fyrir dómstóla þar sem sósuframleiðandinn vann. Sadou og félagar þurftu að skipta um nafn á gistiheimilinu og borga himinháa sekt, sem gerði þá næstum gjaldþrota. Sadou segir að sósuframleiðandinn hafi upphaflega lagt fram lögsóknina að undirlægi Ísraelskra yfirvalda, vegna þess þeir hafi lengi ágirnst hluta hússins undir bækistöð fyrir lögregluna.
Þegar hingað var komið í spjallinu röskuðu tvær turtildúfur ró okkar í setustofunni. Sadou vatt sér fram, lét parið hafa herbergislykil og kom síðan glottandi til baka. Einn gesturinn á farfuglaheimilinu hafði víst pikkað upp stelpu og ... förum ekki nánar úti það. Allavega þá gaf þetta Sadou tilefni til að ræða við mig um kynlíf og ástarsambönd.
Þá kemur daginn að hann á tvær eiginkonur, sem er vissulega ekkert fátítt meðal múslima en í Kóraninum segir að menn megi eiga fjórar konur. ,,Ég kýs að fara milliveginn og stefni ekki á að fjölga í kvennabúrinu. Ég er ekki jafn öflugur og Múhameð, sem átti alls ellefu kellingar," sagði hann kíminn og byrjaði að dásama ágæti fjölkvæmis. ,,Hlutfallslega eru kvenmenn fleiri en karlar og til þess að engin þeirra sé skilin útundan er fjölkvæmi mjög hentugt. Slíkt kemur i veg fyrir vændi, fátækt og mörg önnur samfélagsmein. Gyðingarnir líta margir hverjir þetta fyrirkomulag hornauga en búa svo kannski sjálfir í stærsta hóruhúsi í heimi Tel Aviv en þeir eru auðvitað blindir fyrir eigin ósóma."
En andúrumsloftid milli kvennanna hlýtur að vera nokkuð rafmagnað, spurði ég sakleysislega. ,,Nei, nei. Í flestum tilfellum lifa þær í sátt við hvor aðra. Það veltur stundum á því hvort þær þurfi að búa allar undir sama þaki eða reka hver sitt heimili," sagði hann og bætti við, rétt eins og hann væri að reyna selja mér fjölskyldutryggingu: ,,Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af peningamálum. Guð skaffar, sama hversu mörg heimili þú rekur."
Það er sjálfsagt ekkert ósanngjarnt af mér að kalla Sadou öfgasinnaðan múslima. Hann gegnir virðulegu embætti innan íslamska samfélagsins í Jerúsalem og hefur hlotnast yfirnáttúrulegur máttur frá Guði sem gerir honum kleift að lækna sjúkt fólk með því að kyrja yfir þeim tilteknar bænir.
Sadou er algjörlega ópólitískur og mætti ekki einu sinni á kjörstað í síðustu heimastjórnarkosningum Palestínumanna, þar sem Hamasliðar fóru með sigur af hólmi. ,,Fólk kaus Hamas í góðri trú og átti alls ekki von á því að Ísraelar og Bandaríkjamenn myndu bregðast við með þeim hætti að reyna svæla stjórnina frá völdum," sagði hann.
,,Hamas, Fatah og allar hinir flokkarnir auglýsa mismunandi áherslur en eiga það allir sameiginlegt að vera gjörspilltar hreyfingar með óhreinum múslimum innanborðs. Ég myndi kjósa þann flokk sem hefði íslömsk gildi í hávegum, en því er ekki að heilsa í allri flórunni," sagði Sadou en hann notar Íran gjarnan sem mælistiku fyrir gott stjórnarfar og siði. ,,Íran er hreint íslamskt samfélag þar sem stjórnkerfið ber ekki keim þess bandaríska, ólíkt öllum örðum ríkjum Miðausturlandanna."
Þannig var nú það.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.9.2006 | 20:24
Vetrarundirbúningur í steikjandi hita
,,Undirbúningur fyrir veturinn, þannig er starfsvið mitt á Hebron Hostel skilgreint. Til þess að gera allt klappað og klárt fyrir vætusaman veturinn þarf að endurraða öllu á þakveröndinni, mála, henda rusli og ég veit ekki hvað og hvað. Fyrstu vinnudagarnir hafa því einkennst af botnlausu striti í 30 40 gráðu hita. Mjög gefandi og fræðandi starf. Í dag lærði ég til dæmis að þrífa upp dauðan villikött.
--
Eins og ég sagði þá hef ég hent miklu rusli frá því ég byrjaði, vinnuveitanda mínum sem heitir Asah til miklar mæðu. Hann hefur nefnilega þann ágæta sið að safna rusli. Anar siður sem hann hefur tamið sér eru daglegar hassreykingar.
Þegar þessi fimmtugi hasshaus verður rammskakkur á kvöldin er hann ekki viðræðuhæfur um annað en hass, sama hvert umræðuefnið er. Hans innlegg í pólitíska umræðu í setustofunni nýverið var: ,,Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, framleiðir besta hass sem ég hef smakkað.
Sem getur sjálfsagt verið alveg rétt. Nasrallah hefur byggt veldi sitt á marijunarækt og hluti þess svæðis sem Hezbollah-liðar og Ísraelar kljást um á landamærunum eru einmitt kannabisakrar í hans eigu.
--
Í nótt vaknaði ég við tvo Ísraelska lögreglumenn sem stóðu vopnaðir inn í svefnálmunni og skipuðu einum gestinum að hunskast á lappir. Hann var síðan handtekinn og færður í yfirherslu út á löggustöð.
Á meðan ég reyndi að festa svefn á ný velti ég fyrir mér hvað þessi þorpari hafði gert af sér. Það hlyti að vera eitthvað allsvakalegt sem kallaði á svona handtöku; thjofnadur, fikniefnamisferli eða eitthvað þaðan af verra? Ó, nei. Hinn meinti glæpon ljósmyndaði eina af óteljandi öryggismyndavélum borgarinnar. Aldeilis bíræfinn glæpur!
Talandi um ljósmyndun, þá voru Palestínumenn í Jericho stundum smeykir við myndavélina mína, vegna þess að gæti hugsanlega verið útsendari Ísraela. En ætli njósnari myndi ekki fá sér ögn laumulegri myndavél
Hva[
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.9.2006 | 17:34
Egill hotelstjori
Okei, eg er kannski ekki hotelstjori einsog segir i fyrirsognunni en jeg er allavega kominn i vinnu a farfuglaheimili i Jerusalem, tar sem jeg hef gist undanfarna daga. Nyji vinnustadurinn minn heitir semse Hebron Hostel, sem er rekid af nokkrum muslimskum palestinumonnum, i hjarta gomlu borgar Jerusalem. Eg veit a morgun hvert starfsvidid mitt er.
Simanumerid a hotelinu er 00354 9722 62811101 - endilega hringid. tid spyrjid bara um islendinginn eda eric ( tad er jeg kalladur her).
8.9.2006 | 18:38
Fra Jordaniu til Jerusalem
Þá er ég kominn til Jerúsalem; heilögustu, fallegustu og umdeildustu borgar veraldar. Það segir ferðahandabókin mín að minnsta kosti.
--
Ferðin yfir King Hussian brúna, þar sem landamæri Jórdaníu og Vesturbakkans liggja, gekk vel - allt þar til kom ad vegabrefsinnrituninni. Landamæravörðunum fannst ég heldur betur skuggalegur náungi. Einsamall ferðalangur með ekkert haldbært plan, annað en að fara til Jerúsalem, ,,ferðast um Ísrael og ,,kannski vinna á samyrkjubúi. Þetta var nú aldeilis gruggugt, mátti lesa á vörðunum, sem voru allt stelpur á mínum aldri.
Eftir þriggja tíma bið á landamærunum, með tilheyrandi yfirherslum og veseni, fékk ég loksins stimpil í vegabréfið. Sá gildir þó aðeins í einn mánuð en vanalega fá menn þriggja mánaða landvistarleyfi. Þar að auki er einnig vaninn að gefa möglunarlaust vegabréfsáritun á autt blað, sé þess óskað, en séu merki um heimsókn til Ísrael í vegabréfinu fær viðkomandi ekki að stíga fæti inn í velflest arabaríki Miðausturlandanna. Þetta bann gildir víst um mig úr þessu, en setur þó ekkert alvarlegt strik í reikninginn hvað ferðina varðar.
--
Um leið og ég var laus úr prísund júðanna ákvað ég að fara á bak orða minna. Halda úr alfaraleið með því að taka rútu til Jericho á Vesturbakkanum, aðeins spölkorn frá landamærunum. Jericho virtist í fyrstu vera hinn mesti draugabær. Daginn sem eg kom var varla nokkur maður á ferli í miðbænum og nær allar verslanir lokaðar.
Næsta dag var allt annað um að litast; allir kaupmennirnir komnir á stjá og miðbærinn iðaði af lífi. Skyndilegt verkfall hafi víst aðeins verið gert til þess að þrýsta á ríkisstjórn Hamas til að greiða launaseðla opinberra starfsmanna, eins og kennara og lögreglumanna. Slíkt reynist palestínsku stjórninni erfitt þar sem Ísraelar hafa fyrirskipað bönkum að millifæra ekki peninga til Hamas.
Fjogurra daga dvol i Jercho var nokkuð sérkennileg en skemmtileg. Ég var nefnilega eini vestræni túristinn í bænum og vakti þess vegna mikla athygli heimamanna. Áður fyrr var mikill uppgangur í túrismanum enda hægt að sjá þar fjöldann allan af fornum byggingum. Núorðið er ferðaþjónustubransinn hinsvegar hruninn, vegna ýmissa ástæða og ekki bætir úr skák dræmur ferðamannastraumur til Ísrael vegna átakanna í Líbanon.
--
Eins og áður sagði ég þessa stundina í Jerúsalem á gistiheimili í múslimahluta gamla bæjarins, en honum er skipt milli múslima, gyðinga, armenna og kristinna.
En nú er nóg komið - (ég nenni ekki að segja frá öllum þeim heilögu stöðum sem ég heimsótti í dag) Palestínumaðurinn Adda var að skora á mig í skák einvígi.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.9.2006 | 18:19
Af frægasta manni markaðarins, farsímabyltingu og lífinu í Amman
Á morgun kveð ég Jórdana og held til Jeriko á Vesturbakkanum. Upphaflega hafði ég ætlað að halda suður í eyðimörkina þar sem sagðar eru leynast perlur Jórdaníu. Sú ferð bíður hinsvegar þangað til í desember, vegna þess að um þessar mundir er nánast ólíft fyrir hita á sléttunum.
--
Eftir að hafa þrætt höfuðborgina Amman í þrjá daga hef ég það á tilfinningunni að velmegunin meðal íbúa sé nokkuð góð, að minnsta kosti miðað við það sem gengur og gerist í þriðjaheiminum. Atvinnubetlarar, götuhórur og ágengir sölumenn eru til dæmis sjaldséðir í borginni, þar sem liðlega þriðjungur Jórdana býr. Annað imbadæmi um vaxandi velsæld íbúa er farsímabyltingin. Hér virðast allir eiga farsíma. Dæmi: Inní rykfallinni og myrki skranverslun má sjá afgreiðslumanninn dunda sér við að senda sms, hugsanlega til einhvers götusópara. Loks sá ég í gær ansi sjúskaðan eldri mann, með aleiguna í ruslapoka, versla póstkort í minjagripaverslun ...
En ekki er allt sem sýnist. Í Amman ku vera nokkuð stórt fátækrahverfi þar sem áður voru flóttamannabúðir fyrir Palestínumenn, sem hafa í dag velflestir náð að koma undir sig fótunum með eigin íbúð. En þannig er að um 70% af íbúum Jórdaníu á rætur að rekja til Palestínu.
--
Almennt eru Jórdanir einstaklega þægilegt fólk, sem er reiðubúið að veita hjálp. Áðan stóð ég eins og afglapi í miðbænum og reyndi að rata í bókabúð eftir korti sem ég skildi hvorki upp né niður í. Þá sveif á mig maður, sem mig minnir að heiti Hussian, og vildi ólmur vísa mér veginn. Fyrst þyrfti hann nú samt að fara á matvörumarkaðinn. Gott og vel. Ég fór með honum á markaðinn sem tók hátt í tvo tíma. Ekki það að hann hafi verslað einhver ósköp, heldur heilsaði honum næstum hver einasti maður honum. ,,Im realy famous hear, sagði hann hlægjandi við mig og uppskar undirtektir viðstaddra: ,,Yes, Hussian very famous! Svo þurfti ég auðvitað að fá að smakka á öllu sem hann keypti, eins og bananar og agúrkur væru mér algjörlega framandi.
Eftir tedrykkju með þessum fræga manni gekk hann með mér að staðnum þar sem umrædd bókabúð átti að vera. Ég kvaddi kauða en komst síðan að því að staðurinn sem hann hafði leitt mig á var aðeins nokkrum húsaröðum frá hótelinu mínu og bókabúðin því víðsfjarri.
Til gamans má nefna að hér heilsast karlmenn oft með rembingskossi á hvora kinn og tilheyrandi faðmlögum. Þar að auki þykir ekkert undarlegt að tveir karlmenn leiðist innilega um göturnar.
--
Ein, af aðeins nokkrum, barknæpum Amman er beint fyrir framan herbergisgluggann minn. Ætla mætti að því fylgdi einhver hávaði á kvöldin en sú er ekki raunin, þangað fer nefnilega nánast enginn. Að því komust ég og Kristó (herbergisfélaginn) að í gærkvöldi. Innan um fáeina vestræna túrista sat úti í horni einn raunarmæddur arabi með viskíflösku og box af snýtubréfum. Þetta er næturlífið í Amman. Sem er kannski ekki furða með tilliti til þess að múslímar drekka ekki, en í staðinn reykja þeir stöðugt gras úr vatnspípum.
--
Aftur a moti rumskar madur stundum vid golid ur moskvu sem er skammt fra. Hana heimsotti eg i dag, a medan muslimarnir krupu fyrir Allah, en adur turfti eg ad fara uta hotel i somasamleg fot, ella hefdi mer verid hent ut.
%u062B%u0644%u0647%u0645%u0645%u0645
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.9.2006 | 15:53
Hrydjuverk husaradir fra hotelinu
Jeg sa hermenn aka um med miklum latum skammt fra hotelinu minu i dag. Teir voru vist ad fara um halfan km fra hotelinu, ad romvesku hringleikjahusi, sem nanast adeins ferdamenn saekja og tar a medal eg i gaer. Tar hafdi semse, eins og segir i frettinni her ad nedan, einhver iraki gengid berserksgang og skotid nokkra turista med skammbyssu.
Skommu sidar hitti eg kunningja sem vinna allir i minjagripaverslun, og teir sogdu mer tidindinn. Ansi hreint slegnir yfir atburdinum, enda svona lagad fatitt her um slodir. Annars er eg farinn ad leggja i vana minn ad heimsaekja tessa felaga mina, sem koma fra palestinu og eru a svipudum aldri og jeg. Ad venju gef eg teim i nefid og fae i stadinn fritt ad borda. Sifellt einhver gauragangur i sjoppunni, og eg efast um ad strakarnir vinni mikid, to teir seu tarna allan lidlangann daginn ...
Skrifa meira i kvold.
![]() |
Breskur ferðamaður lést í skotárás í Amman og sex aðrir særðust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.9.2006 | 13:57
Dagur eitt
A medan adrir voru ad tia sig heim af busaballi var eg ad lenda i Jordaniu. Ferdin gekk klakklaust fyrir sig, tho ad 12 tima bid a flugvellinum i Londan se ekkert serlega eftirsoknarverd. Flugid til Amman var sedan halfgert einkaflug thar sem taeplega thridjungur saetanna voru bokud.
Gistiheimilid i Amman er billegt og gott. Tad fegni sennilega falleinkunn a islandi thar sem skordyr og half onyt rum thykja ekki monnum bjodandi. En stadsetningin er god alveg downtown Amman. Nu seinnipartinn fekk eg herbergisfelaga, Kristo nokkurn fra Svidthod sem er a bakpokaferdalagi fra Tyrklandi til Indlands.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.8.2006 | 16:15
Ísland í dag, útlönd á morgun
Þá er komið að því. Í nótt legg ég af stað í bakpokaferðalag um Palestínu, Jórdaníu og önnur svæði Miðausturlandanna.
Hægt er að fylgjast með ferðum mínum á þessu ágæta málgagni og mun ég reyna blogga sem oftast (þó að svona loforð gangi sjaldnast upp).
Bless.
Ferðalög | Breytt 25.10.2006 kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)