19.10.2006 | 09:55
Bravo!
Eg er kominn med triggja manada vegabrefsaritun. For i morgun a skrifstofu teirra sem sja um visa malin. Heimsokin for nokkurnveginn svona fram ...
,,Godan dag."
,,Hallo, eg atti pantadan fund," laug eg, ,,nafnid er Egill Bjarnason, Islandi."
,,Tad var skrytid. Eg se nafnid ekki a bladinu, tetta hljota ad vera einhver mistok. Gaktu innfyrir."
,,Takk."
{...}
,,Hvad segirdu, hvers vegna villtu fa framlengingu a visanu?" sagdi konan sem eg fundadi med.
,,Ja, sko, eg er byrjadur ad laera kofun i Eliat og namskeidid tekur trjar vikur i vidbot. Eftir tad fer eg til Egyptalands, kem sidan aftur i desember, vegna tess ad foreldrar minir aetla ad vera her yfir jolin."
,,Tu aetlar semse ad eyda jolunum herna. Tad er angaegjulegt. Ta gef eg ter triggja manada visa sem gefur kost a ad fara einu sinni ur landi an tess ad tad renni ur gildi. Tad gera 250 shakela."
Floknara vard tad ekki. Eg var heppinn ad lenda a svona almennilegri konu.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.10.2006 | 19:53
Árleg tilkynning frá Ísraelska hernum:
Allir átján ára Ísraelskir ríkisborgarar* skulu skrá sig í herinn næstkomandi mánudag. Nýliðar sem ekki eru haldnir blóðþorsta, mannfyrirlitningu, kynþáttahatri, mikilmennskubrjálæði, ofsóknaræði, skapofsa og dólgshætti fá viðeigandi heilaþvott.
Vinnutími: 8 16 klukkustundir á dag næstu þrjú árin. Þeir sem vinna fjarri heimili sínu fá tvo frídaga í viku. Að launum fá hermenn hríðskotabyssu í boði Bandaríkjanna, frítt í strætó og örlítinn vasapening.
Sjáumst hress og kát,
Hr. Ofurfursti.
*Undanskildir eru annars flokks borgarar eins og arabaskrattar, rabbínar og fáeinar stelpubleyður.
Egill Bjarnason þýddi.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2006 | 00:12
Dánarfregnir
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.10.2006 | 23:48
Eyðimerkurævintýri
Skemmti mér skrambi vel í Jórdaníu. Eftir eina nótt í Amman fór ég suður í eyðimörkina og skoðaði gömul heimkynni araba á hinum heimsfræga stað Petra. Einum of túristavæddur staður fyrir minn smekk. Allar hallirnar, sem eru byggðar inn í kletta virka óraunverulegar, og til þess að trompa það eru druslulegir stillansar utan i sumum höllunum.
Svo rambaði ég á Bedvinabyggð í nokkrum kílómetrum frá Petra. Ótrúlegt hvernig þetta hirðingjaþjóðfélag lifir í hellum í eyðimörkina. Mér var boðið í heimsókn í einn hellinn þar sem húsmóðirin lagaði te en heimilisfaðirinn var fjarri, sennilega á túristaveiðum í Petra að reyna ,,tvöþúsund ára gamla skildinga á skitnar tvö hundruð krónur. Þau eiga einn krakkagrísling sem var mín vegna með stjórnlaus gestalæti en mamman dró þá fram vöndinn og rassskellti barnið. Því næst kallaði hún á geiturnar sínar með kokhljóðum sem ég vissi ekki að væri hægt að mynda.
Alvöru Bedvinar flakka á milli staða með geitur, rollur og úlfalda en þeim fer fækkandi. Núorðið hafa margir Bedvinar fallið fyrir lífinu í stórborgunum og aðrir hafa selt úlfaldana fyrir Toyota pallbíl. Á Sínaiskaganum í Egyptalandi eiga hinsvegar að leynast ansi frumstæðir flokkar sem ég ætla mér að heimsækja, þannig að segi seinna meir betur frá þessu eyðimerkurfólki.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2006 | 21:17
Ég er enginn forsetafrú
Flóttinn til Jórdaníu gekk vel en ísraelskir landamæraverðir voru ekkert sérlega hrifnir að fá mig aftur. Gáfu mér aðeins tveggja vikna vegabréfsáritun í þetta skiptið. Þannig að ég verð að gjörasvovel og hypja mig aftur þann 23. þessa mánaðar.
Í vor bárust þær skelfilegu fregnir frá Ísrael að Dorrit okkar Moussaieff hefði verið kyrrsett í tvær klukkustundir á flugvellinum þar í landi. Ólafur Ragnar varð öskuvondur, lét öllum illum látum og skellti meira að segja hurðum eftir fund með Ísraelskum embættismanni. Svívirðileg framkoma, sagði hann og fleiri.
Ég endurtek: Tvær klukkustundir.
Tveimur mánuðum síðar var Íslendingi haldið í yfirherslum á flugvellinum í þrettán klukkustundir. Mánuði síðar hugðist annar Íslendingur heimsækja skyldmenni sín í Palestínu en var vísað aftur heim, sem er ekkert einsdæmi.
Ég endurtek: Tvær klukkustundir. Það er álíka langur tími og Palestínumenn þurfa að bíða á vegatálmunum umhverfis Nablus til þess að komast útúr borginni! Alltaf!
Þegar ég kom fyrst til Ísrael var ég kyrrsettur á landamærunum í þrjár klukkustundir og aðeins örlítið skemmri tíma þegar ég kom aftur á dögunum. Á landamærunum þurfti ég að svara margendurteknum spurningum um allt og ekkert. Flestar þeirra skiptu engu máli og sumar voru einfaldlega niðrandi. En það er einmitt tilgangurinn að niðurlægja menn sem grunaðir eru um að vera á leið til Palestínumanna.
Nú hef ég ekki fylgst náið með fréttum heima en ég stórefa að forsetinn minn hafi látið Ísraelsmenn heyra það fyrir að halda mér nauðugum. Það var allavega ekki gert í sumar þegar ofangreinir Íslendingar lentu í veseni á flugvellinum. Það er greinilega djúp gjá milli pöpulsins og forsetafrúarinnar.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2006 | 00:22
Á flótta frá Ísrael
Í fyrramálið legg ég á flótta frá Ísraelskum vörðum yfir til Jórdaníu, vegna þess að þá rennur vegabréfsáritunin mín úr gildi. En Palestínumenn þurfa ekki að örvænta. Ég reyni að koma aftur eftir nokkra daga. Að fara fram og til baka virðist einfaldlega vera eina leiðin fyrir mig til þess að fá nýja vegabréfsáritun. Þessi aðferð er líka mikið notuð af Arabunum.
Undanfarið hef ég reynt að ná sambandi við ísraelska embættismenn sem sjá um að gefa vegabréfsáritanir og fór meira að segja til Jerusalem í gær til þess að vinna í málinu. Þar vísuðu ísraelsku blýantsnagararnir mér bara hingað og þangað án árangurs. Nú væri gott að vera gyðingur. Þá væri ég beinlínis hvattur til að vera lengur. Til þess að reyna redda þessu í Jerusalem fékk ég hjálp frá þeim hjónum Muhammed og Rada, frændfólki Salmann og Yousef Tamimi, sem búa á Íslandi. Þau voru ekkert nema góðmennskan; buðu mér gistingu og Ráda eldaði mat sem var með þeim betri sem ég hef smakkað á ferðalaginu.
--
Muhammed vinnur hjá Orkuveitu Ramallah (eða eitthvað í þá veru). Hann segir íbúa í Ramallah aðeins fá þriðjung af því vatni sem þeir þurfi til daglegra nota. Ísraelar nota nefnilega svo mikið af langmikilvægustu auðlind landsins. Landtökumönnum mun vera úthlutaðar 1450 kúbikmetrum af vatni á mann á ári en Palestínumenn hafa einungis 83 kúbikmetra á mann til sinna umráða á ári hverju. Allt athafnalíf og daglegt líf á svæðum Palestínumanna líður mjög fyrir vatnsskort, segir í áhugaverðri grein eftir Jón Orm Halldórsson.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
4.10.2006 | 22:24
Blóðugur veruleikinn á blaði
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.10.2006 | 17:54
,,Hringdu þá bara í þessar örfáu hræður á íslandi!"
,,Ég ekki hugsa fyrir hungri - ramada! sagði forstjóri hjálparmiðstöðvarinnar þegar ég spurði í morgun hvort það yrðu einhver verkefni í dag, en það var ekki frekar en fyrri daginn, vegna þess að allt er hálf staðnað í ramada-föstunni. Enginn hefur orku til að gera neitt á daginn nema hlusta á garnagaulið í sjálfum sér.
Fyrir utan mig er einn annar sjálfboðaliði á staðnum, 21 árs Mexikani, sem ég kynntist reyndar á Hebron Hostel í Jerusalem. Þessa dagana er hann að vasast í að þýða heimasíðu félagsins yfir á spænsku. Forstjórinn stakk hálf önugur upp á því að gerði slíkt hið sama, þ.e. þýddi síðuna yfir á íslensku. Allt í lagi, sagði ég, en bætti því við að það myndi aðeins gagnast um 300 þúsund manns, eða allri þjóðinni. Þá tók forstjórinn upp símann, rétt mér tólið og hreytti útúr sér: ,,Hringdu þá bara í þessar örfáu hræður á íslandi!
Í gærkvöldi var blakkeppni milli vaskra íþróttagarpa úr New Askar búðunum við þá í Old Askar. Við töpuðum naumlega. Á meðfylgjandi mynd má sjá forstjórann á hrósa sínum mönnum frá hliðarlínunni. Feikilega hress enda vel mettur.
--
Í þarsíðasta bloggi sagði ég að íbúar í flóttamannabúðunum myndu skrimta þokkalega, en sú fullyrðing er byggð á röngum heimildum. Áttatíu prósent íbúa búa við atvinnuleysi og lepja því dauðann úr skel. Samkvæmt könnun sem var gerð meðal íbúa í búðunum fyrir fáeinum árum trúir meirihluti þeirra því enn að búðirnar séu aðeins tímabundið afdrep; einn góðan veðurdag munu þau snú aftur til heimila sinna sem nú tilheyra Ísraelum. Jafnvel þótt önnur og þriðja kynslóð fjölskyldunnar þekki ekki annað heimili en búðirnar voru stofnaðar 1958 eftir að fólk hafði búið í tjöldum í tíu ár. Sorglegt. Með slíkum hugsanahætti þróast hlutirnir hægt.Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.9.2006 | 00:22
Ljósmyndari hjá kínverskri fréttastofu!
Fréttastofan nefnist Xinhua news agency og er sögð sú stærsta á alþjóðlega sviðinu í Kína. Einhverskonar Reuters-myndabanki kínverskra fréttablaða. Nær allar erlendar myndir sem birtast í kínverskum blöðum eru keyptar gegnum Xinhua News, segir David Guolei, tengiliður minn innan fréttastofunnar, en hann er einn þriggja fastráðinna starfsmanna þeirra í Ísrael og Palestínu.
David þennan hitti ég upphaflega fyrir tilviljun á útsýnisskífu í Jerusalem þar sem við vorum báðir að taka myndir. Eftir að hafa spjallað um ljósmyndagræjurnar okkar, barst í tal að ætlaði að dvelja í Nablus um þónokkra hríð og þá stakk hann upp á því að ég gæti hugsanlega unnið fyrir fréttastofuna, þar sem þeir hefðu engan lausamann þar. Ég sendi honum því símanúmerið mitt í tölvupósti og fékk í dag eftirfarandi svar:
ok, just give me a call if any spot news happened there AND send pix to this e-box. We will pay u the pix we used at a price of 60 USD per pix. Remember, we only have the interest in the spot news.
Actually there are many big news in our region now, as far as i know, 5 palestinians killed by IDF yesterday, and vice prime minister of Palestine was set free yesterday.
These news are the very one we want to cover if u have the chance to get it. Good luck.
DAVID
Síðan er spurning hvort ég næ nokkurn tímann að spotta einhvern atburð. Ég þarf jú að hafa upp á þeim sjálfur og hef enn sem komið er enga tengiliði í borginni. Það kemur í ljós.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.9.2006 | 23:19
Orðinn kennari í flóttamannabúðum
Eftir nokkurra daga dvöl í þorpinu Qalkilya er ég nú sestur að í flóttamannabúðum í Nablus. Þar mun ég vinna í um þrjár vikur sem sjálfboðaliði og meðal annars fást við kennslu í ljósmyndun og starfa með skátaflokki svæðisins.
Flóttamannabúðirnar, sem nefnast New Askar, eru í útjaðri Nablus, fjölmennustu borg Vesturbakkans. Þær eru ekki beinlínis einsog ég bjóst við, en það er sennilega vegna þess að ég hef stundum of ýkt ímyndunarafl. Íbúarnir búa við kröpp kjör en þau skrimta þokkalega. Á stofnanamáli yrði svæðið sagt hafa svakalega hátt nýtingarhlutfall. Á þessu 1 2 hektara svæði búa um 700 fjölskyldur, sem á sínum tíma hrökkluðust frá heimilum sínum í t.d. Haifa og Jaffa. Hjálparsamtökin sem ég starfa hjá sjá um félagsstarf á svæðinu, menntun og annast hreyfihömluð börn.
--
Eins og áður sagði kvaddi ég þorpsbúa í Qalkilya í dag eftir fjögurra daga veru. Þar komst ég að þeirri niðurstöðu að Palestínumenn eru sennilega gestrisnasta fólk í heimi. Nokkrir almennilegir Palestínumenn á mínum aldri tóku mig upp á sína arma meðan ég dvaldi í bænum. Qalkilya er við grænu línuna svokölluðu, sem sker landamæri Vesturbakkans og Ísraels. Í gegnum tíðina hafa margir íbúar í bænum sótt vinnu til Ísrael og því verið nokkuð vel stæðir. En eftir að Ísraelar reistu aðskilnaðarmúrinn hefur dæmið snúist við. Þorpið er í dag umkringt múrunum hefur aðeins einn inngang. Þess vegna er orðið ómögulegt fyrir Palestínumenn að sækja vinnu til Ísrael og þar af leiðandi eru þeir vel stæðu flestir fluttir á brott.
Í þokkabót er aðskilnaðarmúrinn byggður fyrir framan grænu línuna og aðskilur því líka ræktunarland bænda í Qalkilya frá svæðinu. Slíkt hefur sett verulegt strik í reikninginn og ekki bætir úr skák yfirgangur Ísraelska hersins sem leggur sig fram við að hefta ferðir bænda á akra sína. Þannig er ástandið nær alstaðar þar sem múrinn liggur og samkvæmt áformum Ísraela, um að halda áfram byggingu aðskilnaðarmúrsins, verður ástandið enn skelfilegra. Takmarkið er að Vesturbakkinn verði á endanum eitt stórt fangelsi fyrir Palestínumenn, sem munu ekki komast leiðar sinnar í eigin landi!
--
Rétt eins og Múslimarnir er ég er byrjaður á hinum ævaforna Ramada-megrunarkúr. Frá sólarupprás til sólarlags fæ ég hvorki vott né þurrt. Þegar myrkrið skellur á háma ég í mig mat og japla síðan á einhverju fram að sólarupprás. Þetta er skrambi erfitt, en það er líka erfitt fyrir mig að svindla. Í fyrsta lagi verið ég þá fyrir miklu aðkasti og í öðru lagi er ekki hægt að fá skyndibita á daginn. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég laumast til að fá mér vatnssopa.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)