24.1.2011 | 12:06
Dagur eitt
Dakar, höfuðborg Senegal, liggur á litlu nesi við Atlantshaf. Útúr borginni er aðeins einn vegur og óska ég engum hjólreiðamanni þess að þurfa taka hann ofar en einu sinni.
Eftir fyrsta klukkutímann á hjólinu var ég bara nokkuð brattur. Sá ég var á réttri leið og um það bil að nálgast hraðbrautina.
Allt þar til rútubílstjóri dró úr sjálfstraustinu með því að aka utan í mig á fullri ferð þannig að ég skall með hjólið í götuna. Hann hélt áfram ferð sinni en vegfarendur voru fljótir til aðstoðar.
Hjólið slapp merkilega vel en annar bakpokinn þurfti að fara til skraddara. Sjálfur slapp ég með skrámur á handleggnum og gat haldi förinni áfram korteri síaðar.
Ég fór hægar eftir þetta og var hálfpartinn byrjaður að teyma hjólið þegar, hvað haldiði, tuttugu hjólagarpar, klæddir gulu, óku hjá. Reiðhjólaklúbbur Dakar í árlegri utanbæjarferð!
Saman lögum við undir okkur heila akrein.
Ég kvaddi þá fimmtán kílómetrum síðar, við rólegan strandveg. Og þá var ekki einu sinni komið hádegi.
Athugasemdir
Þetta hljómar ekki vel - þú hjólar vonandi ekki með ipod í eyrunum!
Bjarni Harðarson, 24.1.2011 kl. 20:27
Verður gaman að fylgjast með blogginu þínu Egill! Þú ert náttúrulega að missa af miklu að vera frekar í ævintýraferð í stað þess að læra opinbera stjórnsýslu ... =Þ
Jóhanna Gísladóttir (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 01:34
Er það tilviljun að þú ert í gulum bol?! Er algengt að menn noti hjálm?
Eva (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 13:48
ipod nei, ekki nema a sveitavegum og tha bara i odru eyra.
i stadinn laeri eg, ohjakvaemilega her i afriku, nokkud um omurlega stjornsyslu.
their gafu mer bol! ja, einu mennirnir sem eg hef sed nota hjalm.
Egill Bjarnason, 25.1.2011 kl. 15:14
Vá, snilld! Farðu varlega á reiðhjólinu!
sæunn (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 17:44
Step up your sólbrúnka frændi.
Máni frændi (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.