26.10.2009 | 08:20
Sjúkdómalaus
Ungur karlmaður frá fátæku ríki óskar eftir kynnum við góða konu. Bólusettur og sjúkdómalaus.
Ég er semsé bólusettur.
Slapp létt með einungis eina sprautu og tvo kóleru-kokteila fyrir þrettán þúsund samtals í Læknasetrinu.
Prísinn á malaríulyfjum var ekki eins sanngjarn. Það er hreint brjálæði að ætla að taka Malarone einu sinni á dag, eins og læknar ráðleggja, þegar skammturinn kostar 800 krónur.
Magalyfin eru svo á sínum stað. Þau gera manni nánast kleyft að drekka úr drullupollum.
Apótek í Eþíópíu
Ferðalög | Breytt 20.11.2009 kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.10.2009 | 11:50
Sólarvörn er fyrir rasista!
Líklega er ég þessi týpa sem pæli ekki í sólarvörnum fyrr en ég ligg andvaka með stökkbreytta húð.
Þannig að ég byrjaði daginn í verslun sem seldi Nivea-ofursólarvörn, sjálfsögðu á verði sem þætti jafnvel okur á Íslandi.
Á meðan ég bar kremið á mig fyrir utan verslunina stoppaði forvitinn vegfarandi.
Hvað þetta?"
Krem fyrir húðina vegna sólarinnar."
Það tók hann smá stund að átta sig hvurslags eiginlega svívirða þetta var.
Þú ekki vilja verða svartur? Ekki svartur eins og ég!?! Bara hvítur?"
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.10.2009 | 09:23
Flugferðin mikla
Sat hliðin á íraskri konu hálfa leiðina. En ég bý í Jórdaníu út af þú veist ... stríðinu," sagði hún og yfirgaf því flugvélina við millilendingu í Amman. Þá var ferðin aðeins hálfnuð hjá mér.
Á bekknum fyrir framan sat Eþíópíumaður sem leit helst út fyrir að hafa fundið flugmiðann á götunni. Tvisvar í fluginu dró hann upp sígarettu, snéri sér að sessunautnum og spurði með handapati um eld. Í bæði skiptin virtist hann jafn hissa á viðbrögðum fólks.
Velkominn til Eþíópíu," blasti við á skilti á flugvellinum en undir kveðjunni voru varnarorð í örlítið minna letri sem sögðu: Hjálpaðu okkur að halda nýju flensunni í skefjum"
Já, en verðið á eldsneytinu er orðið svo svakalegt," byrjuðu leigubílstjórarnir fyrir utan flugvöllinn. Klukkan var vel yfir miðnætti og því í frekar lélegri samningsstöðu.
Leigubílstjórinn byrjaði auðvitað á að fara með mig á eitthvert hótel í eigu frænda síns, ekki það sem ég hafði beðið um. Það hafðist loksins. Og mikið svaf ég vel.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2009 | 00:53
Bless, Selfoss!
Síðustu tvo mánuði hef ég verið það sem Kanar kalla búmmerangbarn; flutt að heiman en snúið óvænt aftur í foreldrahús misseri síðar.
Í fyrramálið flýg ég til Eþíópíu. Fer fyrst til London og þaðan er tíu tíma flug til Addis Ababa með millilendingu í Amman.
Hálfgerð óvissuferð, enn sem komið er, en ég er með nokkur ljósmyndaverkefni í huga ásamt því að ætla að finna Livingstone og upptök Nílar.
Bless, Selfoss - eina ferðina enn.
Á Ingólfsfjalli Mynd frá árinu 2007.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.8.2009 | 16:06
Little-Reykjavík lögð í eyði
Meira að segja Norðmenn eiga sitt hverfi og geta keypt sínar fiskibolla í New York, borginni þar sem töluð eru 160 tungumál.
En ekki Íslendingar.
Þannig að ég stofnaði Little-Reykjavík í miðju gyðingahverfinu í Williamsburg.
Nú hefur það verið lagt í eyði, samfara heimkomu minni á Selfoss.
Í hjarta Litlu Reykjavíkur! Gunnlaugur bróðir heimsótti mig í Brooklyn.
*Endurbætt 1. September.
Ferðalög | Breytt 2.9.2009 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2009 | 13:36
Bilun þýðir bloggleysi
Fartölvan bilaði. Ég mun því ekki huga að þessu bloggi í bráð.
Away Brettagaur úr hverfinu - away eins og ég.
Ferðalög | Breytt 16.8.2009 kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009 | 12:49
Hafmeyjur í Afríku
Þegar ég póstaði blogginu hér að neðan, var mér hugsað til frásagnar Kenýamanns af hafmeyju.
Það var 2004 að ég, pabbi og Eva systir fórum á bát að snorka við strendur Kenýa.
Við sáum krabba, steina og smáfiska; ómerkilegt smotterí fyrir bátsmanninum okkar. Hann hafði nefnilega séð hafmeyju en nefndi það nú samt í hálfgerðu framhjáhlaupi.
Hafmeyju! Athygli pabba var náð.
Maðurinn útlistaði í löngu máli útliti þessa hálfa fisks og hálfa manns" og sagði að sá sem krækti í slíka skepnu yrði að virða ákveðnar hefðir. Kynlíf með hafmeyju væri til dæmis illa séð.
Eftir að hafa malað hikstalaust í klukkutíma, spurði bátsmaðurinn hvort við vildum sjá mynd þessu til sönnunar.
Síðan leiddi hann okkur inní hús við höfnina, benti á plakat með myndum úr dýraríkinu og sagði stoltur: Þetta er hún!
Á myndinni var selur.
Upptaka Hafmeyjufræðingurinn með áhugasömum áheyranda.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.6.2009 | 15:06
Hugfanginn af hafmeyjum
Helmingur þjóðarinnar veit þetta ekki en draumur hvers karlmanns er að sjá nakta hafmeyju.
Og nú hef ég séð hundrað!
Húrra fyrir hafmeyjum! Hin árlega hafmeyjuhátíð í New York.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2009 | 01:52
Halló, heimspressan hérna!
Það hefur verið hringt á skrifstofuna frá London Times, New York Times og öðrum heimsblöðum vegna stórtíðinda í ljósmyndaheiminum; endalokum Kodachrome, fyrstu litmyndafilmunnar.
Steve McCurry skaut yfir 800 þúsund myndir á Kodachrome, þar á meðal eina af afganskri stelpu í flóttamannabúðum í Pakistan.
Blaðasali í Íran Ekkert hefur heyrst frá Tehran Times.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2009 | 13:17
Sýnishorn af ræsinu
Eyddi tíu mínútum með riddurum götunnar. Ekki frá því að myndirnar geri lífið í ræsinu nokkuð sjarmerandi.
21. útrásarvíkingurinn Maðurinn sem álitsgjafarnir gleyma þegar þeir nefna þennan hóp tuttugu manna sem setti Ísland á hliðina." Okei, langsóttur djókur ... en hann hefur allavega augnaráð sjóræningja.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)