. - Hausmynd

.

Uppfært myndasafn

 Kenýa

Endurskoðaði myndabanka bloggsins.

Skoðið. 

 Kenýa Aldrei áður tekið eftir þessari ágætu mynd frá 2004. Væri betri ef konan í bakrunn hefði stigið einu skrefi lengra. 


Niður með Ahmadinejad!

Gott að vita að ég stend ekki einn í þessu lengur. 

Annars gleðilega þjóðhátíð.


mbl.is Fjölmenn mótmæli í Teheran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmtíuþúsundmyndaferð

 

Steve er kominn heim úr sinni 86 ferð til Indlands.   (Ég held að ég hafi ekki komið á neinn stað 86 sinnum um ævina.)

Lunginn úr deginum fór í að lóda af minniskortum; samtals 50 þúsund ljósmyndum af indverskum hirðingjum.

Myndirnar má svo sjá í þarnæsta hefti af National Geographic. Það er að segja einhverjar 5 af þessum 50 þúsund.

Hirðingjar á Indlandi Mynd úr eigin safni, tekin í janúar 2008 í Rajasthan. 


Tvö brjóst, tíu myndavélar

New York

Um helgina náðu núdistar að valda mér vonbrigðum. Þeir auglýstu World Naked Bike Ride í New York. Sá meinti heimsviðburður reyndist vera smá samkoma þar sem flestir mættu með myndavél en ekkert reiðhjól. Nektarparturinn stóð heldur ekki undir nafni. New York

Þegar ég var við það yfirgefa pleisið, sveif á mig gamlingi og bauðst til að kaupa nokkrar af mínum myndum á fimmtíu dollara. Díll.

Afhverju? Ég fattaði það ekki fyrr en sá gamli kom aftur stuttu síðar og sagði frekar laumulega: Heyrðu, geturðu tekið myndir af strákunum fyrir aftan okkur? Þeir eru svo sætir ...

Ég var semsé að skjóta svæsniefni fyrir áttræðan perra. Frábært.

Fyrirsæta dagsins Hún hefur sennilega aldrei fengið aðra eins athygli, þessi eina berbrjósta í hjólreiðatúrnum.  

Stór ... augu Hún dróst langt afturúr hópnum og vakti því talsverða undrun vegfarenda. 


Twitt-törn

Væri ég Twittari, væru efstu færslurnar eftirfarandi:

egillbjarnason Dring, dring! That´s right; ég á reiðhjól!

egillbjarnason Klukkan er níu og ég er enn í vinnunni. Hvað er aftur síminn hjá stéttarfélaginu?

egillbjarnason Sveittur í lófunum að labba frá skrifstofu Magnum-photos með mikilvægar útprentanir.

egillbjarnason Fann besta falafelstað bæjarins. GPS hnit: 54 w 48 n.

egillbjarnason Er á vinsælasta Brodway-leikriti síðari ára; Óperudraugnum. Og það frítt. Fékk miða frá leiðsögumanni í New York og fyrrum ferðafélaga.

egillbjarnason Kann loksins að sjóða egg.

*Ég er að vísu skráður á Twitter en ég er einn af þessum 90% sem skrifa bara eina færslu og hætta, samkvæmt Harvard rannsókn.


Prófessor falafel

 Ground zero

Ég geri tilkall til titilsins sérfræðingur Íslendinga í falafel-samlokum. Öðru nafni Egill Falafel. Hef torgað tonni frá því að ég smakkaði þá fyrstu í Jórdaníu 2006. Þær eru bestar í Sýrlandi, stærstar í Bandaríkjunum og furðulegastar á Íslandi.

Þá hefur því verið komið á framfæri.

Falafelstaður Í bakrunn eru byggingarkranar á Ground Zero þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður. Til stendur að reisa háhýsi sem hefur hlotið hið Bush-leg nafn The Freedom tower. 


Gott fyrir pylsusalana

„Gatnamót heimsins“

Heimsækið New York og sleikið sólina á gatnamótum heimsins!

Umdeildasta málið á Manhattan er þetta: Times Square lokað fyrir umferð og gatan lögð undir garðstóla.

Leigubílstjórar eru brjálaðir en pylsusalar sáttir.

Torgið er einsog sólarverönd á Flórída, sagði einn.

Indeed!


Hinum megin við linsuna

Færeyjar

Hef sett inn myndaalbúmið Vér flakkarar

Sæfarar! Þegar pabbi fann Færeyjar.


Þeirra sjómannadagur

Washington

Í dag er Memorial Day í Bandaríkjunum og því frí í vinnunni.  

Þetta er svona þeirra sjómannadagur. Nema þeir heiðra minningu þeirra sem hafa sjálfviljugir fórnað lífi sínu við að reyna drepa annað fólk í fjarlægum löndum.

En starfslýsing hersins er yfirleitt orðuð öðruvísi í hátíðarræðunum dagsins.

Víetnam veteran í Washington Til hamingju með daginn!


Bæ, bæ Bam!

Hvíta húsið

Við Barack Obama fórum báðir í fríi á laugardag. Ég með rútu til Washington en hann yfirgaf höfuðborgina á einkaþyrlu.

Fylgdist með brottförinni ásamt hópi túrista og ... Tamíl Tígra! Þeir voru ekki þarna til að skoða Hvíta húsið, heldur til að kalla eftir aðgerðum gegn stjórnvöldum í Srí Lanka. Þinghúsið

Í DC eru öll helstu kennileyti Hoolywood-kvikmyndanna á sama blettinum; The Mall garðinum. Umhverfis hann eru söfn en mér gafst ekki tími til að skoða nema nokkur. Yfirgaf New York við sólarupprás og kom aftur heim um miðja nótt. Milli stórborganna er um fjögurra klukkustunda akstursfjarlægð.

Washington fer klárlega ofarlega á minn lista yfir uppáhalds höfuðborgir. Lendir líklega milli París og Jerúsalem.

Hvíta húsið The New York Post birti á sunnudag mynd af Obama og eiginkonu hans á leiðinni upp í þyrlu ,,í stutt frí". Ég geri ráð fyrir að blaðið eigi við sama þyrluflug og ég varð vitni að. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband