. - Hausmynd

.

Íslenskur dóni og Erlendur í Afganistan

Hvað haldiði að ég hafi rekist á inn í kvikmyndaverslun í miðbæ Kabúl?

Kínverska sjóræningjaútgáfu af Jar city, Mýrinni, í sömu hillu og Hollywood myndirnar.

Svo Afganir græða á verkum Baltasars Kormáks og Arnalds Indriða.

Ég keypti samt frekar mynd um Afganistan undir stjórn talibana. Helvíti góð alveg.

---

Í gær rak ég svo augun í fyrirsögn á forsíðu amatör dagblaðsins The Afghanistan Times:

ÍSLAND ÍTREKAR STUÐNING VIÐ AFGANISTAN

Með fréttinni fylgdi mynd af Ingibjörgu Sólrúnu á spjalli við forseta landsins. Hún var ekki með hijab, slæðu fyrir hárinu, eins og tíðkast meðal Afganskra kvenna jafnt sem erlendra í þessu íslamska lýðveldi. Merkilegt virðingarleysi.

Tek fram að þetta er eina myndin sem ég hef séð frá ferð ráðherrans. Það getur því vel verið að hann hafi brugðið upp slæðu við einhver önnur tilefni.

barbimedhijab

 

Meira að segja Barbí er  í takt við siði heimamanna.


Áramótin 1387 og afmæli spámannsins

afmaelispamannsins 

Ástæðan fyrir undanförnu bloggleysi er sú að hef verið upptekin við að skemmta mér í partíbænum Kabúl.

Á fimmtudag átti Múhameð spámaður afmæli. Kabúlar fögnuðu deginum með hálfgerðum 17. júní stíl í gömlum kirkjugarði! Þarna voru börn í leiktækjum, menn að spila fjárhættuspil og óteljandi matsölustandar ofan á grafreitum.

Daginn eftir voru áramót múslima. Ég gerði aðra misheppnaða tilraun til þess að sjá buzkasi viðureign (íþróttin með hestunum sem ég nefndi um daginn) en lenti í staðinn á árlegri flugdrekakeppni Kabúl. Leikreglurnar eru sáraeinfaldar, maður á að reyna fljúga niður aðra flugdreka. Skemmst er að segja frá því að ég brotlenti einum og tapaði öðrum í árás.  


Siðgæðisvörn Afganska sjónvarpsins

Ég varð í fyrstu hissa að sjá sjónvarpsþáttinn Afganska Idolið. Óvenju frjálslyndur þáttur miðað við kúltúr landsins. Þess vegna varð ég ekki eins hissa þegar ég las að einhver styr stæði um hann.

Sjónvarpsstöðvar í Afganistan virðasta hafa nokkuð grimma siðgæðisverði. Það sést best þegar maður horfir á einn vinsælasta þáttinn, Bollywood útgáfu af Leiðarljósi, en þá er sett móða yfir ósiðsamlegan klæðnað leikkvennanna. Absúrd sjón þegar það er til dæmis hópur kvenna og nær allur neðri hluti sjónvarpsmyndarinn blörraður.

Sjónvarpsefni á samt sem áður stóran þátt í að nútímavæða viðhorf Afgana til kvenna.


Net en ekkert rafmagn

Er i afskektu kaupstadarthorpi, Fizabad, tar sem er nanast aldrei rafmagn og hundrad kilometrar i malbikadan veg. Samt er netkaffi! (Med rafmagnsmotor)

Lagdi i 15 klukkustunda rutuferd til ad komast hingad og sja spilada thjodarithrott Afgana. Leikur sem er eins og rundingur, bara a hestum og med daudri geit. En tad er vika i naestu keppni, thverofugt vid taer upplysingar sem eg fekk i fyrstu.

Samt engin filuferd.

Adur en vid logdum i'ann foru allir i rutunni med baenirnar sinar. Eg skildi ekki neitt i neinu. Ekki fyrr kom ad all svakalegum fjallvegum undir lokinn. Ef eg hefdi verid ad keyra hefdi eg orugglega ordid of upptekin af tvi ad virda glaesilegt landslaegid fyrir mer og endad ofan i a.

A leidinni thurftum vid lika ad stoppa i nokkrar klukkustundir vegna vegaframkvaemda. Hittum ta thiska hjalparstarfsmenn sem mega undir venjulegum kringumstaedum aldrei yfirgefa bilin sinn. Sennilega reglur sem voru samdar af einhverjum sem hefur aldrei komid i tennan hluta landsins.

I Mazar-e Sharif lentum vid Bretinn i sma logguhasar. Skindilega skipad ad koma uta loggustod tar sem vid turftum ad bida i fleiri klukkutima. Drukkum te og bordudum salgaeti med logreglutjonum sem toludu enga ensku og virtust ekki hafa neitt betra ad gera en klippa a ser neglurnar. Eg veit ennta ekki hvers vegna vid vorum kyrrsettir.

Tungumalaordugleikar gera ferdalog i tessu landi frekar erfid.


Sviðasalinn frá Kabúl

Eftir nokkra áhugaverða daga í Kabúl er ég kominn til Mazar-e Sharif í norðurhluta Afganistan, í klukkutíma akstursfjarlægð frá landamærum Uzbekistan. Kúltúrinn hér ku skera sig frá öðrum landshlutum og vera nær því sem þekkist í nágrannaríkjunum.

Kabúl er virkilega áhugaverð borg. Tímalaus nánast; heilt á litið frumstæð en um leið sér maður að borgin er á hraðri leið inn í nútímann með hjálp alþjóðasamfélagsins. Þar er fátt við að vera fyrir hinn dæmagerða ferðamann. Ég skoðaði nú samt tvö söfn, eitt með úrvali af jarðsprengjum og annað minjasafn. Eitt sinn það merkilegasta sinnar tegundar í heiminum þangað til margir af merkustu gripunum hurfu á stríðsárunum. Aðrir urðu talibönum að bráð  er þeim kauðum er illa við myndir og líkön af lifandi verum.

Markaðurinn er nú samt skemmtilegastur. Sá meðal annars bása með sviðakjömmum, búrkum og fölsuðum dollurum. Opnunartími verslana er hins vegar óvenju stuttur. Klukkan átta eru yfirleitt allir búnir að loka. Jafnvel eigendur veitinga-, matvöruverslana og netkaffihúsa. Sennilega vegna þess að viðskiptavinirnir vita að margt misjafnt þrífst í myrkrinu. kabul 044

Okkur Bradley er hvarvetna vel tekið af heimamönnum. Höfum meira að segja drukkið te með mujaheddin, skæruliða sem barðist á móti Rússum á árunum 1979 til 1989. Stríðið kostaði hann skotsár í bringuna og annan fótlegginn. Það væri kannski ekki frásögum færandi ef við hefðum ekki hitt hann upp á miðju fjalli sem umlykur Kabúl.


Mótmælum linnir ekki

Á síðastliðnum mánuði hafa borist daglegar fregnir af mótmælum vítt og breitt um Pakistan gegn dönsku skopmyndunum af Múhameð spámanni. Nú hefur hins vegar orðið sú breyting á að mótmælendur beina slagorðum sínum í auknum mæli gegn Hollandi. Þar hyggst stjórnmálaleiðtoginn Geert Wilders síðar í þessum mánuði frumsýna kvikmynd um Kóraninn. Bók sem hann segir ala á ofbeldi, sé svipuð Mein Kampf, riti Adolfs Hitler, sem helst eigi að banna. Yfirvöld í Pakistan, næstfjölmennasta múslímaríki heims, hafa nú þegar fordæmt kvikmyndina.mohammodarif

Augljóst íslamshatur

Múslímaklerkurinn Mohammad Arif, frá madrasash trúarskóla í norðurhluta Pakistans, sagðist í samtali við 24 stundir líta á skopmyndirnar sem skipulagða árás á íslam. „Þið [Vesturlandabúar] leyfið ykkur að særa alla múslíma í nafni tjáningarfrelsis. Fyrst þegar myndirnar voru birtar fyrir tveimur árum var fólk ef til vill ekki meðvitað um hvað múslímum myndi sárna. Það hefði því mátt fyrirgefa en nú þegar danskir ritstjórar sameinast um að birta myndirnar aftur er markmiðið augljóst," segir hann og telur að á Vesturlöndum sé í tísku að vera á móti íslam.

Arif kallar eftir því að múslímaríki á borð við Pakistan og Afganistan slíti alfarið stjórnmálasambandi við Danmörku og aðra „óvini íslams". Mótmælunum muni ekki linna fyrr en stjórnvöld sem hýsa guðlastara skeri upp herör gegn þeim. „Það á ekki að hafa spámenn neinna trúarbragða í flimtingum. Ég held að það séu allir sammála um það - nema trúleysingjar," segir Arif.

Mótmælin magnast

Fjölmiðlar á Vesturlöndum, þar á meðal flest dagblöð í Danmörku, endurbirtu skopmyndirnar í síðasta mánuði eftir að þrírmenn voru handteknir, grunaðir um að ætla að myrða höfund einnar teikningarinnar. Tæpum mánuði síðar er enn verið að mótmæla myndunum í mörgum múslímaríkjum. Líkur eru á að spennan muni magnast eftir frumsýningu hollensku kvikmyndarinnar en framleiðandinn gefur lítið upp um innihald myndarinnar.

(Birtist i 24 stundum 4. januar sl.)


Komst klakklaust til Kabúl

Milli landamæra Pakistan og Afganistan er hinn alræmdi Kyber pass spotti. Vegleið gegnum löglaus fjallahéröð alfarið undir stjórn ættbálkasamfélaga sem græða á því að smygla eiturlyfjum, vopnum og öðru misjöfnu frá Afganistan yfir til nágrannaríkisins.

Okkur Bradley, Bretanum sem ég ferðast með, var ráðlagt fyrir ferðina að klæða okkur eins og heimamenn. Þannig yrðum við síður fyrir aðkasti á meðan við ferðuðumst í gegn á fólksbíl með tveimur morgunúrillum hermönnum. Ég held að engin hafi látist blekkjast af þessu dulargerfi.

Þegar við komum að landamærum Afganistan losuðum við okkur við dátana og tókum rútuna til Kabúl.

Hittum á rútustöðunni Afgana sem var víst að fara gifta sig - eftir klukkutíma! Brúðurin barasta væntanleg hvað og hverju frá Pakistan. Þau voru ábyggilega að hittast í fyrsta skipti.

Rútan ók einhvern þann æðislegasta fjallaveg sem ég hef séð. Að vísu sofnaði ég fljótlega á leiðinni en þegar ég vaknaði tók ég eftir að ferðafélaginn var hálf nervös. Lofthræddur nánar tiltekið. „Við lentum í smá umferðaröngþveiti vegna þess að vörubíll húrraði ofan í klettagljúfrið. Umferðin hérna er jafnvel klikkaðri en í Íran," sagði hann.

Í broddi bílaflotans á leiðinni til höfuðborgarinnar eru tveir herjeppar. Eftir því sem nær dregur Kabúl verður sífellt augljósara að landið er hernumið.

Úti í vegkanti er líka víða að sjá gamla, ónothæfa, rússneka skriðdreka frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Afganir unnu stríðið en hafa samt ekki upplifað friðsama tíma eftir það.

Kabúl virðist áhugaverð. Margt að sjá. Til dæmis fyrrum aftökustað talibana og jarðsprengjusafn.

(Netid herna er of sljott til ad haegt se ad hlada inn myndum.)


Til Afganistan

Fer i fyrramalid fra Peshawar, Pakistan, yfir til Afganistan. Med i for verda breskur ferdafelagi og tveir hermenn sem passa ad allir spenni beltin. Samkvaemt aaetlun verdum vid komnir til Kabul fyrir solsetur.

Glaefraleg ferd? Nei. Sa hluti Afganistan sem eg mun skoda er oruggur. Abyggilega oruggari en Pakistan, tar sem sjalfsmordsprengjuvargar eru einstaklega afkastamiklir tessa dagana.  


Finnið eina ranga fullyrðingu

Það er allt í sómanum. Á síðastliðnum þremur dögum hef ég lent í að heimsækja ...

... flóttamannabúðir.

... vopnaframleiðendur. peshawareb

... madrasash skóla.

... McDonalds skyndibitastað.

... dópbarón.

... heróínfíkla.

... ættbálkahöfðingja.

... ópíumbasar.

... listmálara.

... peningafalsara.

... full marga úrþvætti.

Fyrsta vísbending: Myndin er ekki tekin á hamborgarastað.


Bjargvætturinn Edhi

Abdul Sattar Edhi

Abdul Sattar Edhi hefur sex sinnum verið tilnefndur til Nóbelsverðlauna fyrir mannúðarstörf. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki enn fengið verðlaunin hefur eitthvað að gera með menntasnobb og kapítalisma, segir hann mér á bjagaðri ensku þegar við hittumst í Karachi í febrúar. Edhi

Tæplega tvítugur hrökklaðist Edhi frá Indlandi til Pakistan árið 1947 og hóf að vinna fyrir sér sem farandsölumaður. Um leið lærði hann hjúkrun og stofnaði í framhaldinu lítið hjúkrunarrými. „Í þá daga höfðu mun færri möguleika á heilsugæslu," segir Edhi sem í dag stjórnar 1300 sjúkrabílum, heilsugæslustöðvum, munaðarleysingjaheimilum, barnaskólum og dýraspítala svo fátt eitt sé nefnt.

Hann hefur frá upphafi alfarið treyst á frjáls framlög og hafnað stuðningi frá hinu opinbera. Segir að það eigi að byggja upp sitt eigið heilsugæslukerfi. Núorðið streyma fleiri, fleiri milljarðar inn í samtökin á ári. Samt býr Edhi enn ásamt eiginkonu sinni í sömu látlausu íbúðinni og þegar hann byrjaði. Og þrátt fyrir að vera orðinn níræður gefur hann ekkert eftir. Er sífellt á þönum til að halda ævistarfinu gangandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband