. - Hausmynd

.

Gestrisnir Pakistanar

Eftir heilan mánuð á flakki fékk ég vægan ferðaleiða. Allavega var fínt að taka því rólega í fimm daga á sama staðnum, Lahore. Endurnærður fyrir ferðalög, fór ég í dag nokkur hundruð kílómetrum sunnar, áleiðis til Karachi. Pakistanskur jakkasolumadur

---

Fyrir ferðamenn eru Pakistan og Indland gjörólík lönd. Móttökur íbúanna eru nefnilega allt örðuvísi. Pakistanar eru mun gestrisnari og þægilegri. Á Indlandi eru áberandi margir komnir upp á lagið með að hössla ferðamenn, draga þá á staði sem hagnast þeim best og túristunum verst. En í nágrannaríkinu getur maður þurft að krefjast þess að borga fyrir sig. Í dag fór ég til dæmis á veitingastað þar sem ég fékk ekki að borga fyrir máltíðina (langþráð kjöt eftir mánuð á grænmetiskúr indverskrar matargerðar).

Í Pakistan var túrismi eitt sinn ágætis bissnes. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 hrundi sá atvinnuvegur og frá því óeirðirnar í kringum Benazir Bhutto hófust í október á síðasta ári hefur hann náð óþekktri lægð. Sem er synd, landið hefur upp á svo margt forvitnilegt að bjóða. Og íbúarnir eru áhugaverðastir.

Talandi um Pakistana. Óvenju margir þeirra hafa spurt mig hvernig þeir geti komist í álnir á Íslandi. Hvort að reglunar þar séu eitthvað svipaðar þeim bresku? Ég hef ekki getað svarað þeim en þætti forvitnilegt að vita hvort Pakistanar geti fengið atvinnuleyfi á Íslandi. Annars sýnir þessi áhugi helst hvernig íbúarnir horfa á framtíð landsins.

---

Að gefnu tilefni: Ég hef aldrei áður komið til Pakistan en aftur á móti búið í Palestínu, nágrannaríkis Pakistan - í orðabók!


Rafmagnsl ...

Er nema von að stjórnvöld í Pakistan séu almennt óvinsæl þegar þau sinna ekki þeim grunnþáttum að skaffa íbúum nægt vatn og rafmagn?

Í Lahore, einni af helstu stórborgum landsins, slær rafmagnið út um það bil tíu sinnum frá morgni fram á miðnætti. Stundum á ákveðnum tímum en oftar bara annað veifið í ófyrirséðan tíma. Hvort sem það er á heimilum fólks, í raftækjaverslunum eða Netkaffihúsum. Stöðugt eru menn að slökkva og kveikja á kertum.

Sagt er að rafmagnsleysið sé vegna þess að á veturna fyllast ánar af snjó og vatnsaflsvirkjanirnar hætta að geta starfað eðlilega. Á sumrin halda truflanirnar samt áfram því þá er of mikið notað af rafmagni í loftkælingu.

Frá klukkan tíu á kvöldin fram til klukkan sjö er síðan skrúfað fyrir vatnið í borginni.

Ástandið er semsé ekkert sérlega rafmagnað í Pakistan.


Hermennskan er ekkert grín

pakistanskurhermadur

Í gær gekk ég frá Indlandi yfir til Pakistan. Bara smá spölur að vísu en það voru samt hindranir í veginum. Landamæraverðirnir vildu nefnilega fyrst senda okkur Söru aftur til Delhi vegna þess að við vorum ekki með vegabréfsáritun. Það tók tíman að útskýra fyrir þeim að Íslendingar væru undanþegnir slíku en eftir mikið þras brostu verðirnir afsakandi. ,,Velkomin til Pakistan!" Þrátt fyrir að vera einu opinberu landamæri óvinaríkjanna, Indlands og Pakistan, var bókstaflega engin á leið í gegn allan þennan tíma.

Fljótlega eftir að við höfðum fengið réttu stimplana í vegabréfin var landamærunum lokað með mikilli athöfn. Pakistanskir og indverskir dátar marseruðu hvor á móti öðrum á landamæralínunni. Hundruð fólks kom sérstaklega til að fylgjast með þessari daglegu athöfn og hvetja sína menn. ,,Hindustan!" heyrðist Indlandsmegin en ,,mínir menn" svöruðu  hástöfum: ,,Allah akbar!"

landamaeraskiltiEftir þessa skemmtilegu sýningu, sem var um leið frekar bjánaleg eins og svo margt sem viðkemur hermennsku, stukkum við Sara upp í rútu á leið til Lahore. Þegar við stigum inn var Söru umsvifalaust bent á annan inngang fyrir kvenkyns farþega, aðskilin okkur körlunum með vegg. Já, ég er sko greinilega kominn í annan menningarheim.

Nú gistum við á æðislegu farfuglaheimili í Lahore og þegar þetta er skrifað eru að byrja tónleikar þjóðlegrar Pakistanasveitar á þaki hússins.

Mynd 1: Liðugur pakistanskur hermaður í daglegum metingi við indverska kollega sína. Mikil upplifun.

Mynd 2: Skilti á landamærunum Pakistan. Bandítar eru vinsamlegast beðnir að vera úti - við eigum nóg þeim af þeim.  


Pakistan

gullnahofidEr kominn til Amritsar i nordurhluta Indlands. A morgun forum vid Sara til Lahore, Pakistan. Gistum i nott i herbergi vid Gullna hofid sem tilheyrir sikha truhopnum. Blogga betur sidar.

Yfir til thin, Sara!


Verðlagið á Indlandi

RupiurVatnsflaska: 20 krónur.

Bensínlítri: 78,2 krónur.

Ódýrasta gisting: 255 - 425 krónur.

Fimm tíma rútuferð á ódýrasta farrými: 221 króna.

Ódýrasta máltíð á matsölustað: 25 - 102 krónur.

Pakki af Malboro sígarettum: 153 krónur.

Hálfs lítra bjórdós: 98 krónur.

Kíló af tómötum: 17 krónur.

Ein indversk rúpía samsvarar 1,7 krónu.


Lýðveldisdagur

Eins og ég sagði; umferðin í Delhi er galin ...

motorhjol1motorhjol2

Annars eru myndirnar teknar á æfingu fyrir hátíðarhöld í tilefni 59. lýðveldisdags Indlands í dag, 26. janúar. Ég mætti ekki en það gerði Sarko Frakklandsforseti. Til þess að stuða ekki íhaldsama hindúa varð hjásvæfan/kærastan/eiginkonan, Carla Bruni, eftir heima.

Skólakrakkar í Kajoraho, þar sem ég er staddur, fögnuðu deginum með skrúðgöngu: 

 lydveldisdagur2

lydveldisdagur1


Frábær heimsókn

Þegar ég fór á fimmtudag bjóst ég við því, að næst þegar ég færi á netkaffi væri pöpullinn búinn að brenna Ráðhús Reykjavíkur. Ojæja. 

Heimsóknin í ættbálkaþorpið Basari var meiriháttar. Gat hins vegar ekki gist í tvær nætur eins og til stóð vegna þess að minn maður í þorpinu vildi bregða sér í kaupstað til þess að fagna Lýðveldisdeginum með vinum og kunningjum. Blogga meira um það síðar.
basari
Eitt mjög Indverskt að lokum: Við Sara gistum á hóteli í Kajoraho sem heitir Lakeside og gefur sig út fyrir glæsilegt útsýni yfir stöðuvatn bæjarins. Síðan þegar maður virðir útsýnið fyrir sér blasir við löngu uppþornaður pyttur þar sem helst væri hægt að baða sig í rusli.

Hótelið er samt fínt og sömuleiðis hóteleigandinn sem er byrjaður að kenna mér og Söru hugleiðslu okkur að kostnaðarlausu.

(Eg med thorpsbuum i Basari) 


Lagskiptar einkamálaauglýsingar

Fjölskylda í suður Delhi, af hinni háttsettu Arora, býður uppá samband við myndarlegan, heiðarlegan og grannan dreng, fæddan í Amritsar árið 1981. Er með hrífandi persónuleika og gegnir góðri stöðu í viðskiptalífinu. Nauðsynlegt er að viðkomandi stúlka sé grönn, fögur, heiðarleg, vel menntuð og frá hátt settri stétt. Sendið æviskrá ásamt mynd á netfangið anmolasanysai@hotmail.comungfruindland

Svona hljóðar ein af óteljandi einkamálaauglýsingum í blaðakálfi sem fylgdi enska dagblaðinu The Times of India. Það vakti athygli mína að auglýsingarnar væru flokkaðar samkvæmt viðbjóðslegri lagskiptinu hindúismans. Skipulögð hjónabönd eru algeng og fæstar fjölskyldur þora að kalla yfir sig þá skömm að leyfa sambönd við óæðri stétt.

Í blaðinu eru auglýsingarnar einnig flokkaðar eftir atvinnu, trú, tungumálakunnáttu og síðast en ekki síst er sérstakur dálkur fyrir eyðnismitaða.

Líkt og í öðrum vanþróuðum löndum er algengt að stúlkur séu trúlofaðar eða giftar á barnsaldri. Yfirvöld á Indlandi beita sér víst hart gegn slíkum hjónaböndum. Á lýðveldisdaginn heiðraði forseti Indlands til að mynda unga sveitastúlku sem stóð upp í hárinu á foreldrum sínum þegar það átti að neyða hana í hjónaband með eldri manni. Hetjan er sögð vera orðin tákn fyrir breytt viðhorf gagnvart slíku barnaofbeldi.

(Fagra fljóðið á myndinni er indversk lágstéttarstelpa og sölumaður á markaði í Khajuraho. Giska á að hún sé um kringum tvítugt. Annars er mjög erfitt að átta sig á aldri Indverja.)

---

Á morgun heimsæki ég lítið ættbálkaþorp og hyggst gista í tvær nætur. Blogga þegar ég sný aftur til smábæjarins Khajuraho. 


Syndlaus í hinni gruggugu Ganges

Loksins er ég laus við allar mínir syndir um ævina. Það tók mig aðeins fáeinar mínútur í baðferð að upptökum Ganges árinnar við Allahabad. Þar stendur yfir árleg Magh Mela athöfn hindúa sem flykkjast út í ánna. Á tólf ára fresti fer þar fram fjölmennasti mannfögnuður heims.ganges

 

Gangesböðin eru hinsvegar ekki eins heilsusamleg og margir halda. Flestir pílagrímar fara til Varanasi, hundrað kílómetrum frá staðnum þar sem ég var, til þess að baða sig í Ganges og fleyta ösku látinna ástvina. Á sjökílómetra belti við Varanasi baða sig að jafnaði 60 þúsund manns á dag en þar enda líka 30 stór skólprennsli. Ekkert kvikt lifir í ánni lengur, nema auðvitað bakteríur. Nýleg athugun sýnir að í hverjum 100 millilítrum eru 1,5 milljón sýklar en almennt er miðað við að í baðvatni mega helst ekki vera fleiri en 500!

Baráttan umhverfisverndarsinna við óhreinindin í Ganges hefur staðið yfir í rúma tvo áratugi með misgóðum árangri. Við upptökin í Allahabad beita yfirvöld sér sömuleiðis fyrir því að auka vatnsrennsli í ánni og samkvæmt héraðsfréttablaði umdæmisins hefur tekist að bjarga því fyrir Magh Mela hátíða sem stendur fram á miðjan febrúar.


Brúðkaup og blómvöndur

sikharEftir tíu tíma lestarferð frá Delhi var ég kominn til borgarinnar Allahabad sem virðist vera hið mesta partípleis.

Á meðan við Sara borðuðum kvöldmat á veitingastað bárust mikil læti frá aðalveginum. Við nánari athugun reyndist þetta vera skrúðganga þeirra sem aðhyllast sikhism, trú náskyld hindúisma og búddisma en stuðst er við hið heillaga rit Guru Granth Sahib. Trúin er útbreiddust í Punjab og þar er Gullna hofið þeirra heilagasti staður. Vinsæll ferðamannastaður enda hofið glæsilegt og öllum velkomið að borða og gista ókeypis.

brudkaupEn semsagt á meðan ég fylgist með þessari athöfn, sem var afar fótboltabulluleg, bauðst mér far á mótorhjóli til þess að ljósmynda aðalhöfðingja ferðarinnar, fremsta í flokki á pallbíl að sjálfsögðu. Á meðan ég elti þá eins og ágengur papparazzi réttir annar klerkurinn mér veglega kökusneið og þennan líka stærðar blómvönd mér til heiðurs ... ha?

Vöndurinn kom sér allavega vel því að Sara var svolítið spæld yfir því að ég skyldi hafa rokið í burtu. sikraklerkur

Þegar leið á kvöldið bárust aftur læti frá aðalgötunni. Föruneyti indverskra brúðhjóna lagði veginn undir sig með lúðrasveit og ljósaskreytingum. Hinir forvitnu Íslendingar voru umsvifalaust dregnir inn í geimið þar sem fólk dansaði af miklum móð. Þegar brúðhjónin skoða myndir frá kvöldinu eiga þau áreiðanlega eftir að spyrja hvaða næpuhvítu útlendingar hafi eiginlega dansað í broddi fylkingar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband