. - Hausmynd

.

Sex byggingar Palestínumanna jafnaðar við jörðu á Vesturbakkanum

Allt farið
Ísraelski herinn gjöreyðilagði fimm byggingar og særði tíu Palestínumenn í Al Funduq þorpinu í Qalkilya-héraðinu á Vesturbakkanum í gær, miðvikudag. Sjötta húsið var síðan jafnað við jörðu í dag í bænum Qarwat Bani Hussan í sama héraði. Samkvæmt hernum voru húsin byggð án leyfis, þrátt fyrir að slíkt bíði enn staðfestingar Hæstaréttar Ísraels. Um er að ræða fjögur heimili, stórt iðnaðarhúsnæði og þriggja hæða fjárhús.

--

Eigendur bygginganna fengu ekki að vita að húsin þeirra yrðu rifin fyrr en samdægurs þegar herinn gerði innrás í þorið eldsnemma um morguninn. Þeim var gefin stuttur tími til að flytja út verðmæti áður en jarðýtubílstjórar hersins hófust handa.

Til þess að geta aðhafst í firði voru Palestínumenn hraktir frá húsunum með gúmmíbyssukúlum - sem eru raunar að mestu úr stáli og aðeins slíðraðar með hörðu gúmmíi - með þeim afleiðingum að þrír voru fluttir á sjúkrahús og sjö þurftu að leita læknisaðstoðar.

Eigendur húsanna voru í gífurlegu taugaáfalli; fólk féll í yfirlið, grét og skalf að sorg. Verið var að þurrka út aleiguna þeirra án þess að þau gætu rönd við reist. 

Þegar herinn hugðist eyðileggja síðasta heimilið hafði hópur Palestínumanna safnast saman á þaki hússins í von um að hindra tímabundið aðgerðir hersins. Allt kom fyrir ekki. Hermenn ruddust upp á þak og neyddu fólkið niður með valdi, þar á meðal fáeina sjálfboðaliða sem sýndu samstöðu með Palestínumönnum, einn þeirra var ég.

--

Þennan dag var ólívuhópurinn minn í Nablus óvenju illa mannaður. Ég hef verið í tímabundu forsvari fyrir hópinn undanfarinna daga og þurfti þess vegna að skipa þremur spánverjum - sem tala enga ensku - og einum kana fyrir verkum á staðnum. Það var erfitt. Sérstaklega vegna þess að það var fátt sem við gátum gert annað en að reyna tala við hermennina og vera í vegi fyrir þeim. Í bland við reiði leið manni hálf vonleysislega.

Margsinnist veittust hermennirnir að mér og gerðu eitt sinn árangurslausa tilraun til þess að eyðileggja myndavélina mína með byssuskafti. Ég var búinn á´ðí eftir daginn en er orðinn góður núna.

--

Þorpin Qarwat Bani Hussan og Al Fundoq liggja í grennd við hinn ólöglega aðskilnaðarmúr og landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum.  Í síðustu viku var einn Palestínumaður myrtur og 30 slasaðist þegar herinn reif íbúðarhús í bænum Qalkilia á sama grunvelli. Frá árinu 1967 hefur Ísraelski herinn gjöreyðilagt 12 þúsund heimili Palestínumanna, sem hefur skilið 70 þúsund manns eftir heimilislausa.


Fleiri myndir

Júðahrottar í Hebron

Hin slasada
,,Við drápum Jesús, nú er komið að þér," sagði æstur múgur Ísraelskra landnema í Hebron áður en þeir lömdu sjálfboðaliða með glerflösku í andlitið með þeim afleiðingum að hann kinnbeinsbrotnaði og hlaut alvarlegan skurð á ennið.

--

Hlutverk okkar sjálfboðaliðanna í Hebron er að vera á götuvakt í hverfum, sem liggja meðfram landnemabyggðum Ísraela, til þess að hindra ofstækisfulla gyðinga frá því að ráðast á Palestínumennina. Landnemarnir kalla sjálfboðaliðanna gjarnan dýragarðsverði ...

Kynþáttahatur Hebron-júðanna er með því svakalegasta sem ég hef orðið vitni að. Árásir á Palestínumenn, sérstaklega unga krakka, eru daglegt brauð og orð eins og ,,gas the arabs" hafa verið krotuð á heimili þeirra.

Síðastliðinn laugardag var árlegur Hebron-dagur þegar tæplega 30 þúsund gyðingar heimsóttu borgina og því mikill straumur fólks í útjaðri landnemabyggðanna. Rétt eins og undanfarin ár voru Palestínumenn svívirtir. Sex voru grýttir, þar af sex ára gamalt barn.

Hrottalegust var árásin á hina nítján ára gömlu Tove Johansson  frá Svíþjóð. Hún var lúbarinn og sleginn niður með glerflösku með fyrrgreindum afleiðingum. Hópur hermanna horfði aðgerðarlaus á barsmíðarnar en skakkaði loks leikinn þegar stelpan lá í blóði sínu á jörðinni. Nokkrir landnemar tóku mynd af sér við hina slösuðu, stoltir á svip!

Lengri útgáfu af sögunni má meðal annars lesa hér.


Fleiri myndir

Mótmælendur fá fjandsamlegar móttökur

Ísraelskur hermaður

Á síðastliðnum þremur dögum hefur mér tvisvar brugðið fyrir á arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera og í bæði skiptin var ég staddur á mótmælum.

Á föstudag var aðskilnaðarmúrnum mótmælt í smábænum Bil´in í grennd við Ramallah. Áður en ég náði að taka upp myndavélina höfðu leystust þau upp í skotbardaga milli ísraelska hersins og Palestínumanna, sem fleygðu steinvölum.

Í dag var fjöldamorðum Ísraelska hersins í Beid Hanoun á Gazaströndinni fyrr í þessum mánuði mótmælt við Qalandia í grennd við Jerúsalem. Það er sama sagan. Herinn skaut þau líka í kaf með hljóðsprengjum.

En nú er íslenski ólátabelgurinn kominn aftur til Nablus til þess að tína ólívur í fyrramálið. 

Frjáls Palestína!

 


Fleiri myndir

Skotárásir, morð og skemmdarverk í Ein Beit Al Ma flóttamannabúðunum

Skilmennin syrgja

 Ísraelski herinn myrti Palestínumann á þrítugsaldri í Ein Beit Al Ma flóttamannabúðunum, skammt vestan við Nablus, í dag, þriðjudag. Þá særðu hermenn sex Palestínumenn til viðbótar og handtóku tvo palestínska sjúkraliða.  

Snemma í morgun gerðu ísraelskir hermenn innrás í flóttamannabúðirnar á um tíu herjeppum í þeim tilgangi að handtaka hátt settan andspyrnumann innan Jihad-flokksins. Fljótlega upphófst skotbardagi milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna og í átökunum varð hinn 26 ára gamli Baha´Salah Al-Khater skotinn í kviðinn. Hermenn meinuðu bæði læknum og sjúkraliðum að koma hinum særða til hjálpar þannig að klukkustund síðar blæddi honum út.  

Al-Kater var meðlimur í vopnuðum væng PFLP-samtakanna en var ekki eftirlýstur af hernum, samkvæmt heimildum. Í gær, mánudag, réðust hermenn inn í skrifstofu PFLP samtakanna í Ein Beit búðunum, stálu gögnum og sprengdu síðan skrifstofuhúsnæðið í loft upp.  

Yfir tuttugu íbúðarhús í búðunum voru hernumin af riffilskyttum Ísraela og til þess að geta aðhafst brutu þær niður veggi og eyðilögðu innanstokksmuni. Þar að auki voru í það minnsta átta bifreiðar á aðalvegi flóttamannabúðanna eyðilagðar með jarðýtu.  

--  

Um sjöleytið í morgun komu ég og aðrir hjálparliðar í hinar hernumdu flóttamannabúðir. Þá voru hátt í tvær klukkustundir síðan herinn gerði innrás og þegar hafði einn Palestínumaður verið myrtur. 

 Hópurinn fór fyrst í eitt þeirra íbúðarhúsa sem hafði verið hernumið. Á neðri hæð hússins sat öldruð kona og grét yfir því að hermennirnir höfðu lokað sig af á efstu hæð hússins með fimm ára gamalt barnabarn hennar og andlega veikan mann í gíslingu.

Þegar forsprakki hópsins bað hermennina að láta gíslana lausa hótuðu þeir að sprengja húsið í loft upp ef hópurinn hunskaðist ekki burt. Fáeinum mínútum síðar yfirgáfu þeir húsið, sennilega vegna þess að við vorum þar, alþjóðaliðarnir. 

Andartaki síðar hóf herinn skotárás skammt frá  íbúðarhúsinu þar sem vopnaðir verðir, konur og börn þurftu að leita skjóls en svo óheppilega vildi til að þau voru innikróuð af hermönnum. En menn dóu ekki ráðalausir. Karlmennirnir, sem voru skotmörk hermannanna, klæddu sig í kvenmannskufl, settu á sig slæðu og hlupu í skjól. Litlu mátti muna að nokkrar af dragdrottningunum yrðu fyrir skoti.   

Eftir þennan hasar fór hluti hópsins út á aðalveginn í flóttamannabúðunum þar sem hermaður á jarðýtu vandaliseraði um. Eftir að hafa eyðilagt nokkra veggi og tvo bíla reyndi hann meira að segja að aka yfir hópinn en hann var hlægilega svifaseinn á þessu ferlíki.   

Táragas hersins náði hinsvegar að fæla hópinn inn í íbúð þar sem lík Al-Kater var geymt í mjög dramatísku andrumslofti. Þar hélt hópurinn sig uns hermennirnir yfirgáfu flóttamannabúðirnar, sem þeir gerðu ekki fyrr en um ellefuleytið, eftir liðlega sex tíma umsátur í búðunum með tilheyrandi útgöngubanni.  

Allar myndirnar sem fylgja þessu driti eru frá Ein Beit Al Ma flóttamannabúðunum í dag. Smellið á hverja mynd til þess að sjá hana í stærri upplausn ásamt myndatexta.


Fleiri myndir

Landræningjar grýta ólívubændur meðan hermenn standa aðgerðarlausir hjá

Steinakast

Það er sólarupprás í bænum Azmut í Nablus-héraðinu á Vesturbakkanum. Ólívubændur, fjölskyldur þeirra og tveir sjálfboðaliðar, einn íslenskur og annar breskur, halda til vinnu. Úti á akrinum bíða þeirra fjórir ísraelskir hermenn sem vilja meina að svæðið sé einfaldlega lokað þennan laugardag. ,,Þið getið ekki tínt ólívur í dag,” segja þeir með þjósti, ,,reynið aftur á morgun!”

Reynt er að semja um að fá að tína aðeins í stutta stund í dag en hermennirnir ansa engum málamiðlunum. Palestínumennirnir gefa fljótlega eftir, í von um að geta hugsanlega tínt af ólívutrjánum sínum á morgun.  

Áður en hópurinn nær að búa sig undir brottför kemur hópur ungra ísraelskra landræningja askvaðandi yfir hæðina með hrópum og köllum. Þeir elta hópinn í átt að þorpinu og byrja að grýta steinum. Sjálfboðaliðanir, sem fara síðastir, fá í sig spark frá einum þeirra sem reynir jafnframt að ná taki á myndavél þess íslenska.

Og hermennirnir standa aðgerðarlausir hjá meðan Palestínumennirnir eru grýttir og niðurlægðir. Lögin eru nefnilega ekki þeim megin. Hermenn eiga aðeins að verja Ísraela fyrir Palestínumönnum. Þannig að, hefðu bændurnir svarað í sömu mynt myndu þeir umsvifalaust vera yfirbugaðir af hermönnum. Palestínska lögreglan hefur hinsvegar umboð til að stoppa landræningjanna en hún er einfaldlega of máttlaus, sérstaklega vegna þess að lögreglumenn hafa ekki fengið greidd laun í átta mánuði, eða frá því Hamas ríkisstjórnin tók við völdum.

Góðu fréttirnar eru þær að næsta dag fengu bændurnir að vinna á akrinum enda þeirra eign, samkvæmt öllum pappírum, og myndir sem teknar voru af landræningjunum eru komnar í hendur lögreglu. Vonandi fá þeir makleg málagjöld.

--

Ég er semsé að vinna við að tína ólívur þessa dagana og verjast óðum landlandræningjum frá sólarupprás til sólarlags. Fyrir þá sem ekki vita eru yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum umkring svokölluðum landránsbyggðum, eða landnemabyggðum. Þar búa strangtrúaðir gyðingar sem eru iðulega sturlaðir zionistar. Í Azmut þorpinu hafa þeir til dæmis á hverju ári skotið í átta að bændum og lúbarið nokkra. Nóttina áður en ofangreind frásögn átti sér stað, höfðu þeir stráð uppskeru undanfarinna daga útum víðan völl.

Nærvera vestrænna sjálfboðaliða getur skipt sköpum. Landræningjar og hermenn halda sig frekar í skefjum enda sérstaklega smeykir við leynivopn sjálfboðaliðanna, þessar svokölluðu myndavélar!


Blessuð sé minning Arafat

Arafat sjalfur
Tug þúsund Palestínumenn minntust dánardags Yesser Arafat í Ramallah í gær, 11. nóvember. Ég lét mig að sjálfsögðu ekki vanta á þessa mögnuðu minningarathöfn. Verst að ég skildi ekki allir ræðurnar þar sem meistarinn var lofsamaður ...

Hitti arftaka Arafats, Muhammed Abbas, á athöfninni. Náði reyndar ekki að kasta kvecju á kallinn vegna þess á svipstundu var mér stjakad í burtu af einum af lífvörðum hans. Abbas virtist frekar töff náungi en samanborið við Arafat þykir hann frekar slappur leiðtogi.

Sumir samsæriskenningasmiðir ganga svo langt að segja að Abbas beri ábyrgð á dauða Arafats. Sem kunnugt er varð hann bráðkvaddur fyrir tveimur árum og dó úr blóðeitrun á sjúkrahúsi í París. Franskir læknar segja ekki útilokað að honum hafi verið byrlað eitur og samkvæmt öfgafullum kenningum voru þar skósveinar Abbas að verki.

--

Að lokum ein mikilvæg leiðrétting: Í síðasta driti á þessari síðu var sagt að Palestínskur drengur hefði slasast illa þegar hann varð fyrir gúmmíbyssukúlu frá ísraelskum hermanni. Hið rétta er að hann var skotinn með ekta byssukúlu!


Fleiri myndir

Friðsöm mómæli kæfð með táragasi og byssukúlum

Handtaka

Ísraelsher beitti táragasi, M-16 byssum, hljóðsprengjum og bareflum gegn friðsömum mótmælendum í smáþorpi í grennd við Ramallah síðastliðinn föstudag. Palestínskur drengur liggur þungt haldinn eftir árás hersins.

-- 

Hvern einasta föstudag undanfarin tvö ár hafa þorpsbúar í smábænum Bil’in í Ramallah-héraði marserað spölkorn út fyrirbæjarmörkin og mótmælt hinum alræmda aðskilnaðarmúr. Með múrnum hefur Ísraelsstjórn rænt yfir helming af ræktunarlandi þorpsbúaanna, eða 450 ólívuekrum sem þekja hundruð hektara.

Eins og kunnugt er hefur múrinn á Vesturbakkanum ekki verið byggður á núverandi landamærum Palestínu og Ísrael heldur innan landamæra Palestínu! Þannig nær Ísraelsstjórn að ræna yfir 40% af núverandi yfirráðasvæði Palestínumanna. En þetta er nú útúrdúr, aftur að mótmælunum:  

Þennan dag voru óvenju margir sem tóku þátt í mótmælunum, um 400 – 500 manns. Flestir þeirra Ísraelar og Vesturlandabúar, þar á meðal ég.  

Áður en arkað var af stað var tekið fram að mótmælendur ættu ekki að beita ofbeldi og þeirri reglu hlýddu allir, eftir því sem ég best veit. Fánaberar leiddu fylkinguna rólega í átt að aðskilnaðarsvæði Ísraels hrópandi hin ýmsu slagorð.

Tugir hermanna biðu átekta á svæðinu en biðu stundarkorn áður en þeir létu til skara skríða.  Fyrstu táragas- og hljóðsprengjunum var kastað í átt að hópi sem hafði farið yfir gaddavírsbelti hersins og stóð því í fremstu víglínu. Ég var fremst að ljósmynda þegar allt fylltist að táragasi. Áttaði mig ekki á því hvað hafði gerst fyrr en mig sortnaði fyrir augun og byrjaði að svima. Náði að forða mér útúr stærsta gasskýinu ólíkt vinkonu minni sem féll í yfirlið í nokkrar mínútur. Þannig hélt þetta áfram þar til herinn var búinn að svæla mig og aðra sem lengst frá. Þess má geta að trikkið gegn gasinu er að bera klút að vitunum og anda að sér lauk til þess að hreinsa augun með tárum.  

Á sama tíma voru hermennirnir að hrekja alla mótmælendur aftur til þorpsins. Sumir, sem létu ekki táragas og sprengjuregn buga sig, fengu að finna fyrir kylfum eða gúmmíbyssuskotum – sem eru oftast venjulegar byssukúlur slíðraðar með gúmmíi og geta því valdið alvarlegum meiðslum. Þar að auki voru tveir ísraelskir mótmælendur handteknir, annar fyrir að standa í vegi fyrir hertrukk. Hvað hinn gerði af sér veit ég ekki en ég ítreka að mótmælendur beittu ekki ofbeldi.  

Eftir rúmlega klukkustund frá því mótmælin hófust hafði hópurinn tvístrast upp. En hermennirnir voru komnir á kreik og héldu í átt að þorpinu. Unglingar frá Bel´in tóku á móti þeim með steinvölum, sem hermennirnir svörðu enn á ný með byssukúlum. Tólf ára palestínskur drengur var skotinn í hálsinn og hlaut alvarleg meiðsl. Alls slasaði herinn  sextán manns þennan dag.  

Svona eru föstudagarnir í Bil´in. Manni finnst samt hafa myndast hálfgerð fótboltabullu stemning í kringum daginn. Vestrænir túristar og ísraelskir anarkistar koma í heimsókn, mótmæla, láta berja sig, fara heim og mæta galvaskir aftur næsta föstudag.  

En breyta mótmælin einhverju? Já. Í fyrsta lagi verða þau til þess að fjölmiðlar beina sviðsljósinu að svæðinu, aðskilnaðarmúrnum og yfirgangi hersins. Í öðru lagi hefur safnast nógu mikið fé til þess að höfða prófmál gegn byggingu múrsins í Bil´in. Og í þriðja lagi sýna þau samstöðu meðal Palestínumanna, Ísraela og Vesturlandabúa gegn þessu skaðræðis virki.

 


Fleiri myndir

Jerúsalem-syndromið

Þessa dagana gisti ég á heimili friðarsinnans Ibrahim Ahmad í austurhluta Jerúsalem. Þangað eru allir velkomnir og er staðurinn sérstaklega sóttur af ferðalöngum, friðarsinnum og ofsatrúarmönnum. Tveir af fimm heimilisgestum um þessar mundir falla undir það síðastnefnda. Þeir komu fyrir einu og hálfu ári síðan til Jerúsalem að undirlægi guðs og ætla ekki að yfirgefa staðinn fyrr en guð leysir þá frá skildum sínum. Þeir eru gott dæmi um Jerusalem-syndromið, sem er notað yfir þá fjölmörgu trúarvitleysinga sem álpast til Jerúsalem í trú um að vera spámenn eða boðberar á vegum guðs. 

William Dennie, gamall vinnufélagi minn á Hebron Hostel, hrjáist af Jerusalem-syndrominu. Hann kom til Ísrael frá Danmörku síðastliðið sumar, skipti um nafn og settist að á farfuglaheimilinu. Núorðið neitar hann því alfarið að vera Dani og segir öllum að hann komi frá Betlehem en þangað fer hann einu sinni í viku og biðst fyrir í heilan dag. Ekki veit ég hverskonar kristinni trú hann fylgir en síðast þegar ég vissi var hann að vinna að nýrri biblíu á hebresku. Hans guð bannar mönnum að nota ákveðin rafmagnstæki en virðist ekki banna mönnum að ljúga því allt sem kemur útúr William er tóm tjara.  

Annar furðufugl frá Bandaríkjunum, sem hreiðraði um sig á farfuglaheimilinu síðastliðið vor, var sjálfur Jesús Kristur endurborinn. Hann grét sig í svefn á hverju kvöldi vegna þess að enginn vildi hlusta á boðskapinn hans. Gestir í svefnálmunni kærðu sig heldur ekki um að láta grátkveinin halda fyrir sér vöku, þannig að Jesús var settur í prívat herbergi. Á hverjum einasta degi grátbað hann Sadou – múslimaklerkurinn, þið munið – um að gifta sig og kærustu sína, sem var með guði á himnum – sennilega var tad María Magdalena. Jesús hafði einnig það markmið að koma fram í ísraelskum sjónvarpsþætti og segja fólki hver hann væri. Þótt ótrúlegt sé rættist sá draumur með hjálp nokkurra gesta á farfuglaheimilinu. Eftir að hafa komið fram í sjónvarpinu týndist Jesús en dúkkaði skyndilega upp mánuði síðar á farfuglaheimilinu, klæddur í strigapoka og búinn að henda frá sér öllum eigunum, þar með töldu vegabréfinu. Fljótlega eftir þetta var Jesús sendur úr landi, en starfsfólkið á Hebron Hostel saknar hans enn.  

 


Ruglað saman við Sharon

Þegar ég hóf ferðalagið ákvað ég að segja fólki að ég héti Erik. Það er tiltölulega auðvelt að muna og bera fram, ólíkt íslenska nafninu Egill sem enginn getur sagt rétt. Vandamálið er hinsvegar að Palestínumenn eiga það til að rugla Erik nafninu saman við Arik, sem er gælunafn, eða millinafn, þjóðernishreinsarans Ariel Sharon. Af öllum mönnum!  Spurning um að skipta um nafn eða taka upp viðurnefnið mitt í flóttamannabúðunum, tarúga, sem þýðir risi. 


Áramótapistill

Á morgun fagna ég ásamt öðrum í flóttamannabúðunum endalokum Ramadan-mánaðarins og jafnframt nýju ári. Það verður djúsí veisla! En við þessi tímamót er rétt að lýta yfir farinn veg.

-- 

Í vikunni skrapp ég til Jenin á Vesturbakkanum og gisti hjá kunningjum í smábænum Zababde sem er ekki ýkja langt frá. Í Jenin eru frægar flóttamannabúðir sem voru jafnaðar við jörðu af Ísraelum árið 2002 þegar Indifata hið síðara stóð yfir. Nú er hinsvegar allt nokkurn veginn með kyrrum kjörum í búðunum og eitt arðbærasta fyrirtækið þar framleiðir gervilimi handa þeim sem misstu útlimina í átökunum fyrir fjórum árum.  

Njósnarar á vegum ísraelska hersins eru mönnum mikið áhyggjuefni í Jenin. Til þess að Ísraelar geti kæft alla andspyrnu við fæðingu hóta þeir eða múta öðrum Palestínumönnum til þess að njósna fyrir sig. Að sögn heimamanna eru spæjararnir oftast teknir úr fangelsum Ísraels, þar sem þeir eru kúgaðir til að taka að sér skítajobbið. Þetta ofureftirlit hefur þær afleiðingar að íbúar í Jenin eru svakalega paranjod.  

--

Slappa þessa dagana af í flóttamannabúðunum í Nablus en stefni á að yfirgefa þær fyrir fullt og allt næsta þriðjudag. Eftir það verður hjálparmiðstöðinni, þar sem ég vinn,  lokað um nokkra hríð meðan forstjórinn er á ferðalagi um Noreg með hóp barna.

Þarnæsta sunnudag byrja ég að vinna fyrir palestínska bændur við að tína ólívur af trjánum en uppskeruvertíðin hófst á dögunum. Þangað til veit ég ekki alveg hvað á geri af mér. Skrepp kannski til Hebron ...    


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband