12.7.2010 | 13:06
Lokað vegna breytinga
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2010 | 14:41
Ljósmyndasýning á Moggablogginu
Ferðalög | Breytt 13.12.2010 kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.3.2010 | 12:24
Árangur hryðjuverkamanns
Nígeríumanninum Abdul Farouk Umar Abdulmutallab misheppnaðist vissulega að sprengja flugvél á leið til Detroit á jóladag. En honum tókst að gera öryggiseftirlit á Leifsstöð að fíflagangi. Sextíuprósent farþega til Bandaríkjanna eru teknir til hliðar fyrir flugtak. Þuklað á þeim og hvolft úrhandfarangri. Leitin er svo ítarleg að jafnvel hurðasprengja yrði uppgötvuð. Allir liggja undir grun útaf einum Afríkumanni. Hingað og ekki lengra. Flugferðum mun alltaf fylgja áhætta og þeir sem eru nógu klikkaðir til að sprengja flugvél láta ekki káf á Keflavík stoppa sig.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2010 | 14:54
Ekki segja Nýja Jórvík
Ég er í New York.
Ekki Nýju Jórvík" eða Stóra Eplinu", eins og margir kalla borgina og halda að sé töff.
Lundúnir, Fýlabeinsströndin og Hvíta-Rússland eru dæmi um flott tilbúin íslensk staðarheiti.
Nýja Jórvík hljómar eins og örnefni á Svalbarða.
Á gatnamótum heimsins Gunnlaugur bróðir á Times Square í fyrrasumar.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2010 | 20:06
Eignarréttur í Afríku
Skortur á eignarrétti hamlar þróun margra Afríkuríkja. Ræktunarlönd eru vannýtt og frumskógar ofnýttir vegna lögleysunnar.
Bændafjölskylda sem hefur ræktað sömu jörðina í kynslóðir hefur í raun enga pappíra upp á að landið sé hennar. Ýmist vegna þjóðnýtingarstefnu stjórnvalda eða sinnuleysis löggjafans við að skrásetjaeignarrétt.
Þó nágrannajörð téðrar fjölskyldu sé óræktuð, er henni ómögulegt að færa út kvígarnar. Eignarhald ónotuðu jarðanna er á huldu og því undir forsjá yfirvalda.
Þó svo stjórnvöld væru viljug til að láta jörðina frá sér, getur bóndinn á bænum ekki beðið bankastjórann um lán fyrir kaupunum. Hann á enga pappíra sem sýna eignir og veð. Bóndinn getur ekki einu sinni skráð sig til heimilis.
Á meðan fjölskyldunni er gert erfitt að rísa úr fátækt getur auðvaldið sölsað undir sig ónotaðar jarðir. Þar með verður enn fámennt í millistéttinni sem veitir stjórnvöldum hvað mest aðhald.
Sömu sögu má segja um frumskóga. Heimamenn geta gengið á trén og ofnýtt gegn betri vitund þegar ábyrgð þeirra er engin. Dæmin sýna að heimamenn hugsa betur um auðlindina ef hún er færð þeim til umráða.
Í landi eins og Eþíópíu þar sem 80% landsmanna hafa atvinnu af landbúnaði, og milljónir þeirra skrimta við hungurmörk, geta lög um eignarrétt skipt sköpum.
Eftir hverju er verið að bíða?
Ferðalög | Breytt 27.9.2010 kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2010 | 22:44
Kristniboðar, bjargið þessum djöfladýrkandi blámönnum!
Í Sunnudagsmogganum er rætt við íslenskan kristniboða í Eþíópíu. Viðtalið er að einu leiti gott. Það kristallar allt það yfirlæti sem einkennir íhlutun hvíta mannsins í landinu.
Látum vera þá staðreynd að 2000 ára hefð er fyrir kristni í Eþíópíu og landsmenn mun trúrækari en við eigum að þekkja.
Í sunnanverðu landinu er enn að finna samfélög heiðingja sem trúa á andann í sólinni, rigningunni og svo framvegis. Sumsé djöfladýrkendur, eins og kristniboðinn Kristján Þór Sverrisson kemst að orði í viðtalinu.
Samfélög þessi virðast ekki fá að vera í friði fyrir framandi mönnum. Hvítum mönnum sem telja frumstæða lifnaðarhætti óbjóðandi og menningu þeirra þaðan af verri. Blámönnunum verði að bjarga undan viðjum samfélagsins, þessum slæmu siðum og djöflinum sjálfum sem ræður öllu í lífi þeirra," svo vitnað sé aftur í Kristján.
Að sjónarmiðum sem þessum sé hampað árið 2010 er furðulegt. Álíka tímaskekkja væri að taka viðtal við mann sem teldi að samkynhneigð stafaði af illum öndum. Ég efast um að slíkt fengi forsíðutilvísun.
Meintur djöfladýrkandi Mynd sem ég tók í héraðinu þar sem íslensku kristniboðarnir starfa.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.2.2010 | 22:59
Við flottustu á Evrópu
Ég er á Selfossi.
Ekki búast við miklu ferðabloggi þaðan.
Fór að vísu í flugferð í fyrradag fyrir Sunnlenskafréttablaðið.
Selfossbær Á vissan hátt frábrugðinn Afríku, finnst mér.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2010 | 09:39
Ferðin í tölum
5 Fjöldi heimsóttra landa.
4 Mánuðir á ferðalagi.
2:264 Hlutfall mánaða af ævinni varið í Eþíópíu.
25 Lítrar drukknir af eþíópískum expressó.
0 Fjöldi annarra ferðamanna á vegi mínum í Sómalílandi.
24 Klukkustundir sem tók að fara yfir landamæri Súdan meðskipi frá Egyptalandi.
16 Fjöldi séðra pýramída.
300 Kílógrömm tugginn af khati á aðfangadagskvöldi í Jemen.
6 Tími dags þegar vekjaraklukkan hringdi.
379 Klukkustundir í rútum, lestum eða skipi.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2010 | 07:00
Heimferð
Ég vil upplifa eitthvað nýtt dag hvern. Eitthvað óvænt og framandi sem heldur athyglinni óskiptri.
Þess vegna ferðast ég.
Nú eftir fjóra mánuði á flakki eru furðulegustu hlutir farnir að virka hversdagslegir og hugurinn tekinn að reika til Íslands.
Þess vegna er ég kominn til London og á heimferð.
Gestgjafi minn í London Herdís Sigurgrímsdóttir á Trafalgar torginu, skammt frá skóla sínum, London School of Economics, þar sem hún nemur átakafræði.
Ferðalög | Breytt 20.2.2010 kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2010 | 08:00
Dauður asni og fleira skemmtilegt
Fékk að sitja í framsætinu, hliðin á bílstjóranum, í einni rútuferðinni um vesturhluta Eþíópíu.
Með einstakt útsýni yfir aksturslag bílstjórans komst ég að því fyrstur farþega að bremsuklossar rútunnar voru ónýtir. Hann gat einungis vélarbremsað með gírskiptingunni.
Þegar við ókum gegnum þorp, jók bílstjórinn ferðina svo að gagnandi vegfarendur myndu ekki voga sér út á götu.
Brjálæðingurinn bremsulausi ók niður asna og lenti næstum með rútuna á nautgripahjörð sem verið var að reka yfir veginn.
Að sitja frammí var semsé ekki eins afslappandi og ég hafði hugsað mér. Ég huggaði mig þó við það að ef bílstjórinn myndi klessukeyra eða húrra niður fjallshlíð þá yrði ég fyrstur farþega til að vita af því. Sem eru auðvitað mikil forréttindi.
Ferðalög | Breytt 17.2.2010 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)