17.2.2010 | 09:34
Orðnir sögupersónur í vestur Eþíópíu
Við leigðum bíl einn daginn til þess að komast frá bænum Teppi til Bonga - leiðin sjálf er jafnvel flottari en bæjarnöfnin.
Á henni miðri sprakk dekk og í ljós kom að varadekkið var gaddslitið.
Meðan bílstjóri okkar heimsótti dekkjaverkstæði fórum við á röltið og römbuðum inn á vikulegan markað þar sem bændafjölskyldur úr nærliggjandi sveitum skiptust á vörum.
Allt ætlaði að keyra um koll. Börn sem fullorðnir hlupu undan okkur í skelfingu eða þyrptust að í forvitni.
Hvíta menn virtust fæstir hafa séð nema á sjónvarpsskjá til þessa.
Þeim fannst eins og geimverur hefðu lent í Sísjínta. Okkur fannst eins og við værum lentir í Absúrdistan.
Að kaupa banana Með áhorfendur lengra en linsan nær.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.2.2010 | 15:55
Glósur frá ferðamanni: Eþíópía
Plús: Menning Eþíópíumanna á sér hvergi hliðstæðu. Eigin hefðir, eigin matarmenning, eigið tímatal. Auðveldlega hægt að eyða mánuðum á ferðalagi. Passlega túristavætt. Hitastig er mátulegt vegna fjallendis. Lítið um malaríu. Kaffibollinn kostar 20 krónur og diskur af beujonette 100 krónur.
Mínus: Enskukunnátta er takmörkuð. Vanþróun. Seinfarnir fjallavegir og langar rútuferðir. Tónlistarsmekkur landans er hörmung og græjurnar alltaf í botni. Útbreitt viðhorf að hvíti maðurinn sé gangandi peningaveski. Túristar, kristniboðar og hjálparstarfsmenn" hafa spillt samfélögum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2010 | 14:29
Ekki vitund líkur Súdana
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2010 | 15:47
Einn birr
Pabbi hefur tekið upp undarlega áráttu.
Að safna eins birra seðlum.
Fimmtíuogátta, fimmtíuogníu, fimmtíuogtíu!!!" heyrist frá herbergi hans hvert kvöld.
Einn eþíópískur birr jafngildir 10 íslenskum krónum en er ígildi 100 króna.
Á götum Eþíópíu færir einn birr einn kaffibolla, tvo tebolla eða þrjá eldspítupakka.
Kostar einn birr Sagan segir að drengurinn á myndinni sé sveitastrákur sem hafi lent í að vera valin til að prýða seðilinn á sínum tíma. Hann ku orðinn gamall, bláfátækur kotbóndi. Alla tíð svo snauður að hann hefur aldrei átt seðil með mynd af sér.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.2.2010 | 07:28
ESB-áróður í Eþíópíu
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2010 | 06:19
Föstudagar í fleirtölu
Langafasta kristinna Eþíópíumanna er hafin!
Fram að föstudeginum langa verða eingöngu grænmetisréttir á veitingastöðum í Eþíópíu.
Ég var grænmetisæta áður en ég kom til kjötelskandi Eþíópíu en gafst upp í stað þess að svelta.
Guði sé lof fyrir píslargöngu Palestínumannsins Sússa frá Nasaret og afleiðingum hennar.
Ferðalög | Breytt 11.2.2010 kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2010 | 12:17
Allir hvítingjar eru eins
Afríkumenn segja mér að allir hvítir menn líti eins út.
Sömuleiðis!
Fyrstu vikurnar lagði ég á minnið skóstíl þeirra manna sem ég þurfti að þekkja aftur.
Ég verð hins vegar að hryggja rasista með því að þeir eru jafn ólíkir í útliti og við.
Glöggsemin veltur á vana.
Hótelmaður í Súdan viðurkenndi fyrir mér, eftir að ég hafði spurt um ferðir annars ferðamanns, að Evrópumenn væru vissulega breytilegir en í hans augum rynnu andlitin saman í eitt.
En Kínverjar eru allir eins," fullvissaði hann mig.
Leiðsögumaðurinn Kutcha Þeir sem eiga leið um Arba Minch skulu leggja þetta andlit á minnið.
Ferðalög | Breytt 11.2.2010 kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.2.2010 | 13:01
Glósur frá ferðamanni: Norður Súdan
Plús: Meiriháttar gestrisnir heimamenn og afslappað samfélag. Pýramídarnir í Meroe. Góðir fuul baunaréttir. Land sem þekur 8% prósent af Afríku en laust við ferðmenn. Fjölbreytt, með 65 ættbálkum og 100 tungumálum. Leiðinlegir hlutir hljóma spennandi ef framkvæmdir í Súdan. Dæmi: Sólbað í Súdan.
Mínus: Skriffinnska dauðans. Hiti. Ryk. Ferðatakmarkanir. Einhæfur matur. 150 dollara vegabréfsáritun. Sóðaleg klósettmenning. Fátt að sjá nema eyðimörk. Lítilfjörleg höfuðborg. Langar vegalengdir.
Ferðalög | Breytt 3.2.2010 kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2010 | 13:00
Tvítyngja Eastwood
Leigði myndina True Crime með Clint Eastwood á einu götuhorninu í gærkvöldi.
Sölumaðurinn sagði stoltur að myndin væri á ensku og amarik, tungumáli Eþíópíumanna.
Um kvöldið komst ég að því að hún var á báðum í einu.
Eþíópískur sögumaður talaði blæbrigðalaust ofan í orð Eastwood, eins og um fréttaviðtal væri að ræða.
Ég slökkti.
Clint Eastwood
Ferðalög | Breytt 3.2.2010 kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2010 | 07:46
Þorsti
Vorum í hjólreiðatúr um sveitir Eþíópíu og báðir að drepast úr vatnsskorti.
Bændurnir voru tregir til að hella upp á te eða hita vatn, þannig að við tókum stefnuna á aðalveginn.
Þegar þangað kom blasti við verksmiðja. Verksmiðjan þar sem hið vinsæla Ambó sódavatn er búið til.
Vatnsverksmiðjan var lokuð.
Hjólagarpar Þessir áttu ekkert te en heilan brúsa af brúnum landa.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)