2.2.2010 | 11:50
Kaffiþjóðin Eþíópía
Erum núna í heimahéraði kaffisins. Héðan breiddist drykkurinn um heim allan eftir að bóndi einn tók eftir að geiturnar hans urðu örar af því að éta ákveðna baunaplöntu.
Eþíópíumenn hafa drukkið kaffi síðan.
Að hella upp á könnuna er ekki gert í neinum hálfkæringi. Kaffi-athöfnin svokallaða fylgir ritjúali sem minnir á trúarathöfn.
Að lokinni athöfn, sem tekur að meðaltali 28 mínútur, safnast allir nærstaddir saman og drekka kaffi eins og það á að vera:
Heitt. Sterkt. Lítið. Svart.
Ferðalög | Breytt 3.2.2010 kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2010 | 08:39
Ísland og sjálfsmorðingjarnir
Á ferðalögum hitti ég mikið af Vesturlandabúum. Auðvitað færri á stöðum eins og Sómalílandi, Jemen og Súdan en stöku ferðamann eða hjálparstarfsmann. Sem er eins gott, því samtöl við heimamenn á bjagaðri ensku eru þreytandi til lengdar.
Útlendingar minnast ekki á efnahagsmál þegar ég segist vera frá Íslandi. Þeir Bretar sem ég hef hitt á undanförnum mánuðum vita ekki einu sinni af Icesave. Eru það þó yfirleitt frétta-týpurnar.
Fólk flaggar sinni Íslandsþekkingu. Nefnir til dæmis náttúruna, Sigur Rós og Björk.
Margir spyrja útí hitastigið og verða hissa þegar ég útskýri að í raun sé Ísland ekki svo kalt.
Svo er einn og einn - raunar truflandi margir - sem slengja fram þeirri vitneskju" að sjálfsmorðstíðni sé mjög háa á Íslandi!
Ég veit ekki hvaðan þessi misskilningur er ættaður. En fólk á örugglega auðvelt með að trúa að þær mannskepnur sem virkilega búi á þessum ískalda útnára séu skrefi frá því að ganga í sjóinn.
Kaupmadur i Somalilandi Afgreidir Islendinga, thratt fyrir allt.
Ferðalög | Breytt 3.2.2010 kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2010 | 13:46
Hvítir bræður
Þegar tveir, ókunnugir hvítir menn mætast á götum úti í Afríku heilsast þeir kumpánlega.
Eins og frægir Íslendingar sem heilsa alltaf öðrum frægum.
Sæll! Hvítur maður, svartur maður.
Ferðalög | Breytt 27.1.2010 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2010 | 17:48
Ferðamátar yfir Súdan
Reiðhjól Stal því.
Skip Upp Níl, yfir landamæri Egyptalands.
Úlfaldi Nánar tiltekið á baki Hadí, úlfalda herraAchmeds.
Asnakerra Meðfram Níl.
Túktúk Góðar í skutlið.
Fætur Breskur ferðafélagi stendur yfirúlfaldahauskúpu.
Ferðalög | Breytt 26.1.2010 kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2010 | 10:21
Bjarni Harðar í Addis Ababa
Hvern haldið þið að ég hafi rekist á?
Bjarna Harðarson, bóksala og rithöfund á Selfossi.*
Hann var bara brattur.
Gaf mér harðfisk.
*Ég kalla hann nú samt bara pabba.
Kenya 2004 Hann er allsstaðar!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.1.2010 | 12:59
Khartúm - Addis hraðferð
Ferðaðist milli höfuðborga Súdan og Eþíópíu á aðeins þremur dögum.
Vegirnir voru betri Súdanmegin, þökk sé olíugráðugum Kínverjum og athafnamanninum Osama bin Laden.
Er asnalegt að vera montinn af því, að hafa setið 34 klukkustundir í hossandi rútum á leið til Addis Ababa?
Í Eþíópíu Ferðafélagar.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2010 | 17:00
Andlitslaus á Fésbók
Lenti á spjalli við þrjár háskólastúlkur á markaðnum í Khartúm.
Ein var með fallegan húðlit og áberandi fæðingarblett á kinninni.
Önnur var með nef araba og varir Afríkumanns.
Sú þriðja var með gleraugu og brún augu en andlitið var að öðru leyti hulið svartri blæju.
Þær spurðu - allar þrjár - að þessu venjulega How do you like Sudan? og báðu um netfangið mitt.
Addið mér á Facebook," sagði ég þegar þær kvöddu.
Sú andlitslausa var fyrst til að svara:
Við gerum það!"
Ónefndur Súdani Veit ekki hvort þessi er á Facebook.
Ferðalög | Breytt 22.1.2010 kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2010 | 16:59
Með skrokka á öxlinni
Götulífið er eitt af því skemmtilega við Afríku.
Fólk sinnir daglegu amstri á götum úti; saxar kjöt, þvær þvott eða fer í klippingu.
Og það er aldrei verið að flækja hlutina, eins og myndin fyrir utan kjötbúðina sýnir.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 13:47
Pýramídarnir í Súdan
Pýramídar eru víðar en í Gíza.
Þeir í Súdan stóðu heilir í 2000 ár.
Allt þar til ítalskur lygasagnamaður kom af stað gullæði um miðja síðustu öld.
Svo fattaði lókallinn að gott væri að nota grjótið úr þeim til húsbygginga.
Ferðalög | Breytt 22.1.2010 kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.1.2010 | 13:47
Slæmur díll
Ekki gista á Elweek-hótelinu í Atbara í Súdan. Ég borgaði átta dollara fyrir gistingu þar sem var aldrei vatn og rafmagn á sama tíma og þrengslin eins og í flóttamannabúðum. Man ekki eftir verri hóteldíl.
Í morgunsárið Hótelið alræmda.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)