6.1.2010 | 12:21
Glósur frá ferðamanni: Sómalíland
Plús: Staður fyrir þá sem hafa prófað alltannað, vilja finna Buskann eða eiga strendurnar útaf fyrir sig. Sómalar takavelferð gesta alvarlega. Hótelin eru mjög fín, miðað við verðlag. Landið býðurupp á ævintýralegar landkönnuðarferðir, eigi menn pening. Fyrst og fremstáhugaverður áfangastaður. Heimsókn þangað rennur seint úr minni. Glænýr fiskur í Berbera er lostæti.
Mínus: Borgirnar eru í smávegis tætlumvegna borgarastyrjaldar og örbirgðar. Stærsti mínusinn er að ferðamenn verða aðvera í fylgd hermanns (ég komst framhjá þessu með heppni). Vegabréfsáritun ervesen nema viðkomandi sé staddur í Addis Ababa. Sómalar eiga til að breytast ískríl, þau fáu skipti sem þeir sjá hvítan ferðamann. Heimamenn eru einum ofhrifnir af geitakjöti. Sharía-lög eru engin gamanlög.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2010 | 16:53
Þriðja stefnumóti lokið
Fyrst fórum við á uppistand í New York.
Næst í bíó á Manhattan.
Þriðja stefnumótið var í gjörvöllu Egyptalandi og stóð fram á nýtt ár.
Það fjórða er fyrirhugað á tunglinu.
Madeline Gray Þið sjáið hvar.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2010 | 18:32
Fyrir ferðalagið
Reglulega fæ ég fyrirspurnir um ferðalög frá fólki sem rambar inn á þessa síðu. Svörin byggi ég á eigin reynslu og þeim upplýsingaveitum sem ég sæki.
Jafnvel þó áfangastaðurinn sé Kongó, veitir Lonley Planet almennar upplýsingar fyrir ferðamenn. Aðrir bókaflokkar, RoughGuide, Foodsteps og Brad´s, eru ekki eins yfirgripsmiklir en á því eru undantekingar.
Þó er leiðinlegt að reiða sig um of á ferðahandbækur. Staðir sem maður finnur sjálfur eru yfirleitt eftirminnilegri en þeir sem eru nefndir á must-see-síðunni.
Wikitravel er ágætis viðbót við Lonley Planet en síðan er takmörkuð og óáreiðanleg, enn sem komið er.
Fyrir þá sem eru í heimsreisuhugleiðingum er vefsíðan bakpokaferdir.com fínasti hugmyndabanki.
Spjallborð Lonley Planet er gott fyrir sértækar upplýsingar, eins og hvernig eigi að sigla yfir Adenflóa. Eins er hægt að senda línu á Couchsurfara sem býr í viðkomandi landi.
Ferðaviðvaranir eru ágætis heimild en gríðarlega hysterískar. Þær bandarísku nánast vara við Mývatni.
Heimilislæknar bólusetja en öruggast er að panta tíma hjá Ferðavernd í Mjóddinni.
Utanríkisráðuneytið heldur saman greinagóðum lista yfir vegabréfsáritanir.
Flugmiða er gott að bóka gegnum Dohop, leitarvél á heimsmælikvarða í eigu Íslendinga.
Það eru enn til lönd með engum hraðbönkum. Visa veit hvaða.
Ég vona að þetta verði ekki til þess að ég hætti að fálesendabréf.
Hvert skal halda? Eva systir í Kenía árið 2005, 12560 kílómetra frá New York.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.12.2009 | 06:48
Sofið á flugvöllum
Vefsíðan Sleepinginairports.net hefur rangt fyrir sér varðandi flugvöllinn í Sanaa.
Ég náði heilum þriggja tíma svefn áður en ég steig upp í vélina til Egyptalands.
Flugvöllurinn í Yemen er einmitt mjög góður svefnstaður því traffíkin er lítil.
En ég var samt fjandi þreyttur þegar ég lagðist út af á hóteli í Kairó í gærkvöldi.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.12.2009 | 14:11
Útlönd eru Tékkland
Herra! Herra!"
Já?"
Hvaðan ertu? Tékklandi?"
Nei, Íslandi."
Er það í Tékklandi?"
Nei."
Hversu langt er það frá Tékklandi?"
Langt."
Talarðu tékknesku?"
Ekki orð."
Aldrei verið í Tékklandi?"
Aldrei. Hvað er málið? Af hverju ertumeð Tékkland á heilanum?"
Hvað meinarðu?"
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.12.2009 | 12:38
Aðfangadagskvöld í Jemen
Þegar klukkan sló sex á aðfangadag var ég að rölta úr jemensku brúðkaupi með kjaftinn fullan af khat.
Khat eru sljógandi laufblöð, jórtruð af Jemenum daginn út og daginn inn.
Og sérstaklega í brúðkaupum. Það fer heill dagur af veislunni í það eitt að tyggja khat.
Ég lenti fyrir algjöra tilviljun í veislunni. Var á röltinu og sá hóp manna dansa með hnífa á lofti utandyra. Mér var um leið tekið eins og ættarlauk.
Þegar ég snéri aftur á hótelið voru Múhameð vert og félagar byrjaðir að troða upp með sínum þjóðlegu dönsum undir söng og trumbuslætti. Mjög búsáhaldabyltingarleg tónlist.
Lengst af var ég eini gesturinn á hótelinu en nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað örlítið yfir hátíðarnar er tilefni til að dansa og syngja öll kvöld.
Gallinn er, að þegar húsbandið kemst í ham, þá veit það aldrei hvenær á að hætta. Eftir klukkutíma er manni farið að lýða eins og gísl á kínverskri karíókíkrá.
Meiri jólin.
Jórtrað í brúðkaupi Khat-plantan er jólatréð í ár.
Ferðalög | Breytt 26.12.2009 kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2009 | 12:45
Arabíska
Jemen er kjörinn staður til að læra arabísku (eða æfa færni í actionary). Enskukunnátta heimamann er nefnilega engin.
Eftir að mér áskotnaðist vasaorðbók, hef ég reynt að bæta markvisst við orðaforðann.
Um daginn ætlaði ég slá um mig á veitingastað og sagði við þjóninn: Kjúklingur. Hálfur. Hrísgrjón. Takk."
Hann kom að vörmu spori - með rjúkandi sviðahaus!
Hausinn var þó allavega hálfur.
Ferðalög | Breytt 26.12.2009 kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.12.2009 | 05:50
Fýluferð númer tvö
Í Sanaa, höfuðborg Jemen, er lögreglustöð fyrir ferðamenn. Þangað verð ég að sækja um leyfi fyrir öllum mínum ferðum, sjálfsagt til þess að túristar séu ekki að álpast inná átakasvæði.
Í fyrradag nældi ég mér í eitt slíkt og hélt síðan út á rútustöð. Þar eru að vísu engar rútur, bara átta sæta fólksbílar sem leggja af stað um leið og farþegarnir eru orðnir tíu. Það tekur yfirleitt ekki nema hálftíma, klukkutíma.
Þennan dag beið ég hins vegar í þrjá klukkutíma eftir fleiri farþegum til fjallaþorpsins Manakka. Ekki sem verst, úr því að ég var að lesa East of Eden eftir Steinbeck.
Myrkrið var fyrir löngu skollið á, þegar leigubíllinn ók að fyrsta vegatálmanum á leiðinni til Manakka. Þar þurfa ferðamenn að framvísa fararleyfinu.
Og þar lauk minni bílferð. Hermennirnir skipuðu mér að snúa aftur til Sanaa.
Þetta var fýluferð númer tvö í Jemen. Í fyrra skiptið vegna þess að hermennirnir kunnu ekki að lesa en í þetta sinn vegna þess að þeir kunnu að lesa. Þeir gátu lesið á arabísku, að samkvæmt leyfinu var ég frá Írlandi en veifandi vegabréfi frá óþekktum stað.
Hendi þetta í þriðja sinn mun ég íhuga alvarlega að ganga til liðs við uppreisnarhópa þessa lands sem ég veit að deila viðhorfum mínum til stjórnsýslunnar.
Áfangastaðurinn Manakka.
Ferðalög | Breytt 26.12.2009 kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.12.2009 | 09:15
Samið um systur mína
Brúðargjöld koma við sögu í öllum löngum samtölum sem ég við Jemena enda líta þeir nánast á lífið sem fyrir og eftir brúðkaup.
Hér í höfuðborginni Sanaa þarf brúðguminn að punga út um fimm þúsunddollurum, engu smáræði miðað við launakjör.
Á spjalli við veitingamann á dögunum, sagði ég að eiginkonur kostuðu ekki neitt" á Íslandi. Áður en mér tókst að útskýra það nánar greip hann frammí:
Hvað áttu margar systur?!"
Ég lét Evu systur vita af þessu óformlega bónorði frá manninum sem matreiðir afbragðs fuul.
Er opin fyrir öllu, peningar eru þó skilyrði, láttu mig vita," var hennar svar.
Samningaviðræður eru hafnar.
Eva í Kenýa Þá bauð Afríkumaður úlfaldahjörð fyrir hönd hennar en af einhverjum fáránlegum ástæðumvar ekki gengið að því rausnarlega tilboði.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.12.2009 | 09:27
Ég fylgist með Sæunni!
Sæunn vinkona mín heldur úti dagbók um Asíuflakk sitt.
Nú bloggar hún um unga regndansara í afdölum Indlands.
Endilega vísið á fleiri ferðablogg í kommentakerfinu hér að neðan.
Í Kópavogi Sæunn á Palestínuvinafundi.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)