. - Hausmynd

.

Daður frá huldukonu

 Jemen

Jemenskar konur eru huldar svörtu frá toppi til táar, meðsmá rifu fyrir augunum.

Rétt eins og karlmenn og börn, mæna konur á mig,útlendinginn, á götum úti.

Að gamni, mæti ég stundum augnaráðinu; horfi snöggt, enkurteisilega, beint í augu þeirra.

Forvitnilegu augun líta flóttalega undan og horfa eftirleiðisniður á gangstéttina.

En í gær snéri ungleg kona á mig.             

Ófeimin fylgdi hún mínu augnaráði eftir og þegar að viðmættumst, gangandi í sitthvora átt, blikkaði hún hægra megin!

Ég sagði ekkert en hugsaði:

Þetta land er að verða of líbó.

Eina kvenmannsmyndin Ég þurfti að leggja mig allan fram viðað ná mynd af þessari giftu, óléttu konu. Hún hafði gaman af en var greinilegahrædd um að einhver sæi til okkar.  


Að gefa geit

Ethiopia 

Þeir sem finna ekki allar jólagjafirnar í Sunnlenska bókakaffinu, ættu að athuga með að gefa geit.

Eþíópía Glaðlegur geitahirðir í Babille. 


Ekki bíða með Jemen!

Jibla 

Jemen er engu líkt. Þjóðlegasta arabaríkið og gestrisni heimamanna skilur mann eftir djúpt snortinn. Land þar sem öllum hugmyndum Vesturlandabúa er snúið á hvolf. Útkoman er áhugaverð, svo ekki sé meira sagt.

Vandinn við Jemen er að ferðafrelsi er takmarkað vegna mannræningja og byssuvarga. Ferðamaður kemst hvergi án leyfis frá yfirvöldum til að fara í gegnum þennan og þennan vegatálma. Samt eru opnu landshlutarnir öruggari en Þingvellir - eða svona næstum.

Er þá ekki best að bíða með ferðalög til Jemenar þar til ólgan sjatnar?

Tæpast fyrst olíubyrgðir landsins verða uppurnar árið 2017, Sanaa líklega fyrsta vatnslausa höfuðborgin í heimi, flóttamönnum frá Sómalíu fjölgar ár frá ári, ættbálkaerjur teygja sig frá norðri og helmingur landsmanna er á barnsaldri. Jemen gæti orðið næsta Afganistan.


Opið bréf til jólasveinsins

Salam aleikoum, Sveinki!

Skórnir mínir verða í Jemen um jólin.

Ekki gera þér sérstaka ferð hingað mín vegna.

Heilsaðu öllum heima og segðu gjafmildum ættingjum að gleyma mér í þetta skiptið.

/eb

Ps. Þú ert ekki til.


Þegar ég var í Al-Qaeda

Island

„Hvaða bær er þetta?" spurði ég í bílferð um Jemen.

Sessunauturinn brosti vandræðalega. „Al-Qaeda."

Klikkaði á að hringja heim og tilkynna mömmu að ég væri nú kominn í Al-Qaeda.


Hryllingur, hryllingur

Babile

 „Hryllingur. Hryllingur," voru síðustu orð herra Kurtz í bókinni Innstu myrkur. Orð þessi eru viðkvæðið þegar kemur að umfjöllun á Vesturlöndum um Afríku. Fréttir, sem ekki eru stimplaðar „mikilvægar en leiðinlegar", staðfesta fordóma fólks um Afríkumenn. Ef ekki nær sulti, þá að borða snáka, apa eða annan viðbjóð sem engin manneskja leggur sér til munns. Stjórnmálamenn taka cannabilisma fram yfir kapítalisma og þegar þeir eru kosnir til valda eru ekki birtar myndir frá kjörstað heldur af kjósendum með sveðjur á lofti.

„Aldrei birta mynd af vel settum Afríkumanni framan á bókinni þinni nema sá hafi unnið til Nóbelsverðlauna," segir keníski rithöfundurinn Binyavang Wainaina í grein sinni Hvernig á að skrifa um Afríku. „AK-47, útstæð rifbein, nakin brjóst: notaðu þær."

Þetta kallast Bob Geldof-heilkennið; að sjá einungis dauða og djöful þegar kemur að Afríku. Nefna álfuna aldrei nema í samhengi við eyðni, hungursneyð og barbarisma vegna þess að viðkomandi er svo annt um velferð íbúanna. Og tala helst um Afríku sem eitt land, þó að álfan samanstandi af 54 ríkjum og 900 milljón íbúum. Tóninn er: Hvað getum við gert til þess að bjarga Afríku? Ekki: Hvað getur Afríka gert til þess að bjarga sér sjálf?

Hér í Eþíópíu er eymd. Sá sem ferðast um landið getur auðveldlega blindast af þeirri fyrirfram vissu og séð einungis pottlaga sultarmaga og tannlausa betlara. Glaðlyndir og stæltir Eþíópíumenn eru ólíklegri til þess að rata í ferðasöguna. Samt eru þeir þúsund sinnum fleiri. Lýðræðisumbætur, uppgangur á byggingarmarkaði í höfuðborginni og góð kaffiuppskera - fyrirgefið, en hver hefur áhuga á þessu!?

Þessi lenska er kannski vel meinandi en hún stendur þróun fyrir þrifum. Það er ekki hægt að ætlast til mikils, ef fólki er stöðugt talin trú um landið þeirra stefni til helvítis - ef ekki komið þangað.

---

Birtist i útlagadalki Sunnlenska frettabladsins.


Frá Afríku til Arabíu

Jibla

Ég er í Jemen.

Tók Mogadishu-flugvél frá Berbera til Aden, leiðina sem ég ætlaði siglandi.

Flugferðin milli heimsálfanna tók einungis 25 mínútur.

Hvernig skyldi flugfélaginu ganga að selja fólki return-miða til Mogadishu?

Stórbrotin Jemen Ég held mig inná hálendi og verð á fjöllum næstu daga.


Frægasti Íslendingurinn í þriðja heiminum

Berbera

Sé að Eiður Smári er í fréttum heima.

Ég hef heyrt hann nefndan undanfarið.

„Gudjohnsen!" eru stundum viðbrögðin þegar ég segi deili á mér.

Í svipinn man ég eftir aðdáendum í Eþíópíu, Sómalíu, Palestínu, Íran og Jemen.

Í Sómalílandi Fann enga mynd af fótbolta ...   


Hér eru ekki bestu þorrablótin

Berberea 

Tedrykkja og khat-jórtur er dægradvöl Sómalílandans. Önnur afþreying er takmörkuð. Bíómyndir eru bannaðar, dægurtónlist er frá djöflinum (vegna þess að hún kemur fólki til að dansa) og skáldsögur ... það les þær hvort sem er engin. Áfengi er harðbannað, í samræmi við gildandi Sharía-lög.

Reyndar nær bíómyndabannið bara til kvikmyndahúsa. Réttvísin sér í gegnum fingur sér með sjónvörp og gervihnattadiska sem ná enskum myndum með arabískum texta, hvorugt skiljanlegt hinum dæmigerða Sómala.

Þökk sé sjónvarpsleysinu eru landsmenn áberandi miklir sagnamenn. Fréttir eru fluttar á götum úti, kannski af náunganum sem kann að lesa dagblaðið.

Máski er einhver í smábænum Sheikh núna að segja frá heimsókn minni á laugardag. „Þessi hvíti maður kom frá Írlandi og var þriggja metra hár. Hann spásseraði um bæinn og var stöðugt að beina risastóru myndavélinni sinni út í loftið. Já, ábyggilega blaðamaður*."

Segðu sís! Eða ekki ...

*Orðið blaðamaður er ekki til í sómalísku en enska orðið  er alþekkt.


Villikettir á veitingastaðnum

 Berberea

Einn morgun í Berbera sat ég saup te á veitingastaðnum mínum og fylgdist með einum þjónum bera burt diska. Næst sá ég hann bera flösku af bensíni inn í matsalinn ...

Eldsneytinu úðaði hann rösklega á gólfið og augun í mér stækkuðu um helming. Ég snéri hendinni í hálfhring, sem er táknmál fyrir allt sem byrjar á orðinu hvað - Hvað ertu eiginlega að gera?

„Þetta fælir flugurnar."

Þeir eru skemmtilega praktískir þessum fiskveitingastað við höfnina. Til dæmis fá villikettir að valsa um og því hefur maður engar áhyggjur af því að missa bita í gólfið. Voða krúttlega. Ekki alveg. Kettirnir reyna komast upp á borð eða horfa fimm talsins bænaraugum á mann borða ljúffengan fiskinn.

Morgunmatur Pönnukökur með sykri!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband