. - Hausmynd

.

Þungur gjaldmiðill

Somaliland 

Sómalíland hefur sinn eigin gjaldmiðil en Bandaríkjadalur er jafn mikið notaður.

Sómalílandski shillingurinn er álitin skiptimynnt og fólk fær yfirleitt útborgað í Benjamínum. Enda þyrfti bakpoka til þess að borga 250 dollara millistéttarlaun. Stærsti seðillinn hjá Seðlabanka Sómalílands er nefnilega einungis 8 sent!

Ég velti fyrir mér hvað fjármálaráðherrann hafi sagt við manninn sem stakk upp að prentaðir yrðu hærri seðlar.  

„Fangelsið þennan róttækling!"

Jafnvirði 45 dollara Sómalar eyða miklum tíma í telja peninga en eru samt fæstir ríkir ...


Bóhemar í Berbera

Somaliland

Sómalar hér í Berbera eru bóhemar. Dagurinn líður á testofunum og menn lifa fyrir líðandi stund. Lítil atvinna og mikill hiti spilar stóran þátt en væntanlega hafa þrettán ár af borgarastyrjöld líka breytt hugsunarhætti fólks. 

Tímaskyn fólks er gjörsamlega absúrd. Náungi sem ætlaði að aðstoða mig sagði: Hittu mig við bensínstöðina. Ég gekk á eftir ákveðinni tímasetningu. Loks sagði hann: Seinnipartinn ...

Jú, hann kom klukkan fjögur - daginn eftir!

Smalarnir gera það líka Eins og ég segi; í Sómalílandi er mikið gert af því að hanga.


Strandarlíf

Somaliland

Ástæðan fyrir ferðinni til Sómalílands: Strandarlífið.

Hér í Berbera eru heilu kílómetrarnir af hvítri sjávarsíðu - langt umfram eftirspurn!

Strandfélagi Hann mætti ekki til þess að sleikja sólina.


Jemen og geiturnar þrjúþúsund

Berbera 

Þessi dagur byrjaði rólega. Svo rólega reyndar, að ég fór að hugsa mér til hreyfings. Að fara til hafnarþorpsins Berbera og húkka þar far með bát yfir Adenflóa til Jemen.

Í þann mund heyrði ég að sendlar hjá Sófasörfaranum væru einmitt á leið til Berbera. Að sjálfsögðu fékk ég að fljóta með.

Þegar þangað var komið rakst ég fyrir tilviljun á þrjá unga Sómala sem voru líka á leið til Jemen sjóleiðis. Að sjálfsögðu slóst ég í hópinn.

Þið eruð heppnir. Það fer einn á miðnætti en engin næstu tíu daga á eftir," sagði maður við höfnina. Að sjálfsögðu bókuðum við pláss.

Þvínæst gengum við frá vegabréfsstimplum hjá tollinum. Afgreiðslan gekk mun betur fyrir sig en við var að búast í spilltasta ríki heims. Að sjálfsögðu borgaði ég samt aðeins meira en aðrir.

Þarmeð var leiðin greið niður að höfn þar sem skipsmenn voru í óða önn að reka farminn okkar um borð - þrjú þúsund geitur, takk fyrir.

Að sjálfsögðu var þetta allt saman of gott til að vera satt.

Skipstjórinn hélt langa tölu á sómalísku. Af svipbrigðum ferðafélaga minna virtust þeir vonsviknir. Talandi þeirra varð hvass og fleiri blönduðu sér í umræðuna. Ég vissi ekki hvert deilumálið var en tók eftir að allir forðuðust að horfa framan í mig.

Eigandi bátsins, sem talaði ensku, tók af skarið og tilkynnti mér að ég væri ekki velkominn um borð. „Við gætum verið stoppaðir í Jemen fyrir að taka ferðamann. Við megum ekki við því. Ef það hættir að blása súrefni inn í bátinn lengur en fjórar klukkustundir byrja geiturnar að kafna."

Líkurnar á veseni eru sáralitlar en ákvörðunin er skiljanleg úr því verið var að flytja geitahjörð að andvirði 150 þúsund dollara.

Ég hafði alltaf búið mig undir að þessi þáttur ferðaplansins væri tvísýnn. Þetta er ekki beinlínis fjölfarin leið hjá ferðamönnum. Verst fannst mér þó að hafa komst alla þessa leið en verið snúið við á elleftu stundu vegna húðlits.  

Berbera Smábátahöfnin við Adenflóa.  


Hringurinn!

Mallorca  

Á sólarströnd fyrir þremur árum eignuðumst við Ragnar Sigurðarson glæsilegan karlmannshring sem færði okkur mikla virðingu og gleði (löng saga).

Síðan þá, hefur hringurinn ferðast til fjögurra heimsálfa og fimmtán landa, á vísum stað í bakpokanum mínum. 

Ég man ekki hvers vegna þessi hefð byrjaði en hún er víst komin til að vera. Ragnar segir að með áframhaldinu verði hringurinn orðinn fréttaefni á Vísi eftir fimmtíu ár.

Eigandinn Karlmannshringir eru vanmetnir á Vesturlöndum.


Heilræði úr hitanum

Omo dalur 

Hef heyrt að maður eigi aldrei að fara hungraður í matvöruverslun.

Svona svipað og maður á ekki að velja föt fyrir Afríkuferð þegar kalt er í veðri.

Ég veit það allavega núna.

Sunnanverð Eþíópía Sólskyn og termítahreiður um allt.


Sófasörfað í Sómalíu

Abaarso 

Fyrst hægt er að sófasörfa í Sómalíu eru líklega fáir staðir eftir á Jörðinni sem Couchsurfing-kúltúrinn nær ekki til.

Couchsurfing er samfélag þeirra sem vilja ferðamenn í heimsókn og þeirra sem vilja heimsækja heimamenn á ferðalögum. Mikið notað af Íslendingum.

Þessi eini í Sómalíu er reyndar Kanadamaður og starfandi kennari í heimavistarskóla nálægt Hargeysa.

Eins og góður gestgjafi, kynnti hann menningu og þjóð. Í staðinn sagði ég honum ferðasögur og tók myndir í skólanum.

Upplifun sem fæst ekki á hótelum.

Þakkir til sveðjumannsins

Arba Minch

Ég myndi frekar vilja mæta öskrandi manni með sveðju en öskrandi apa með bambus.

Hugsaði nákvæmlega þetta á meðan ég hjólaði eftir stíg í átt að krókódílabúgarði við Arba Minch og varð stöðugt var apa og villisvín en líka dádýr.

Ég veit ekkert um árásarhneigð dýra. Af kynnum mínum við apa, hefur mér þótt þeir mikil ólíkindatól. Fólk er fyrirsjáanlegt, ekki eins hvatvíst og bítur yfirleitt ekki.

Viti menn. Á heimleiðinni stoppaði ég á bómullarakri til þess að smella einni mynd. Áður en ég vissi af, var ég umkringdur forvitnu fólki. Verkstjóranum líkaði drollið illa og hrakti skrílinn burt með öskrum og sveðju á lofti.

Með sveðju og í Kiss-bol En samt alveg ágætis náungi.


Einhæfar yfirherslur

 Babile

Næst þegar ég gef til UNICEF, ABC eða álíka barnahjálpar verður það með einu skilyrði:

Að peningnum verði ekki varið í kenna krökkum að segja What´s your name? How are you? og Where are you from?

Ágengir spyrlar „Hvað heitirðu!?" „Egill." „Hvað heitirðu?!?!" „Egill!!!" „Hvað ..."


Takk, forvitna stelpa ...

Omo

... fyrir að eyðileggja myndina!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband